Efni
19.8.2007 | 10:16
Vatnajökulsþjóðgarður
Þá hefur verið skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sem tekur til starfa þegar samið hefur verið landeigendur í kringum jökulinn og landið friðlýst. Auk þess falla inn í garðinn þjóðgarðarnir í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli. Ég hef fylgst með aðdragandanum í nokkur ár, nú síðast með þátttöku í undirbúningsnefnd sem starfaði á árinu 2006, og fæ sem fulltrúi í svæðisráði norðursvæðis og varafulltrúi í stjórn tækifæri til að taka þátt í mótun þjóðgarðsins. Það er ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu stóra verkefni. Ekki síst bind ég vonir við að komið verði upp skipulögðu kerfi gönguleiða í kringum jökulinn, meðfram Jökulsá á Fjöllum og miklu víðar upp frá byggðunum.
Þjóðgarðurinn mun ekki ná yfir stór svæði utan jökulsins til að byrja með, en þó mun Jökulsá á Fjöllum allt til sjávar verða friðlýst ef allt gengur upp. Í framtíðinni mun þjóðgarðurinn stækka, en í millitíðinni mun það verða fjármagnið sem til hans rennur og hvernig okkur tekst að standa að uppbyggingunni sem ræður því hversu hratt það gerist. Sorglegur er fleygurinn vegna Kárahnjúkastíflunnar en þeim mun meiri og brýnni er þörfin á að verja Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljót fyrir ágengni af margvíslegu tæi.
Skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Flott verkefni!
Valgerður Halldórsdóttir, 19.8.2007 kl. 22:03
Mikilvægt verkefni - gangi ykkur vel. Fróðlegt væri að vita hvernig blanda af fólki er að vinna þessa vinnu (vísindamenn, pólitíkusar, eða hver).
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 20.8.2007 kl. 10:42
Þetta er talsvert stór stjórn og gaman að rýna í hverjir eru þar með sæti. Aðstoðarmaður umhverfisráðherra er formaður. Ég sé þarna talsvert af fagaðilum t.d. frá umhverfisstofnun, landgræðslunni og og bændur úr öxarfirðinum og skútustaðahreppi (nauðsynlegt að hafa þá góða), ásamt fyrrverandi forstjóra byggðastofnunar. Svo er samstarfsmaður minn Magnús Tumi einnig fyrir hönd útivistarfélaga sem mér finnst svolítið undarlegt, ég veit til dæmis að hann veit mun meira um jarðeðlisfræði svæðisins en margir aðrir í nefndinni.
Anna Karlsdóttir, 21.8.2007 kl. 13:58
Úps, gleymdi að segja gangi ykkur vel í spennandi starfi framundan.
Anna Karlsdóttir, 21.8.2007 kl. 14:02
Þakka góðar óskir.
Magnús Tumi var einn af allra helstu ráðgjöfum þingmannanefndarinnar sem var næst- eða næstsíðasta nefndin sem fjallaði um málið. En hver er fv. forstjóri Byggðastofnunar í þessum hópi öllum? Já, það er rétt, það eru tveir starfsmenn Landgræðslunnar í stjórn, en samt er hvorug þeirra fyrir Landgræðsluna, Þórunn er fyrir umhverfisverndarsamtök og Elín Heiða f. Skaftárhrepp. En hver veit nema ég gangist við að vera bóndi úr Skútustaðahreppi þótt það séu 20 ár síðan fjölskylda mín hætti búskap.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.8.2007 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.