Rannsóknir á framhaldsskólastarfi - starf fyrir doktorsnema

http://www.starfatorg.is/kennsla_rannsoknir/nr/17485                               

Doktorsnemi óskast við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, við rannsóknarverkefni um „Starfshætti í framhaldsskólum á Íslandi“.  

Starfið er laust frá byrjun árs 2014 og er til þriggja ára.  Það er hluti af norrænum styrk frá NordForsk fyrir „Nordic Centre of Excellence:  Justice through education in the Nordic Countries“ (JustEd).

Auglýst er eftir doktorsnema til að taka þátt í rannsóknarverkefni um starfshætti í framhaldskólum á Íslandi, Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á starfshætti í framhaldsskólum og þau öfl sem móta þá – með áherslu á skipulag skóla og skólastarfs, viðhorf nemenda, kennara og stjórnenda til skólastarfsins, námsumhverfi, nám og kennslu og skuldbindingu nemenda.  

Gögnum er safnað í níu framhaldsskólum auk þess sem gögn úr eldri rannsókn á skilvirkni framhaldsskóla eru hluti rannsóknarverkefnisins. Doktorsneminn mun taka þátt í því að safna gögnum fyrir rannsóknarverkefnið í heild og mun, í samráði við leiðbeinendur, móta doktorsverkefni, bæði út frá markmiðum starfsháttarannsókninnar og markmiðum norræna öndvegissetursins (www.helsinki.fi/justed). Leiðbeinendur verða úr hópi íslensku þátttakendanna í JustEd-verkefninu.

Umsækjandi skal hafa lokið eða vera að ljúka meistaraprófi í ársbyrjun 2014. Hann þarf að geta unnið sjálfstætt og tekið virkan þátt í að móta framvindu verkefnisins í samvinnu við leiðbeinenda. Viðkomandi þarf einnig að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og eiga gott með að vinna í teymi og vera vel skrifandi bæði á íslensku og ensku.
Umsóknin skal fela í sér greinargóða útskýringu á af hverju viðkomandi hefur áhuga á að vinna þetta verkefni og hvað hann eða hún telur sig hafa fram að færa við mótun og vinnslu verkefnisins. Umsóknin skal ekki vera lengri en 3 blaðsíður. Umsókn skal fylgja: i) ferilskrá, ii) prófskírteini, iii) afrit af meistaraprófsritgerð eða annarri viðamikilli rannsóknarritgerð, iv) nöfn þriggja meðmælenda og upplýsingar um hvernig má hafa samband við þá.
Frekari upplýsingar veitir Dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Menntavísindasvið (ingo@hi.is).

Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2014 og skulu umsóknir sendar til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík, eða á netfangið starfsumsoknir@hi.is merkt HI13120051.

Umsóknir skulu merktar „Starfshættir í framhaldsskólum á Íslandi “ Í framhaldi af ákvörðun um ráðningu þarf að sækja formlega um doktorsnám í Háskóla Íslands. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
---

Doctoral position: The School of Education at the University of Iceland advertises an open position for a doctoral candidate in a research project on upper secondary school practices in Iceland.

The School of Education at the University of Iceland seeks a candidate for a doctoral position for the period of January 2014 – January 2017 to be included in the NordForsk funded Nordic Centre of Excellence ‘Justice through education in the Nordic Countries' (JustEd). The candidate must hold a Master's/second-cycle degree.

The doctoral candidate will participate in a research project on upper secondary school practices in Iceland, with a particular focus on teaching and learning as well as student engagement and initiative. The aim of the study is to provide understanding of teaching and learning practices in upper secondary schools in Iceland and the moulding forces of their evolution, including external structures, views of students, teachers and leaders, physical learning environment, teaching and learning practices and student engagement. The doctoral candidate will participate in collecting data for the research project. In cooperation with his or her advisors, the candidate will shape and carry out a doctoral research project using the data from the aforementioned study (including classroom observations, interviews, and survey data) and relate this doctoral research project to the objectives of the Nordic Center of Excellence JustEd (www.helsinki.fi/justed). The candidate's advisors will be members of the upper secondary school practices research team. 

The duties of a doctoral student are to work on his or her doctoral thesis. Research plans should relate to the objectives of JustEd and emphasize cooperation, cross-cultural and cross-border connections between the school practices in Iceland and other Nordic countries. To successfully attend to the duties of the positions, the appointee should be able to speak and write fluently in both English and Icelandic.

The deadline for application is January 6th 2014.  Applications should be sent to starfsumsoknir@hi.is marked “Upper Secondary School Practices in Iceland” with the reference nr.  HI13120051. Only applications received by this deadline are considered given that they meet the requirements.  The selected candidate will need to send a formal application for a Ph.D. studentship at the University of Iceland in due time.

For further information, please contact Dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, professor (ingo@hi.is).

The application should include a detailed description of the reasons for the applicant's interest in participating in the project and the specific means by which he or she can contribute to the project. The application should not exceed three pages. The following should be appended to the application: i) Curriculum Vitae, ii) degree certificates, iii) a copy of Master dissertation or another extensive research essay, iv) names of three referees and their contact addresses.

Salary for the position of the doctoral student will be according to the current collective wage and salary agreement between the Union of University Teachers, and the Minister of Finance. All applications will be acknowledged and applicants will be informed about the appointment when a decision has been made.

Appointments to the University of Iceland take into account the Equal Rights Project of the University of Iceland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband