Ekkert stóriðjustopp

Geir Haarde hefur hamast við að sverja af sér stóriðjustopp í dag! Ingibjörg Sólrún Gísladóttir biður um að við gleymum ekki því að í stjórnarsáttmálanum séu mikilvægar yfirlýsingar um verndun Langasjávar og eflingu Vatnajökulsþjóðgarðs. Hvað er hið rétta - eða réttara sagt: Hvað er það sem ber að varast? Hefur nýja stjórnin tekið upp stefnu Framsóknarflokksins um þjóðarsátt og stóriðjustopp þegar búið verður að virkja allt sem hægt er að virkja? Gefum okkur að náttúruverndaráætlunin sem á að gera á næstu þremur árum - raunar tveimur og hálfu ef ég hef tekið rétt eftir - verði góð áætlun. En það er bara tíminn þangað til og öll þau virkjunaráform sem nú eru til staðar sem ógna náttúrunni mest af öllu. Um virkjunaráform má m.a. lesa í ársgamalli grein eftir Dofra Hermannsson, einn af hugmyndafræðingum Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Verður náttúruverndarstefna Samfylkingar í minnihluta á Alþingi? Náttúruverndaráætlunin gæti reynst haldlítil ef hún verður gerð í kapphlaupi við þá sem vilja virkja til álframleiðslu - ef þeir fara að eins og Dofri lýsir í hinni ágætu grein sinni. Ég heiti hins vegar nýja umhverfisráðherranum stuðningi við gerð náttúruverndaráætlunarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vonandi verða áhrif Þórunnar einhver, en mér finnst veganestið vafasamt á köflum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.5.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband