Færsluflokkur: Bloggar

Nýmarxísk kennslufræði

Ágrip greinarinnar Capable of Resisting and Entitled to Lead: On the Historical Conditions of the Neo-Marxist Educational Discourse frá 1992:

This article examines the assumptions about resistance and leadership in selected literature on critical pedagogy and argues that the idea of resistance in critical pedagogy (as well as its siblings empowerment and voice) is rooted in traditional notions of Marxist vanguard politics that consider the trade-unionized White male working class as the entitled leaders of the revolutionary movement. The article records a "pre-history" of the ways that resistance and leadership were conceived before they were taken up in critical pedagogy and traces out how European traditions and practices that have influenced the production of neo-Marxist educational theory are perpetuated in North American academia. The article draws not only on written sources but on the author's knowledge of the European Marxist-Leninist movement itself. Further, the bases for central concepts in critical pedagogy, such as counter hegemony and transformative intellectuals, are examined. Then, attention is paid to aspects of leadership practices in the field of critical pedagogy. It is argued that inside Marxism there is a theory and practice of elitist leadership notions and that this practice is replicated among contemporary critical pedagogues. The article insists that this practice needs to be recognized, abandoned, and retheorized. Birt í tímaritinu Educational Policy, 6 (3. hefti), bls. 298-318. Það var sérlega gaman að rekast á ágripið á netinu því að netfangið mitt á þessum tíma var ingo@kopasker.is.


Uppeldi og menntun - 1. hefti 2011

Út er komið vorhefti tímaritsins Uppeldis og menntunar með fjölbreyttu efni. Fyrsti hluti þess er viðtal við Jón Torfa Jónasson sem tók við starfi forseta Menntavísindasviðs þegar Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands sameinuðust. Í viðtalinu lýsir Jón Torfi sjónarmiðum sínum til menntunar og spyr gagnrýninna spurninga um helstu viðfangsefni nútímans og úrlausnarefni framtíðarinnar. Sjá efnisyfirlit.

Í heftinu eru fjórar ritrýndar greinar og fimm ritdómar um sex rit úr flokkum námsefnis og rannsókna. Ritrýndu greinarnar spanna ólík viðfangsefni á sviði menntunarfræða og fjalla um orðaforða, leikskólastefnur, námskrá hönnunar og smíði og loks námsmat í grunnskólum. Þrír dómanna eru um nýjar bækur og námsefni á sviði kynjajafnréttis ætlaðar þremur ólíkum skólastigum, einn dómur er um tvær bækur um tónlistarkennslu og einn er um bók sem lýsir rannsókn um aðstæður nemenda með þroskahömlun.

Tímaritið uppfyllir núna 17 skilyrði af 18 sem tímarit eru metin eftir í stigakerfi fræðimanna í háskólunum og telst þannig standa jafnfætis mörgum erlendum tímaritum að gæðum og höfundur fær 15 stig í launakerfi háskólafólks fyrir birtingu greinar í tímaritinu. Leiðbeiningar fyrir greinarhöfunda eru á netinu, bæði á íslensku og ensku.

Hægt er að panta áskrift og einstök tölublöð hjá SRR í síma 525 5980 eða á netfangið mvs-simennt@hi.is. Nýjum áskrifendum gefst kostur á að kaupa eldri rit á afsláttarverði. Uppeldi og menntun er einnig fáanlegt í Bóksölu kennaranema, Stakkahlíð, Bóksölu stúdenta, Hringbraut og í öllum stærri bókaverslunum. Eldri árgangar tímaritsins eru nú komnir á vefinn timarit.is og yngri árgangar eru birtir á vef tímaritsins, með eins árs birtingartöf.


Ályktun um Vatnajökulsþjóðgarð

Ályktun um Vatnajökulsþjóðgarð frá Náttúruverndarsamtökum Suðurlands

"Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka  Suðurlands haldinn á Selfossi  5. maí 2011 fagnar framsýnni  Stjórnunar-  og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, sem ráðherra umhverfismála staðfesti í febrúar sl.  Mikilvægast er að nú gefst tækifæri til að hlú að framsýnum markmiðum stærsta þjóðgarðs í Evrópu, þar sem horft er til framtíðar varðandi náttúruvernd, skipulagningu göngu- og umferðarleiða gesta og móttöku ferðamanna, svo koma megi í veg fyrir frekara tjón náttúrunnar  vegna óheftrar og óskipulagðrar umferðar ökutækja og mannvirkjagerðar sem allt of víða blasir við. Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands  skorar á umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs að standa vörð um metnaðarfulla, nýstaðfesta Verndaráætlun þessa stærsta þjóðgarðs Evrópu.  Greinargerð:

Mikilvægt er að að horfa til langrar framtíðar varðandi hálendi Íslands, víðerni, mannvirkjagerð og að vélvæddri útivist verður að setja skorður, rétt göngufólks á fáförnum opnum landsvæðum skal virða. Akstur utan vega er verulegt vandamál á hálendi Íslands. Á hverju sumri koma hópar fólks á óskráðum vélhjólum og aka án hiks um viðkvæm gróðursvæði á suðurhálendinu. Uppi eru áform um að láta undan skammsýnum kröfum fámenns hóps jeppafólks um að aka megi um Vonarskarð og að þeir fái að aka leið sem þeir bjuggu til norðan Dyngjufjalla. Líklegt er að ef gefið verður eftir hvað varðar framangreindar umferðarleiðir og þær opnaðar aftur, þá muni í kjölfarið verða sótt í að gerð verði ökuleið um Þjórsárver og Arnarfellsmúla og víðar. Því er afar mikilvægt að hvergi verði bakkað frá ákvæðum Stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs um umferðarleiðir ökutækja og veiðifriðland við Snæfell og Eyjabakka.

Ég geri þá athugasemd við þessa greinargerð að ég veit ekki til þess að það séu uppi nein "áform um að láta undan" kröfum sem ég vissulega tek undir að séu skammsýnar. Það er hins vegar verið að ræða við fulltrúa fjölmennra hópa útivistarfólks um samgöngur í garðinum, og þar er ekkert sérstakt undanskilið til umræðu. Ég segi þetta af því ég hef setið fundi í stjórn þjóðgarðsins undanfarið hálft ár.

Eðlilegt að er náttúruverndarsamtök láti nú í sér heyra um þetta mál og ég tek undir sjónarmiðin sem í áætluninni birtast að öðru leyti en því að það séu uppi áform um að opna á ný einhverjar leiðir. Reyndar er rangt hjá Náttúruverndarsamtökum Suðurlands að einhvern tíma hafi verið opin leið norðan Dyngjufjalla - en það er nú kannski útúrsnúningur hjá mér að benda á það. Það var tekin ákvörðun í Stjórnunar- og verndaráætluninni að opna ekki slíka leið og engin sérstök eftirspurn var eftir henni þegar unnið var að áætluninni.

Það kunna að vera fleiri staðir sem kemur til álita að opna akstur um með ströngum skilyrðum. En vonandi koma fram markvissar tillögur frá samráðshópnum á vegum þjóðgarðsins.


Sjálfbærni í aðalnámskrám

Birt hefur verið greinin Curriculum analysis and education for sustainable development in Iceland í tímaritinu Environmental Education Research, 17(3), 375-391. Höfundar eru Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Kristín Norðdahl, Gunnhildur Óskarsdóttir, Auður Pálsdóttir og Björg Pétursdóttir. Greinin er ein af afurðum verkefnisins GETA til sjálfbærni - menntun til aðgerða á vef GETU: skrif.hi.is/geta 

Abstract The article explores how the Icelandic public school curriculum for early childhood, compulsory and upper secondary school deals with education for sustainable development. As the curriculum does not often mention the term sustainability, a key with which to investigate signs of education for sustainable development in the three curricula was created. The key encourages a holistic view of sustainable development, where economic, environmental and social factors are not treated as separate entities. It was designed to reflect the goals of the United Nations Decade of Education for Sustainable Development (2005-2014) with research on environmental education and education for sustainable development in mind. The key has seven characteristics: values, opinions and emotions about nature and environment; knowledge contributing to a sensible use of nature; welfare and public health; democracy, participation, and action competence; equality and multicultural issues; global awareness; and finally, economic development and future prospects. Using the key, a variety of signs and indicators that provide a space for teachers and schools to deal with issues of sustainable development were identified.

To link to this Article: DOI: 10.1080/13504622.2010.545872

URL: http://dx.doi.org/10.1080/13504622.2010.545872


Sjálfbærnimenntun - þekking og hugarfar

Málfundur á vegum GETU-verkefnisins sem ber yfirskriftina Þekking og hugarfar: Geta til aðgerða – Menntun til sjálfbærni verður haldinn föstudaginn 20. maí í stofu H207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Háteigsveg. Málþingið hefst klukkan 12:45 og lýkur klukkan 17:00.

Sjá nánari dagskrá.


Geta grasafræðiteikningar verið listaverk?

Ég hef fylgst með fáránlegri deilu um hvort hafi verið rétt af útgefanda bókar með teikningum Eggerts Péturssonar að krefjast þess að það að drullumalla eintak af bókinni og sýna það sem listaverk annars fólks væri brot á sæmdarrétti höfunda. Hef verið þeirrar skoðunar að útgefandi og höfundur hafi dregið óþarfa athygli að drullumölluninni og e.t.v. gert það að því "verki" (eða gjörningi - ég læt listgildið algerlega liggja milli hluta, plagar mig hvorki til né frá) sem það hlýtur að vera orðið núna.

Ég fylgdist svo höfundi "nýja verksins" í Kastljósinu í gærkvöldi kalla verk Eggerts grasafræðiteikningar og þess vegna líklega engin listaverk. Ég man til þess að ég hreifst af teikningum Eggerts á sínum en tókst aldrei að "nota" þær til að þekkja í sundur jurtir. Þetta var löngu áður en Eggert varð jafnþekktur fyrir málverk sín og hann er í dag. En skyldi Hannesi Lárussyni, sem var langt frá að vera auðmjúkur eða hógvær í Kastljósinu, hafa tekist það?


Alþjóðleg kynjafræðiráðstefna í Reykjavík

RÁÐSTEFNUKALL KALLAÐ EFTIR TILLÖGUM AÐ FYRIRLESTRUM OG MÁLSTOFUM Alþjóðleg afmælisráðstefnaRannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK)Háskóla Íslands, 4.–5. nóvember 2011 Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK) boðar til alþjóðlegrar ráðstefnu dagana 4.–5. nóvember 2011 í tilefni af 20 ára afmæli stofnunarinnar og 100 ára afmælis Háskóla Íslands. Afmælisráðstefnan er fimmta yfirlitsráðstefnan um kvenna- og kynjarannsóknir sem hefur verið haldin við Háskóla Íslands. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir skipulagði fyrstu ráðstefnuna árið 1985, en hann stóð einnig að stofnun Rannsóknastofu í kvennafræðum (nú RIKK) árið 1991. Í tilefni aldarafmælisins verða í öndvegi málstofur helgaðar því að 100 ár eru liðin síðan lög voru sett um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta og svo um framlag kvenna til stofnunar Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni verður einnig sérstök áhersla lögð á umhverfismál.  Á meðal erlendra gesta verða Joni Seager, prófessor í hnattrænum fræðum við Bentley-háskóla í Bandaríkjunum sem mun halda lykilfyrirlestur um loftslags- og umhverfismál; Cynthia Enloe, rannsóknaprófessor í alþjóðastjórnmálum við Clark-háskóla í Bandaríkjunum sem mun flytja fyrirlestur um kynjuð öryggismál; og þátttakendur í norrænu netverki um kyngervi, líkama og heilsu (e. Gender, Body, Health). Hér með er kallað eftir tillögum að málstofum og fyrirlestrum á  öllum fræða- og rannsóknasviðum.  Eftirfarandi tillögur að málstofum eru þegar komnar fram: Þáttur kvenna í stofnun Háskóla Íslands og aldarafmæli laga um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta; Umhverfi, sjálfbærni og loftslagsbreytingar; Alþjóðastjórnmál, öryggi og ófriður; Landafræði hreyfanleika og einangrunar Ísland, Evrópa og fjölmenning; Menntun og störf; Kreppa, uppgjör og uppbygging; Heilsa og  líkami. Ráðstefnan er þverfagleg og margar málstofanna verða þverfræðilegar. Athugið að velkomið er að senda inn tillögur um bæði skyld efni og önnur efni. Útdráttum skal skila ekki síðar en 15. ágúst 2011. Vinsamlega sendið útdrætti á rikk@hi.is. Sjá frekari upplýsingar á www.rikk.hi.is.  Í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar sitja: Annadís G. Rúdólfsdóttir, námsstjóri Alþjóðlegs jafnréttisskóla við Háskóla Íslands og doktor í félagssálfræði, Anna Karlsdóttir, lektor í landafræði og ferðamálafræði, Guðni Elísson, prófessor í almennri bókmenntafræði, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor í menntunarfræðum, Irma Erlingsdóttir forstöðumaður RIKK og framkvæmdastjóri EDDU - öndvegisseturs, og Kristín Björnsdóttir prófessor í hjúkrunarfræði. Hildur Fjóla Antonsdóttir (hildurfa@hi.is), verkefnisstóri hjá RIKK, stýrir undirbúningi ráðstefnunnar.  Á meðal samstarfsaðila við skipulagningu ráðstefnunnar eru Jafnréttisstofa, Kvennasögusafnið, Stofnun Sæmundar fróða, Alþjóðamálastofnun, EDDA - öndvegissetur og Alþjóðlegur jafnréttisskóli við Háskóla Íslands.   CALL FOR PAPERS AND/OR PANELS International Anniversary ConferenceCentre for Women‘s and Gender Research (RIKK)University of Iceland, 4–5 November 2011 The Centre for Women’s and Gender Research (RIKK) at the University of Iceland will host an International Conference on 4-5 November to celebrate RIKK’s 20th anniversary and the University’s centennial. RIKK’s Anniversary Conference is the fifth conference on women’s and gender research to be convened at the University of Iceland. The first conference was organized in 1985 by a group of feminist academics interested in women’s research in Iceland. They later went on to found the Center for Women’s Research (now RIKK) at the University in 1991. To mark the occasion of the University’s centennial, panels will be held dedicated to the 100th anniversary of women’s rights to higher education and to hold public offices and to women’s contribution to the founding of the University of Iceland. The conference will further include a special focus on gender and the environment. Amongst visiting scholars will be Joni Seager, professor of Global Studies at Bentley University in the United States, who will give a keynote address on gender, climate change and environmental issues; Cynthia Enloe, Research Professor at the Department of International Development, Community, and Environment and Women’s Studies at Clark University in the United States, who will give a lecture on gender and security; and participants in the Nordic Network Gender, Body and Health. Submissions for papers and/or panels from a broad range of disciplines and fields of research are welcome. Topics can include, but are not limited to: The 100th Anniversary of Women’s Rights to Higher Education and to hold Public Offices as well as Women’s Contribution to the founding of the University of Iceland; Environment, Sustainability and Climate Change; International Relations, Security and Conflict; Geography of Mobility and Isolation; Europe and Multiculturalism; Education and Employment; Crisis, Reform and Reconstruction; Health and Body. The conference is interdisciplinary and many of the panels will be interdisciplinary as well.  One page abstracts are due 15 August 2011. Please submit your abstracts to rikk@hi.is. More information will be available at www.rikk.hi.is.  Preparation Committee: Kristín Björnsdóttir, Professor of Health Sciences, Guðni Elísson, Professor of Comparative Literature, Irma Erlingsdóttir, Director of RIKK and Director of EDDA – Center of Excellence, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Professor of Educational Studies, Anna Karlsdóttir, Assistant Professor of Human Geography and Tourism Studies and Annadís G. Rúdólfsdóttir, Studies Director for the Gender Equality Studies and Training Programme and Doctor of Social Psychology. Hildur Fjóla Antonsdóttir, Project Manager at RIKK, is in charge of the conference management.   The conference is hosted in collaboration with The Center for Equality, Women's History Archives, Institute of International Affairs, Institute for Sustainable Development, EDDA – Center of Excellence and the GEST – Gender Equality Studies and Training Programme at the University of Iceland. 

Faglegar mannaráðningar og kynjagleraugu

Nú eru nokkrir dagar liðnir síðan Kærunefnd jafnréttismála birti úrskurð sinn þar sem fram kom að forsætisráðuneytið hefði brotið lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla frá árinu 2008. Mikið hefur málið verið rökrætt og mannauðsráðgjafi forsætisráðuneytisins jafnvel haldið því fram að þau skilaboð felist í úrskurði Kærunefndar að það "eigi ekki að vinna faglega að undirbúningi ráðninga hjá hinu opinbera" (sjá frétt Morgunblaðsins og greinargerð mannauðsráðgjafans) á http://www.mbl.is/media/02/2802.pdf). - Það er svo sem alveg óhætt að nefna nafn mannauðsráðgjafans; hún heitir Arndís Ósk Jónsdóttir.-

Það er mikil reginfirra hjá Arndísi að slík skilaboð felist í úrskurðinum, rétt eins og við lestur gagna málsins, þ.m.t. úrskurðar Kærunefndar, má líka sjá að "faglega" hefur verið staðið að þessu hjá henni; Arndís, ráðuneytisstjórinn og aðrir ætluðu að vanda sig. Hvort var búið að ákveða að sá sem var ráðinn fengi starfið er ekki augljóst þótt ég hafi séð ýjað að því (sjá frétt Morgunblaðins þar sem vísað er til orða Ólafs Þórs Gunnarssonar varaþingmanns vinstri grænna, og minnir reyndar endilega að ég hafi séð hið sama í fréttaskýringu blaðamanns Moggans en finn ekki núna á Netinu). Mér dettur ekki einu sinni í hug að Arndís hafi verið þátttakandi í því.

Miklu augljósara er af greinargerð mannauðsráðgjafans, út frá algerri þögn um kyn í þeirri greinargerð, að hún og ráðuneytið "gleymdu" lögunum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Það er ekki smekksatriði hvort kyn er meginbreyta við ráðningar heldur lagaskylda. Það hefur bersýnilega ekki verið farið yfir gögnin í ráðningarferlinu út frá því hvort einhver af konunum sem sótti um yrði kannski metin hæfari eða jafnhæf ef til kasta úrskurðarnefndar kæmi. Eða var haldið að það væri nóg að Anna Kristín væri númer 5 í því mati til að svo einfaldlega yrði hægt að ganga fram hjá henni? 

Ég sé ekki betur en að lærdómurinn af þessu máli hljóti vera sá að kynjagleraugu sé meðal faglegra tækja og vinnubrögð við ráðningar, án kynjagleraugna, sé ófullnægjandi, faglega séð. En ella beiti forsætisráðherra sér fyrir breytingu á löggjöfinni. Ef notkun kynjagleraugnanna fjölgar ráðningum kvenna í störf þar sem karlar eru í meirihluta er það vegna þess að þau þarf meðal faglegra tóla og tækja; ef þau breyta engu í því efni, þá skaða þau heldur ekki önnur fagleg tól og tæki - en lagaskyldum hefur verið fylgt.

[Fann frétt um strákaplottið á Eyjunni sem Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra mótmælir annars staðar en bendir á að sá sem var ráðinn sé vissulega ágætur samstarfsmaður. Meint "strákaplott" er reyndar þekkt úr kynjafræðilegum rannsóknum og engin ástæða til að gera lítið úr slíkum möguleika. Ekki einu sinni víst að það sé meðvitað ferli í mörgum tilvikum - og þar af leiðandi ekki plott. En það má samt ekki breyta aðalatriðum málsins í deilur um hvort Hrannar hafi skipt sér með einhverjum óeðlilegum hætti af þessu ráðningarferli heldur vil ég að þeir sem standa að ráðningum noti kynjagleraugun eins og lögskylt er.]


Mengun í Eyjafirði

Og hvað á maður svo sem að segja nú þegar kemur í ljós að verksmiðjan mengar og mengar og eftirlit af hennar eigin hálfu og hins opinbera er í molum? Jú, rifja upp grín frá því í september 2007 þegar ég var talinn úrtölumaður að gera grín að orðfærinu um verksmiðjuna:

"Ál-aflþynnuverksmiðjunni á Akureyri hefur verið sunginn hár lofsöngur undanfarið. Framleiðslan er "sérhæfð hátækni sem losar ekki gróðurhúsalofttegundir en skapar um 90 ný gæðastörf. Hráefnið er valsað og afar hreint hágæðaál ... rafhúðað í sérhönnuðum vélasamstæðum". Og ekki nóg með það heldur er afurðin, aflþynnur, líklega notuð í "háspenntari þétta með mikinn áreiðanleika ..." sem vaxandi eftirspurn er eftir. Það vill svo vel til að Becromal, fyrirtækið sem reisir verksmiðjuna, er leiðandi við að búa til aflþynnur í einmitt slíka þétta (Vikudagur, 16. ágúst sl.). Gott að þetta eru ekki neinir ómerkingar, þessir hálf-eyfirsku þéttar, og ánægjulegt að um er ræða að ræða gæðastörf.

Þá er okkur er lofað að þessi 75 MW muni ekki leiða af sér nýjar virkjanir og þá auðvitað hvorki með eða án náttúruspjalla enda þótt rafmagnið samsvari 10% aukningu í eigin raforkuframleiðslu Landsvirkjunar frá síðasta ári (sama heimild). En þarf þá ekki einhvers staðar að virkja vegna almennrar aukningar? Og einhvern veginn hefur mér fundist loforðið um að verksmiðjan losi ekki gróðurhúsalofttegundir jafngildi því að hún mengi ekki, en ég hef ekki séð mikið um slíkt í fjölmiðlum. Vonandi kemur það þó allt fyrir augu almennings í mati á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar þannig að auðvelt sé að bera starfsemina saman við hverja aðra starfsemi hvað það varðar." Sjá: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson/entry/304876/

Það kemur sem sé í ljós að þetta er bara miklu verra en mér datt í hug að sjá fyrir. Ég var ekki nógu mikill úrtölumaður, ég var enginn úrtölumaður. Ég sneri bara út úr.

Mengun er fleira en gróðurhúsalofttegundir. Og hvað með allt þetta eftirlit - nú skilst mér að ekki hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum og almenningi því ekki gefinn kostur á gagnrýni.

Hvað með aðra eftirlitsskylda starfsemi? Eða er þetta bara af því að það eru Ítalir og Eyþór Arnalds sem eiga þetta sem eftirlitið brást?

 


Raddir barna - skóli án aðgreiningar

Dagskrá ráðstefnu í húsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð fimmtudaginn 31. mars 2011 - gengið inn frá Háteigsvegi

13:30-13:40 Setning.   Ávarp - Oddný Sturludóttir, formaður Menntaráðs Reykjavíkurborgar
13:40-14:05 Raddir barna af barnafundi. Kynning á rannsókn – Ragnheiður Axelsdóttir M.Ed. Sérkennari
14:05-14:10 Innslag.  Viðtal við grunnskólabörn
14:10-14:30 Að virða börn. Um réttindi barna. Dr. Gunnar Finnbogason, prófessor við Menntavísindasvið
14:30- 15.00 Kaffi
15:00-15:20 Rödd unglinga – hvernig á skólinn að vera. Fyrstu niðurstöður úr spurningakönnun meðal unglinga í 20 grunnskólum. Dr. Amalía Björnsdóttir, dósent við Menntavísindasvið
15:20-15:40 Hrannar Halldórsson Bachmann 15 ára
15:40-15:45 Innslag. Viðtal við unglinga í framhaldsskóla
15:45-15:55 „Leikskólagangan af sjónarhóli barna“. Dr. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið
15:55-16:00 Innslag. Viðtal við leikskólabörn
16:00-16:15 Ráðstefnulok, Dr. phil. Dóra S. Bjarnason, prófessor við Menntavísindasvið og forstöðumaður Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar

Ráðstefnan er styrkt af Menntavísindasviði HÍ, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Kvikmyndaskóla Íslands.

Sjá meira: http://www.hi.is/vidburdir/hlustid_a_okkur_radstefna_rannsoknarstofu_um_skola_an_adgreiningar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband