Fann enga rafræna mynd af Mývatni ...

... sem er stóra vatnið sem ég spurði um, en á vef Skútustaðahrepps eru fjölmargar fallegar hausmyndir og reyndar fleiri ef flett er síðunni.

P.S. 24. nóvember: Kjartan Pétur sendi mér svo slóð af mynd þar sem vel sést afstaða Stakhólstjarnar og Mývatns. Takk Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér er ein panorama mynd frá Skútustöðum

http://www.photo.is/skoli/halendi/pages/Myvatn.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.11.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Siggi Sig. félagi minn er tengdur fólkinu í Garði og ég gaf honum þessa panorama mynd af svæðinu. Ég held að hún hangi núna uppi í félagsheimilinu þarna á staðnum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.11.2007 kl. 10:41

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Mig minnir endilega að myndirnar á konfektkössunum í gamla daga af mývatni hafi verið teknar frá Kálfaströnd. Þar var afi minn fæddur og ég vissi bara það....var það ekki örugglega Mývatn?

Anna Karlsdóttir, 25.11.2007 kl. 00:51

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Kálfastrandarvogarnir og kl eru eiginlega erkitýpan af Mývatnsmyndum

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.11.2007 kl. 09:37

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég sé að svarið til þín, Anna, vistaðist bara að litlum hluta: Kálfastrandarvogar og klettarnir þar eru þessi sígilda mynd úr Mývatnssveit, en það var líklega eftir að Rófurnar heima á Skútustöðum voru friðlýstar upp úr 1970 (1973 eða 1974 minnir mig) sem póstkort með mynd af þeim og Stakhólstjörn með urðu líka mikið útbreidd (Náttúruverndarráð uppnefndi þær Skútustaðagíga), það fyrsta líklega með mynd frá 1969. Svo ætlaði ég að spyrja þig út í ættfræðina ...

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.11.2007 kl. 12:26

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er víst ekki svo vel að mér í ættfræði. Afi minn hét Hólmsteinn Helgason, og foreldrar hans, Arndís og Helgi voru vinnufólk á Kálfaströnd. Hann var fæddur í torfbænum eins og almennt var í þá daga. Þau fluttu síðar og bjuggu í Ársseli á Langanesi. - Hvað varðar Skútustaðagíga man ég að æskuvinur minn Orri Vé(steinsson) sagði mér eitt sinn að það væru gervigígar. Ég man að mér fannst þetta mjög merkilegt, hafði aldrei heyrt um fyrirbærið áður.

Anna Karlsdóttir, 26.11.2007 kl. 23:34

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Og skv. því ætti frekar að tala um Skútustaðagervigíga en Skútustaðagíga. Þetta er stórmerkileg náttúrufyrirbrigði að alast upp innan um og á unglingsárum þurfti að laga sig töluvert að ferðafólkinu og ætla því gönguleið yfir tún.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.11.2007 kl. 06:07

8 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég trúi því!

Anna Karlsdóttir, 29.11.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband