Kaffiprófið

Búinn að taka kaffiprófið nokkrum sinnum og fæ til skiptis þessar tvær niðurstöður. Þær passa allvel við raunverulega kaffineyslu nema hvað ég fæ mér annaðhvort mjólk í espressókaffið eða mjólkurfroðuhattinn hjá þeim í Te og kaffi í Hafnarstrætinu sem nú er flutt yfir í Pennann.

Þú ert svo mikið sem...

  • Latte! Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli. Samkvæmt kaffiprófinu er ég Latte! og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

  • Espresso! Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt. Samkvæmt kaffiprófinu er ég Espresso! 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
    Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Heyrðu, ég er latte - en er reyndar ekki búin að taka prófið nema einu sinni. En mér finnst reyndar latte betri en expresso svo það stemmir.

Kristín Dýrfjörð, 19.8.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hmmm... tveir afar ólíkir einstaklingar þarna á ferð.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 15:15

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hmmm ... mér þætti gaman að vita hvernig lyndiseinkunnirnar eru fundnar út. En svo vantar þarna reyndar alveg uppáhaldskaffið mitt sem er uppáhelling í taupokakönnu móður minnar með mínum eigin serimoníum - það tengist nú reyndar fríi og tíma til að vera latur

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.8.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband