Efni
8.6.2007 | 21:34
Styttri vegalengdir - meiri umferð?
Því er haldið á lofti að með uppbyggðum vegi yfir Kjöl muni útblástur gróðurhúsalofttegunda minnka vegna þess að vegalengdir styttist. En er það víst? Í skoðanakönnun sem fyrirtækið Norðurvegur hefur látið gera kemur fram: Um 45% aðspurðra töldu að ferðum þeirra milli áfangastaða á Norður- og Suðurlandi myndi fjölga með framkvæmdinni en 55% töldu að þeim myndi ekki fjölga. Leiða má að því líkur að þessi niðurstaða bendi til þess að umferð beinlínis aukist við að leggja Kjalveg. Kannski er þetta bara bull - kannski endurspeglar þessi skoðun alls ekki almenningsálitið sem Pierre Bourdieu hafnar að sé til - sjá færslu - kannski mun akstur alls ekki aukast við þetta. En þá er varla meira að marka þá niðurstöðu sem Norðurvegur fékk að meirihluti landsmanna vilji heilsársveg". Upplýsingar á heimasíðu Norðurvegar um skoðanakönnunina eru reyndar fremur litlar en eitthvað meira hefur um hana birst í fjölmiðlum. Aðalatriðið er þó þetta: Í þessari skoðanakönnun voru tæpast gefnir þeir ótal valkostir sem eru til staðar um samgöngubætur milli Norður- og Suðurlands, t.d. betri sumarvegur um Kjöl, jafnvel malbikaður, eða stytting hér og þar annars staðar. Og ég leyfi mér að fullyrða að það var ekki spurt um hvort viðmælendur myndu vilja að strandsiglingar væru niðurgreiddar, hvort fólk óttaðist vetrarveður og hálku á Kili og þaðan af síður hvort það vildi að byggðar yrðu upp lestarsamgöngur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 161057
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Vissulega er það ekki ósennilegt að ferðalög á milli landsvæða yrðu örari ef vegalengdin styttist, en er þá ekki fólk meira að nota bifreiðina í stað flugvéla sem eru mjög mengandi? Svo er það líka spurning hvort orkufrekari bílar víki fyrir þeim sparneytnu.
Við erum ein þjóð í þessu landi og bættar samgöngur eru í mínum huga aðeins til bóta.
Ester Sveinbjarnardóttir, 8.6.2007 kl. 21:57
Ég hef ekki velt mikið fyrir mér þessum Kjalvegsmöguleika en sé í fljótu bragði bæði kosti og ókosti við hann. Kostirnir eru tvímælalaust bættar samgöngur sem þýða t.d. fyrir mig alveg örugglega tíðari ferðalög um Suðurlandsundirlendið. Hugsanlegir ókostir held ég að liggi fyrst og fremst í því að svæðið sem við köllum oftast óbyggðir eða örævi minnkar og ég held að þessi svæði verði okkur dýrmætari með hverju árinu sem líður og það í víðum skilningi þess orðs (sem ferðamannasvæði, sem náttúruauðævi, sem hávaðamengunarlaus svæði, svæði laus við sjoppur og bensínstöðvar o.s.frv.)
Anna Ólafsdóttir (anno) 8.6.2007 kl. 22:54
Já ég tek undir með þér Anna - ég held að við verum að vega og meta vel bæði kostina og gallana. Auðvitað skipta góðar samgöngur máli - en óbyggðir eru líka verðmæti sem við eigum að halda í.
Valgerður Halldórsdóttir, 9.6.2007 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.