Efni
9.1.2008 | 23:53
Fallegt hús til sölu
Undanfarna daga er ég búinn að sjá margar myndir af Höepfnershúsinu á Akureyri sem er til sölu og því velt upp hvort þetta sé eitt af fallegustu húsum Akureyrar. Í auglýsingu fasteignasölunnar þar sem er mynd af húsinu segir: "Eitt af fallegri húsum Akureyrar ... Húsið er 549,8m2 á þremur hæðum auk kjallara ... Húsið stendur við Hafnarstræti 20. Húsið býður upp á margs konar möguleika hvort heldur er fyrir verslun, skrifstofur, vinnustofur eða til íbúðar. Fjórir inngangar eru í húsið. Lofthæð er mikil á öllum hæðum. Gistiheimili er nú rekið í húsinu og hefur verið rekið þar síðustu fjögur ár ... Húsið er ný málað að utan, járn á þaki endurnýjað, allir gluggar með tvöföldu gleri. Allar lagnir í vatni og rafmagni endurnýjaðar ... Byggingarár 1911. Byggingarefni timbur." Einnig var löng frásögn um húsið í fasteignablaði Moggans sl. mánudag.
Mér er annt um þetta fallega hús því að þetta var mitt fyrsta heimili. Ég fluttist þaðan þegar ég var þriggja ára þannig ég man nú ekki eftir því en man eftir sögum sem mér hafa verið sagðar. Við bjuggum á loftinu en á hæðinni fyrir neðan bjó frú Ragnheiður O. Björnsson kaupkona sem ég man vel eftir. Á menntaskólaárunum var kjörbúð á jarðhæðinni og fyrir fáeinum árum var þar gæludýrabúð. Ég bankaði upp á og fékk að sjá íbúðina á efstu hæðinni og þótti vænt um það. Ég vona að húsinu farnist vel og kaupendurnir verði ánægðir með húsið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Tek undir það að vonandi fær húsið eigendur,sem hugsa vel um það, ég leigði fyrir löngu síðan mjög stórt herbergi á miðhæðinni með þessum fallegu stóru gluggum, þetta er hús með góða sál!
Þórdís Þorvaldsd. 10.1.2008 kl. 00:15
Áttu nokkuð mynd af þessu húsi til að sýna okkur sunnlendingum sem erum ekki kunnug á Akureyri? Ég er mjög áhugasöm um gömul hús, sögu þeirra og varðveislu.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.1.2008 kl. 01:45
Takk fyrir innlitið, Þórdís og Lára Hanna.
Lára Hanna: Meðan ég á ekki mynd sjálfur verður myndin í auglýsingu fasteignasölunnar að duga (sjá tengil í færslunni fyrir ofan).
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.1.2008 kl. 06:14
Nú er tækifæri fyrir fjársterkan áhugasaman mann að kaupa og gera upp í upprunalegri mynd...húsið hefur nokkuð sett niður undanfarin ár. Hér er linkur á síðu Akureyrar þar sem mynd er af húsinu eins og það var í upphafi
http://www.akureyri.is/ferdamenn/innbaerinn/
Jón Ingi Cæsarsson, 10.1.2008 kl. 07:48
Það þarf síðan að velja leið með að klikka á Innbærinn á flipanum til vinstri...glæsilegt hús.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.1.2008 kl. 07:50
Öll húsin við Hafnarstræti á Akureyri hafa sinn sjarma. Sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna á sumrin hefur mér alltaf gaman að segja frá þessum húsum, mannlífinu, menningunni, atvinnuvegum og sitthverju fleiru. Þegar tími gefst fer eg gjarnan með hópinn í grasagarðinn og safnakirkjuna. Þar hefi eg stuttan fyrirlestur um eldri húsagerð á Íslandi. Annars er svo margt fyrir ferðamenn að skoða að oft er æskilegt að leyfa þeim að upplifa hver og einn það sem verður á vegi þess. Mörgum finnst yndislegar frásagnirnar af því hvernig Íslendingar endurnýttu gamlar stríðskanónur í friðsamlegu skyni sem bryggjupolla.
Það væri óskandi að Akureyingar beri þá gæfu að varðveita sem best þessi gömlu hús. Því miður hafa Reykvíkingar ekki gætt þess nægjanlega að leggja rækt við sögu sína hvað húsbyggingar varðar. Miðbær Reykjavíkur er þvílíkt hneyksli að það hálfa væri nóg!
Bestu kveðjur norður heiðar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.1.2008 kl. 08:53
Takk fyrir innlitið, Mosi, og góðar þakkir fyrir tengilinn á síðu Akureyrar, Jón Ingi.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.1.2008 kl. 19:49
Þetta er stórglæsilegt hús sem ég vona að verði vel við haldið! Takk fyrir slóðir að myndum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.1.2008 kl. 21:26
Já, Ragnheiður O. Björnsson og hannyrðaverslunin hennar í Hafnarstræti ... það er bara eins og það hafi verið í gær! Ég tek svo undir vonir manna um að hægt verði að gera Höepfnershúsið stórglæsilegt á ný.
Helgi Már Barðason, 10.1.2008 kl. 21:27
Húsið er fallegt sá það í blaðinu um daginn!
Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 15:39
Takk fyrir innlitið, Lára Hanna, Helgi Már og Edda ... vonandi eignast Höepfnershúsið góðan eiganda
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.1.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.