Óumbeðinn auglýsingapóstur

Var að hlusta á frétt þess efnis að póstútburðarfólki beri að hunsa gömlu gulu límmiðana frá Póstinum og heimagerða miða þar sem fjölpósti mismerkilegum er hafnað. Það mun skipta tugum kílóa á ári, fyrir utan Fréttablaðið, sem berst óumbeðið á heimilin, sem íbúar þurfa á eigin kostnað að koma í endurvinnslu. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, er reyndar búin að setja nefnd í málið.

Í raun og veru ætti að vera óheimilt að setja auglýsingar inn á heimili án leyfis, og a.m.k. óheimilt að hunsa óskir um annað. Reyndar veit ég ekki hvort póstútburðarfólkið mitt er farið að hunsa upplitaða gula miðann sem ég ætlaði að fara endurnýja rétt áður en ég frétti að þeir stæðu ekki lengur til boða - en nóg er samt af drasli sem kemur með Fréttablaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn er svona í alvöru að velta fyrir sér að gera annað af tvennu...endursenda póstinn til þeirra fyrirtækja sem senda hann og þakka fyrir ánægjuleg viðskipti á liðnum árum, en tilkynna að því miður muni hann beina sínum viðskiptum annað næsta mánuðinn vegna ruslpóstsendinga þeirra.

Nú, eða að safna bara saman ruslpósti ársins og sturta honum í einu lagi inn um bréfalúguna hjá forstóra Íslandspósts. 

Púkinn, 15.1.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það mætti líka safna saman ruslpóstinum í lok hvers mánaðar og svo færi almenningur á sama degi í Íslandspóst með allt ruslið.

María Kristjánsdóttir, 15.1.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mér líst á fyrra ráðið þitt, púki góður, og líka þitt ráð, María, ástandið er afleitt. Í kvöld heyrði ég þó þær fréttir að Íslandspóstur væri langt kominn með að móta eigin tillögur og það er gott að heyra, þannig að kannski við hlífum bréfalúgu forstjórans þangað til við vitum hvort gagn verður að þeirri aðgerð.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 15.1.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband