Kolefnisútblástur Íslandspósts

Í síðustu viku bloggaði ég um kolefnisjöfnun Íslandspósts - sjá færslu. Útakstursfólk stofnunarinnar heldur því miður uppteknum hætti því að í fyrrakvöld - eða var það á þriðjudagskvöldið? - var mér fært ábyrgðarbréf, og bíllinn hafður í gangi á meðan mér var afhent bréfið.

Góðir bloggvinir og aðrir bloggfélagar: Tökum höndum saman og biðjum útakstursfólk Póstsins að drepa á bílnum meðan það afgreiðir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég fór á námskeið hjá vistvernd í verki, þar er hverjum og einum einstaklingi bent á þá ábyrgð sem hann hefur og hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að gæta að vistkerfi okkar.  Ef hver og einn dregur úr mengun í sínu umhverfi eru áhrifin undraverð.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.6.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband