Auglýsingapóstur eđa almannaţjónusta?

Svo er annađ mál sem ég fór ađ hugsa um eftir ég skrifađi blogg í morgun um auglýsingapóst: er eitthvađ af ţessum fjölpósti sem ég vil gjarna fá? Er sanngjarnt ađ íţróttafélagiđ í hverfinu eđa stjórnmálaflokkur sem býđur sig fram til bćjarstjórnar eđa Alţingis megi setja eitthvađ inn um lúguna hjá mér? Bann viđ auglýsingapésum má ekki leiđa til ţess ađ erfiđara sé ađ halda uppi lýđrćđi eđa mismunandi félögum sé óheimilt ađ dreifa blađi (jafnvel ţótt ţađ sé fullt af auglýsingum), t.d. einu sinni ári. Meira ađ segja auglýsingapóstur eins og Bókatíđindi, sem koma einu sinni á ári, og jafnvel IKEA-bćklingurinn, líka einu sinni á ári, eru tiltölulegir aufúsugestir heima hjá mér. Ţađ skapar kannski meiri vanda en ţađ leysir ađ amast viđ öllum óumbeđnum pósti. Eđa hvađ? Ţađ er erfitt ađ sortera ţetta - en kannski setur stór nefnd umhverfisráđherra fram einhverjar tillögur sem leiđa til betra lífs ađ ţessu leyti.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sćll Ingólfur

 Ótrúlega safnast upp hjá manni pappírinn. Ég ţarf ađ ganga út í grenndargám ađ minnsta kosti á tveggja vikna fresti međ fleiri fulla sekki af dagblöđum og auglýsingapésum. Mér finnst ósvífnast ađ láta blađburđarfólki burđast líka međ auglýsingarnar á ţess ađ bera nokkuđ úr býtum fyrir ţađ. Sumir lesa auglýsingarnar í ţaula, ég hef einfaldlega ekki tíma til ţess, svo ţađ er algjör synd ađ láta svona hirđulausan auglýsingarýnanda eins og mig fá slíkt inn um dyrnar. En ég er sammála, mér finnst fínt ađ fá IKEA bćklinginn inn um lúguna, bókatíđindi og svoleiđis....Já ţađ er úr vöndu ađ ráđa fyrir nefndina.

Anna Karlsdóttir, 17.1.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sćl Anna og takk fyrir innlitiđ ... bestu kveđjur ađ norđan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.1.2008 kl. 08:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband