Almenningsálitið er ekki til!

Greinasafn með titlinum Almenningsálitið er ekki til er komið út. Höfundur greinanna er franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu sem hefur rannsakað ólík viðfangsefni. Uppáhaldsefnið mitt er líklega rannsókn á því hvernig listsmekkur er tengdur félagslegum þáttum, svo sem menntun og efnahag. Hann skoðar hvernig flestar gjörðir okkar eru beint eða óbeint liður í því að skapa táknrænan auð. En hann hefur líka skrifað um ábyrgð og stöðu vísindamanna, ekki síst eigin greinar, félagsfræðinnar, enda þótt sum verk hans sé erfitt að flokka þannig á þröngan hátt.

Greinin sem bókin heitir eftir fjallar um yfirborðslegar skoðanakannanir. Skoðanakannanir geta verið framkvæmdar með "viðurkenndum aðferðum" en það getur verið að spurt sé um eitthvað sem skiptir litlu máli eða spurningarnar nái á engan hátt yfir mögulegar skoðanir eða hneigðir fólks. Hversu oft hefur það komið fyrir þig, lesandi, að þú værir spurð/ur að einhverju sem þú hafðir tæpast áhuga á því að hafa skoðun á?

Löngu var tímabært að út kæmi greinasafn eftir Bourdieu á íslensku. Hvet til lesturs hennar. Hún er ekki stór og hún er þýdd á aðgengilegt mál. (Skellli hér inn líka tengli í fyrirlestur  um Bourdieu á ráðstefnu sem var fyrir fáum misserum.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband