Verkefni fyrir umhverfisráðherra

Það hlýtur að vekja bjartsýni um aðgerðir í umhverfismálum að setja Þórunni Sveinbjarnardóttur í starf umhverfisráðherra, eina þingmann Samfylkingarinnar enn á þingi, sem greiddi atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun. Enda þótt maður eigi enn eftir að heyra af stjórnarsáttmálanum og enda þótt maður hafi fulla ástæðu til að óttast að haldið verði áfram með álverin er rétt að bjóða Þórunni velkomna til starfa - því að hennar bíða ærin verkefni sem ekki verða leyst nema stjórnmálamaðurinn hafi skilning og áhuga á málinu.

Ingibjörg Sólrún gaf Þórunni þá einkunn í gærkvöldi að hún væri merkisberi í umhverfismálum. Ég vona að merkið verði ekki sett niður í einhverja gjótuna á Þingvöllum í dag heldur tekið með til ríkisráðsfundarins þar sem Þórunn heldur því á lofti gagnvart stóriðju- og álverssinnum í eigin flokki og Sjálfstæðisflokknum. Við þurfum aðgerðir í umhverfismálum hvort heldur það er náttúruverndaráætlun, friðlýsing nýrra landsvæða, stækkun friðlýstra svæða, verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá, eftirfylgja með hinum nýja Vatnajökulsþjóðgarði, stefnumótun fyrir vesturhluta hálendisins eða aðgerðir í loftslagsmálum - að ógleymdu fræðslustarfi og vakningu meðal almennings. Listinn er langur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

sammála, þetta verður spennandi.

Linda, 23.5.2007 kl. 08:46

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þessi stjórnarsáttmáli er því miður vonbrigði fyrir náttúruverndarsinna. Geir H aftók með öllu að einhver stefnubreiting yrði á stóriðjustefnunni. Sorglegt, en ég vona að Þórunn geti staðið uppí hárinu á hinum ráðherrunum. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.5.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband