Efni
15.11.2007 | 17:47
Fjölpóstur - ruslpóstur
Umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að huga að þeim vanda er fylgir svokölluðum fjölpósti, sem í daglegu tali er nefndur ruslpóstur (kemur fram í Fréttablaðinu í dag). Fjölpóstur er kannski nákvæmara hugtak en ruslpóstur af því að hann er ómerktur viðtakanda, meðan eitthvað af því sem er merkt er í raun hálfgert rusl. Eins og er þá getur maður sett gulan miða og þá ber Pósturinn ekki út ómerktan póst nema sérstaklega sé beðið um það af sendanda að virða ekki miðann. Þannig fékk ég, sem betur fer, eintak af Bókatíðindum í gær, þrátt fyrir gula miðann. Þau eru samt fjölpóstur en alls ekki ruslpóstur (samt var nú of mikið auglýsingum og of mikið af bókum sem eru alls ekki nýjar).
Skv. fréttinni í Fréttablaðinu jókst sorp vegna fjölpósts um 76% á fjórum árum, stór hluti vegna dagblaða. Og ekki nóg með það: Með Fréttablaðinu fylgir nú gjarna hrúga af auglýsingapésum sem sendendur láta bera út með því, sem er þó enn þá verra, algert rusl, meðan stundum er eitt og annað læsilegt í Fréttablaðinu. Eitt af því sem starfshópurinn á að skoða er hvort framleiðendur verði látnir greiða einhvers úrvinnslugjald. En ættu ekki útgefendur að sækja blöðin aftur? Sérstaklega auglýsingapésana sem fylgja með - ég held þeir hafi verið þrír núna áðan með Fréttablaðinu. Ég fagna framtaki ráðherrans og vona að það komi skýrar reglur um ábyrgð þeirra sem bera heim til manns eitthvað sem maður hefur alls ekki beðið um.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
- Dró upp skæri og hótaði íbúum
- Teknir við akstur undir áhrifum
- Hraun kemur úr þremur gígum: Virknin stöðug
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
Erlent
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
Athugasemdir
Ég bíð eftir þeim degi sem dagblöð verða með auglýsingum sem endurspegla smekk blaðaeigenda. Smá auglýsingar eru gott mál. En staðreyndin er að auglýsingadraslið/flóðið í blöðunum er hluti af hnignunareinkennum í blaðastéttinni. Markið er sett á hámarlsgróða braskara sem eiga blöðin, frekar en innihald upplýsinga.
Ólafur Þórðarson, 15.11.2007 kl. 18:02
Eins spurning Ingólfur: Er mikið mál að verða sér úti um svona gulan miða? Og fylgir því einhver kostnaður að láta það fara í gegnum kerfið?
Anna Ólafsdóttir (anno) 17.11.2007 kl. 15:03
Veistu, Anna, að svo las ég í e-u blaði skömmu eftir bloggi að eitt af því sem ræki á eftir þessu væri að Pósturinn neitaði að skaffa miðana lengur þar sem ekki væri lagastoð fyrir þeim. Mér finnst það undarlegt þar sem miðarnir eru bara merki til bréfberanna um að maður vilji ekki óumbeðið drasl. En þegar ég fékk miðann, sem er að verða ónýtur, og löngu orðinn næstum því hvítur, þá kostaði hann ekkert.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.11.2007 kl. 16:26
Þetta átti náttúrulega að ver ein spurning Ástæðan fyrir spurningunni var sú að ég las einhvers staðar um einhver vandamál tengd þessu. Það hefur líklega verið þetta að Pósturinn byði ekki upp á þetta lengur.
Anna Ólafsdóttir (anno) 17.11.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.