Nýtt úthverfi

Nú hef ég skoðað betur tillögur Skotanna um nýtingu landsins sem Reykjavíkurflugvöllur stendur á. Þær staðfesta það sem haldið hefur verið fram að svæðið verði ekki annað en eitt úthverfið enn. Kosturinn við þær er ekki síst sá að það er alls ekki reynt láta líta út fyrir neitt annað. Annar kostur er sá að varðveita eigi mýrlendi með nýrri tjörn. Og af þeim tillögum sem hafa verið sýndar sýnist ljóst að þessi sé langbest.

Svo er það náttúrlega ekki beinlínis leiðinlegt fyrir okkur sem búum á Akureyri að sami höfundur sé að þessari tillögu og hugmyndinni um síkið sem skeri miðbæ Akureyrar upp í Skátagil - sem vonandi verður fremur að veruleika en það að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæll, hef ekki skoðað þessa tillögu, hef ekki geð í mér til þess.

Mótmæli bara flutningi vallarins.

Sameina sveitarfélögin á suðvesturhorninu, þá komast þeir/þær að því að byggingasvæði er ekki af skornum skammti. Því þarf ekki að byggja í Vatnsmýrinni... nema þá nýja flugstöð.

Það er kominn tími til að sameina þessi sveitarfélög.

Þá hverfur líka Vilhjálmsvandinn.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 18.2.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Ekki gleyma því að Grjótaþorpið er fyrsta úthverfi Reykjavíkur.

Sigurður Ásbjörnsson, 19.2.2008 kl. 08:33

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, og munaði svo ekki litlu, Sigurður, að það yrði rifið og byggð stórhýsi? Eiginlega er Grjótaþorpið millihverfi, gimsteinn falinn á milli Kvosar og Vesturbæjar.

Og takk fyrir innlitið, Guðmundur. Þú verður ekkert verri af að skoða tillöguna. Vona að þú styðjir okkur síkissinna á Akureyri í að fá síkið í miðbæinn hér. En ef sveitarfélögin á suðvesturhorninu sameinast, viltu þá heldur að Gunnar Birgisson í Kópavogi verði borgarstjóri?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.2.2008 kl. 12:55

4 identicon

Kalli Tomm hjá mér í kvöld kl 21 þú sérlega velkominn.

Gísli Baldvinsson 19.2.2008 kl. 19:31

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ætla að skoða tillögurnar- sýndist helst á mynd þetta líta út einsog Unter den Linden í Austur-Berlín

María Kristjánsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:54

6 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

he, he, já Gunnar er flottur!

Kannski skoða ég hugmyndirnar og síkið. Eitthvað klingir þó bjöllum síki og stúdentar? Fer þetta vel saman?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 19.2.2008 kl. 23:53

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, María, og takk fyrir nýtt innlit, Guðmundur: Kannski þú sameinir Reykjavík og Fjarðabyggð? Og verðir bæjarstjóri? Síki og stúdentar, hmmm ... varstu ekki frekar stilltur þegar þú varst hér fyrir norðan?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.2.2008 kl. 19:43

8 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já og Gísli, ég missti nú víst af Kallanum hjá þér ...

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.2.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband