Úttektarnefndin, ímyndunaraflið og Mývatnssveit

Á föstudagskvöldið og laugardaginn sat ég í fjóra tíma samtals á þremur fundum og einum kvöldverði með úttektarnefnd sem nú fer um háskóla landsins til að taka út þá háskóla sem sinna félagsvísindum til að unnt sé fyrir menntamálaráðuneytið að viðurkenna starfsemi skólana. Þetta var mikil fundarseta, eins og munnlegt próf þar sem aðeins hluti pensúmsins var vitaður fyrir fram. Nefndin er skipuð þremur þaulreyndum háskólakörlum, Dana, Þjóðverja og Breta.

Fyrir vikið missti ég af fyrirlestri breska prófessorsins Elisabeth Wood sem talaði um kennslufræði leikja á ráðstefnu skólaþróunarsviðs kennaradeildar sem bar nafnið Ímyndunaraflið sviflétt og vegvíst. Grein eftir Wood og Bennett um hvernig kennarar læra í starfi hefur verið á leslista hjá mér. Mér tókst þó að ná í skottið á ráðstefnunni og hlusta á kollegur mínar Rósu Kristínu og Jórunni flytja erindi um ímyndaraflið þar sem við þátttakendur fengum að búa til pappírsfugla og freista þess að láta þá fljúga, sem sé þær beittu kennslufræði leikja, og lokafyrirlestur Halldóru og lokaorð Trausta. Gaman Smile. Eftir það fór ég í Mývatnssveit, hitti fólkið mitt, svaf úr mér hluta af álaginu eftir fundina og fór svo í stuttan göngutúr í morgun um Rófurnar sem Náttúruverndarráð uppnefndi sem Skútustaðagíga þegar þær voru friðlýstar 1973.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Hvað er Náttúruverndarráð í eineltisveseni? En gaman að heyra að fyrirlestrarnir hafi verið skemmtilegir og áhugaverðir. Minnti mig á fyrra á EECRA þar sem ég var málstofustjóri og tveir fyrirlesarar mættu ekki. Stofan var full af fólki sem ætlaði sér að hlusta á samkynhneigða karla fjalla um hvernig það er að starfa í leikskóla. Einn bandaríkjamaður tók sig þá til og sýndi okkur hvað hægt er að gera með blað. Við lékum með blaðið á alla kanta og enduðum á að búa til flugvélar og athuga hver flaug lengst. Held að þetta hafi verið með eftirminnilegri fyrirlestrum sem ég hef tekið þátt í.

En svo veit ég að þið hafið auðvitað sólað matsnefndina og við fljúgum í gegn!

Kristín Dýrfjörð, 1.10.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband