Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga

Síðan fjárlagafrumvarpið var lagt fram hefur verið skeggrætt um meintan tekjuafgang ríkisins, sem reyndar einhverjir hafa efast um að verði svo mikill. Skattalækkun, segir Sjálfstæðisflokkurinn! Hækka skattleysismörkin, segja margir. Nú get ég fallist á hækkun skattleysismarka en minni á að meðal- og hátekjufólk hagnast um alveg jafnmargar krónur og þeir sem eru núna skammt yfir þeim. Ef hækka á skattleysismörk til hagsbóta launafólki sem hefur milli hundrað og tvö hundrað þúsund krónur er eðlilegt að hækka skattprósentuna þannig að þeir sem nú hafa fjögur eða fimm hundruð þúsund og meira borgi eilítið hærri prósentu. Hafa þannig tekjurnar óbreyttar.

Ég vil láta færa brot af tekjum ríkis til sveitarfélaga með því að hækka útsvarsprósentuna sem núna má mest vera 13,04. Flest sveitarfélög eiga í erfiðleikum með að kosta þá grunnþjónustu sem þau bera ábyrgð á og veitir ekki af meiri tekjum. Nú virðist lag. Ég held að þetta komi flestum meira til góða en minni háttar lækkun gjalda. Efling opinberrar þjónustu eykur lífsgæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ég alveg sammála þér. Ég er hræddur um að næsta sumar finni sveitastjórnarmenn það út að þeir hafi engan pening til að standa að kjarasamningum við grunnskólakennara. Þá hefst grátkórinn um að engir peningar séu til í þjóðfélaginu.

Kv., Ólafur Örn

Ólafur Örn Pálmarsson 7.10.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Ingólfur

 Mér finndist þetta raunar líka áhugaverð tilraun.

Anna Karlsdóttir, 7.10.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband