Ţjóđkirkjan um tengsl kirkju og skóla

Hér er ţriđji kafli úr frćđslustefnu Ţjóđkirkjunnar. Ég sé ekki betur en Ţjóđkirkjan ćtli sér umtalsvert hlutverk. Ég spyr sérstaklega hvort„umburđarlyndi" gagnvart börnum, sem taka ekki ţátt í trúarlegum athöfnum á skólatíma, sé nóg? Ekki ćtlast kirkja, sem starfar í anda Jesú Krists, til ađ ţeim verđi fengin  „önnur verkefni" eins og ritstjóri Fréttablađsins lagđi til í forystugrein nú í vikunni? Skólastarfiđ verđur ađ vera ţannig ađ börn taki ţátt í ţví sem er á dagskrá, annađ er engu barni bođlegt. Skólarnir ţurfa ađ taka ábyrgđ á ţessu, en ekki kirkjan. Ţess vegna tel ég ađ menntamálaráđuneytiđ eigi ađ taka forystu í ţví ađ setja reglur, en ekki láta hana eftir einni kirkjustofnun sem hefur áróđurshagsmuni eđa trúbođshagsmuni. Róttćk tillaga mannréttindaráđs Reykjavíkurborgar hefur ţegar ţjónađ ţví hlutverki ađ hreyfa viđ málinu.

 

III. Kafli: Kirkja og skóli

Markmiđ: 

  • Koma skal til móts viđ kennara í kristnum frćđum svo ţeir geti betur sinnt ţví starfi sem skólinn hefur faliđ ţeim, ađ miđla ţekkingu á kristnum trúar- og menningararfi.
  • Styđja ţarf kennara viđ ađ temja börnum og ungmennum umburđarlyndi gagnvart ţeim sem hafa önnur lífsviđhorf. Koma ađ umrćđu um mótun menntastefnu ţjóđarinnar međ skýrum hćtti.

Verkefni:

  • Sóknir og stofnanir Ţjóđkirkjunnar eigi samstarf viđ leikskóla/skóla um heimsóknir og frćđslu, sálgćslu, áfallahjálp og kćrleiksţjónustu.
  • Ţjónusta í kringum hátíđir kirkjuársins
  • Frćđsla og námskeiđ fyrir kennara í kristinfrćđi
  • Gerđ ítarefnis um kristinfrćđi og trúarbragđafrćđi, t.d. um kirkjulegar athafnir
  • Frćđsla og fyrirlestrar hjá foreldrafélögum, m.a. um áföll og gildismat
  • Sjálfstyrking fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla
  • Lífsleikni fyrir framhaldsskóla ţar sem áhersla er á tilvistarspurningar.

http://kirkjan.is/stjornsysla/stefnumal/fraedslustefna


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband