Færsluflokkur: Bloggar

Aumur málstaður

Ég legg til að trúfélög sem mismuna fólki út frá kynhneigð, t.d. með því að neita að gefa saman í hjónaband lesbíu- eða hommapör, og fara þannig ekki að landslögum verði svipt sóknargjaldi úr ríkissjóði, ásamt öllum öðrum réttindum sem trúfélög. Mér finnst að þau þurfi eins og önnur félög í landinu að fara eftir lögum. Eftir sem áður gætu þessi félög haft rétt til að starfa sem frjáls félagasamtök – ég vil, almennt séð, félagafrelsi – og ef þau vilja leggja sig niður við að berjast fyrir því að samkynhneigð sé skilgreind sem synd, þá bara leggja þau sig niður við það. Það er ekki svo langt síðan að samkynhneigð var skilgreind sem glæpur og dæmt í fangelsi fyrir hana – hér á landi. En mér finnst það aðeins skárri veröld og vonandi miklu betri fyrir samkynhneigt fólk þegar hætt var hugsa þannig. Og eitt af því sem er óþolandi að félög sem starfa með opinberum styrk geti verið með hatursáróður gegn hópi fólks sem hefur átt undir högg að sækja.

Já, gætu þá þau félög sem vildu berjast fyrir auma málstað að samkynhneigð sé synd, gert það. Þau munu þó ekki geta gert það óáreitt, ætli sé ekki þökk málfrelsinu til að skamma þau. En það er samt þannig að skerðing á rétti til hatursáróðurs, sérstaklega gagnvart minnihlutahópum og hópum sem eiga undir högg að sækja, er viðleitni til að verja málfrelsið.

Er ég með þessu að gera homma og lesbíur að fórnarlömbum hatursáróðurs trúfélaga sem kalla sig kristin? Ég hef verið að lesa fréttir um að samkynhneigð ungmenni séu í 25 sinnum meiri hættu á að fyrirfara sér en aðrir á sama aldri. Skyldu slíkar tölur vera í einhverju samhengi við hatursáróður og fjas um samkynhneigð sé synd? Félaga sem boða boðskap sem er ekkert í líkingu við þá kristni sem ég ólst upp við eða þá kristni sem flest kristin trúfélög boða nú á 2. áratug 21. aldar. Því að kristin þjóðkirkja boðaði aldrei fjandskap gagnvart hommum eða lesbíum, þótt hún hún væri lengi að því að viðurkenna jafnrétti; hún var bara ekkert ein um það í samfélaginu.


Sjálfbærnimenntun sem þungamiðja skólastarfs

Útdráttur: Meginhugtök sjálfbærrar þróunar verða útskýrð og farið yfir opinbera stefnu um menntun til sjálfbærrar þróunar, meðal annars sagt frá áratug Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærrar þróunar. Í síðari hluta fyrirlesturs verður menntun til sjálfbærrar þróunar rædd sem námskrárfræðilegt viðfangsefni — hvaða forsendur eru fyrir því að skapa samfellu sjálfbærrar þróunar og skólaþróunar með námsfléttun (e. infusion) og hvernig sjálfbær þróun tengist starfsþróun kennara sem einn af hæfniþáttum OECD. Í því sambandi verður sagt frá greiningu Rannsóknarhópsins GETU á námskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla á Íslandi og greiningarlykli sem rannsóknarhópurinn þróaði.

 

Title and abstract in English: What is involved in education for sustainable development and how can it become the core of education in schools? Chief concepts of education for sustainable development (ESD) were described and official policy explained, including the United Nations‘ Decade of education for sustainable development, was explained.The lecture focused on a discussion of ESD as a curriculum development: how ESD could be infused into the curriculum and how ESD can be connected with OECD‘s notions of key competences. Further, there was an explanation of the curriculum analysis key developed by the research team GETA as well as the results of an analysis of the early childhood, compulsory, and secondary school curricula in Iceland.

 

(Þetta var fyrirlestur Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, á ráðstefnu skólaþróunarsviðs HA Að kunna að taka í þann strenginn sem við á. Fagmennska og starfsþróun kennara, Akureyri, 18. apríl 2009. Fyrirlesturinn nefndist. Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?) http://www.ismennt.is/not/ingo/Sjalftung.htm


10 ára afmæli Netlu og 70 ára afmæli Ólafs J. Proppé

Í vefritinu Netlu birtist í dag greinin "Grunnþættir menntunar í aðalnámskrá og fagmennska kennara. Hugleiðing til heiðurs Ólafi J. Proppé" - í tilefni af sjötugsafmæli hans.

 

Í greininni er fjallað um hvaða áhrif má ætla að hugmyndir um svokallaða grunnþætti menntunar í aðalnámskrá fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, sem kom út árið 2011, hafi á hlutverk kennara og fagmennsku þeirra. Lagt er út af grein sem Ólafur J. Proppé skrifaði árið 1992 um fagmennsku kennara og skólastarf. Því er haldið fram að flestir þeir þræðir sem Ólafur vefur í greininni birtist í grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár. Á báðum stöðum er horft til samtímans sem framtíðarinnar, inn í skólann og út fyrir veggi hans til samfélagsins. Lögð er áhersla á að hlutverk kennara sé að taka frumkvæði að breytingum á skólastarfi sem stuðli að því að nemendur verði virkir þátttakendur. Ekkert af þessu er mögulegt án þeirrar fag-mennsku og faglegrar ábyrgðar kennara á starfi skólanna sem Ólafur hvatti svo mjög til í sinni grein.

 

In English the article‘s name is „Basic ideals of education and teacher professionalism: Some thoughts in the honor of Ólafur J. Proppé“. Abstract: This article lays out how the socalled basic ideals of education, as defined in the 2011 national curriculum for early childhood, compulsory, and upper secondary schools in Iceland, may have on the role and professionalism of teachers. The discussion is framed around an article Ólafur J. Proppé wrote in 1992 on teacher professionalism and schools. It is argued that most of the threads woven by Ólafur in that article are apparent in the basic ideals of the new curriculum. Both focus on the present as well as the future; both look at school activity as well as the relationship between schools and community. Emphasis is placed on the role of teachers to work towards social change and prepare students for an active participation. None of this is possible without the professionalism and professional responsibility that Ólafur in his article encourages so much.

Greinina má lesa hér


Hetjur nútímans

Ný grein: Hetjur nútímans: Orðræða prentmiðla um afreksíþróttafólk

Höfundar: Guðmundur Sæmundsson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Birtingarvettvangur: Íslenska þjóðfélagið, 2. árg., 1. hefti, bls. 91-117
Vefslóð: http://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/32

Ágrip á íslensku og ensku

Íþróttir eru aðaláhugamál verulegs hluta íslensku þjóðarinnar, a.m.k. ef marka má umfjöllun um þær í fjölmiðlum. Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar hefur íslenskt íþróttafólk staðið sig vel á stórmótum erlendis og jafnvel unnið til verðlauna. Í greininni er fjallað um niðurstöður greiningar á umfjöllun prentmiðla sl. sextíu ár um íslenskt afreksíþróttafólk. Markmið greiningarinnar var að komast að því hvað sé sameiginlegt í þessari orðræðu, hvernig orðræða prentmiðlanna hefur þróast og hvort hún sé breytileg eftir hópum íþróttafólks. Notað var verklag sem kallast orðræðugreining. Tvennt skar sig úr í niðurstöðum greiningarinnar: Annars vegar er það þjóðernið og það þjóðernisstolt sem fylgir því að eiga fulltrúa á alþjóðavettvangi afreksíþróttanna. Hins vegar er það hetjuskapurinn og afreksmennskan sem íþróttafréttafólki er mjög tíðrætt um. Aðrar athyglisverðar niðurstöður eru að orðræðan um einstakar íþróttagreinar virðist mjög svipuð að innihaldi þótt magnið sé misjafnt. Ákveðin þróun virðist vera í orðræðunni á því sextíu ára tímabili sem hún tekur til þannig að hún verði ýktari og stóryrtari. Einnig sýnir rannsóknin fram á að valdið í íþróttaorðræðunni er samspil fjölmiðla, íþróttaheimsins og samfélagsins.

Sports constitute the main interest of a significant percentage of the Icelandic nation, when assessed on the basis of media coverage. In spite of the nation´s small population, Icelandic athletes have been successful at major sports events abroad and have even brought medals and trophies home. The article deals with the conclusions of an analysis of printed media coverage relating to elite Icelandic athletes. The aim of the analysis is to discover which elements are shared in this coverage, how it has developed in the print media and whether it varies from one group of athletes to another. The research method was based on so-called discourse analysis. Two aspects were conspicuous: On the one hand, there is the concept of nationality and national pride attached to having a representative among the elite group of international athletes. On the other hand, sports reporters tend to focus on heroism and achievement. Other conclusions include that coverage relating to individual sports appears to contain similar elements, although it varies in amount of coverage. Developments during the 60 year period under investigation show coverage becoming more exaggerated and hyperbolical. This research also shows that the coverage is controlled by an interaction between the media, the world of athletics and society in general.


Ofurráðuneyti

Enn eitt ofurráðuneytið? Fyrst komu velferðar- og innanríkis-, nú munu ekki bara landbúnaðarmál vera innlimuð í sjávarútvegsráðuneyti heldur og iðnaður, viðskipti, ferðaþjónusta ... og svo heyrði ég nýsköpun kastað þarna inn líka!

Uppeldi og menntun var að koma út

Tímaritið Uppeldi og menntun var að koma út með sex ritrýndum greinum og þremur ritdómum um tvær bækur. Tímaritið fæst í bókaverslunum. En eldri hefti eru á Tímarit.is.


Drengir í skóla, skýrsla Reykjavíkurborgar

Málþing um skýrslu starfshóps um námsárangur drengja
9. desember kl. 14-16 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu H-201 (2. hæð í nýbyggingunni Hamri)

Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun (RannKyn) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðar til málþings um Skýrslu starfshóps um námsárangur drengja.

Dagskrá

Kynning höfunda á skýrslunni og viðbrögð Reykjavíkurborgar:

Óttar Proppé borgarfulltrúi, í starfshópnum
Nanna Christiansen verkefnisstjóri, í starfshópnum
Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi, formaður Skóla- og frístundaráðs.

Viðbrögð frá Menntavísindasviði og RannKyn

Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti Kennaradeildar
Freyja Birgisdóttir, lektor í sálfræði á Menntavísindasviði
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, í stjórn RannKyn
Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, í stjórn RannKyn

Umræður með þátttöku frummælenda og aðila úr sal

Málþingið er einkum ætlað áhugasömum kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum og kennurum Menntavísindasviðs, en er öllum opið. 

Skýrsluna má finna hér: http://reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/menntasvid/skjol/Starfsh_pur_um_n_msvanda_drengja_2011.pdf. Nánari upplýsingar má fá hjá Guðnýju Guðbjörnsdóttur (gg@hi.is). Vefsvæði Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun (RannKyn) er: http://stofnanir.hi.is/rannkyn/


Verðlaun fyrir líffræðilega fjölbreytni

Náttúru- og umhverfisverðlaun  Norðurlandaráðs árið 2012 verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur með góðu fordæmi og á árangursríkan hátt unnið að því að efla líffræðilega fjölbreytni í nærumhverfi sínu eða á alþjóðavettvangi og/eða aukið þekkingu almennings á þessu sviði.

Hver sem er má tilnefna: http://www.norden.org/is/nordurlandarad/verdlaun-nordurlandarads/natturu-og-umhverfisverdlaunin/nomineringsformular

Dómnefndir fara yfir tilnefningarnar í nokkrum þrepum, fyrst geta dómnefndir hvers lands fyrir sig bætt við tilnefningum. Næst munu dómnefndir landanna, hver um sig, ákveða um tvo aðila sem komast í úrslit. Þá eru greidd atkvæði á sameiginlegum fundi þar sem fulltrúar hvers lands mega ekki greiða tilnefndum aðilum frá eigin landi atkvæði. Fái enginn hreinan meirihluta í þeirri umferð eru greidd atkvæði á milli þeirra þriggja sem flest atkvæði fá og loks á milli tveggja.


Ofstækið og Brynjar Níelsson

Ég ætti að vera hættur að verða hissa á því sem Brynjar Níelsson segir. Núna segir hann að samtök sem vilja afhjúpa hverjir kaupa vændi séu "ofstækissamtök". Það getur vel verið - en fyrir mér eru fáir ofstækisfyllri en þeir sem vilja koma í veg fyrir að við fáum að vita hvaða glæpamenn hafa verið dæmdir fyrir að kaupa vændi. Mér finnst sú andstaða vera ofstæki, ef ofstæki er á annað borð til.

Persónulega vona ég að listinn, sem Stóra systir afhenti lögreglunni, leki út - en gæti vel trúað því að Stóra systir passaði vel upp á hann til að halda sér örugglega innan ramma laganna.

Annars minnir mig að hafa lesið fyrir mörgum árum að norskir femínistar hafi málað á bíla vændiskaupenda í Ósló og það hafi orðið meiri refsing en dómstóll sem ákveður að afhjúpa glæpinn getur nokkru sinni úthlutað glæpamönnunum.


mbl.is Líkir Stóru systur við ofstækissamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þræðir og fléttur

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK) boðar til alþjóðlegrar ráðstefnu í tilefni af 20 ára afmæli stofnunarinnar og 100 ára afmælis Háskóla Íslands. Ráðstefnan fer fram dagana 4.–5. nóvember 2011 við Háskóla Íslands og er haldin í framhaldi af alþjóðlegu ráðstefnunni „Líkamar í krísu“ sem fer fram dagana 2.-4. nóvember við Háskóla Íslands.

Alþjóðleg ráðstefna RIKK er fimmta stóra ráðstefnan um kvenna- og kynjarannsóknir sem hefur verið haldin við Háskóla Íslands. Dagskrá ráðstefnunnar er sérlega metnaðarfull og von er á fjölda erlendra fyrirlesara. Sjá dagskrá hér (.pdf).

Ráðstefnan í ár skiptist í 20 málstofur með þátttöku fræðimanna af ólíkum fræðasviðum. Rétt er að vekja athygli á sérstakri öndvegismálstofu í tilefni af framlagi kvenna að stofnun Háskóla Íslands og aldarafmæli laga um rétt kvenna til embættisnáms, en þar verður reynt verður að svara spurningunni: Hverju hefur menntun kvenna skilað? Málstofan er haldin í samstarfi við Kvennasögusafnið og Jafnréttisstofu.

Lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni eru:

  • Cynthia Enloe, stjórnmálafræðingur og prófessor við Clark-háskóla í Bandaríkjunum: The Strauss-Kahn Affair: The Cultures and Structures of Masculinity
    Enloe er heimsþekkt fyrir femíníska greiningu sína á hervæðingu, stríðum, stjórnmálum og hnattvæðingu efnahagskerfa og hefur stundað rannsóknir í Írak, Afganistan, Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan, Filippseyjum, Kanada, Chile og Tyrklandi.
  • Joni Seager, prófessor í hnattrænum fræðum við Bentley-háskóla í Boston: Death by Degrees: Making Feminist Sense of the 2° Climate Change Target. Seager stundar femínískar rannsóknir á sviði landfræði, alþjóða- og umhverfismála. Hún er afkastamikil fræðikona og hefur birt fjölda greina og bóka. Meðal bóka hennar er The Penguin Atlas of Women in the World sem hefur fengið mjög góða dóma og unnið til verðlauna. Hún hefur einnig starfað sem ráðgjafi hjá Sameinuðu þjóðunum og unnið þar að verkefnum er varða umhverfismál og stefnumótun í vatnsmálum.
  • Beverly Skeggs, prófessor í félagsfræði við Goldsmiths, London-háskóla:Rethinking Respectability: the moral economy of person value? Skeggs er höfundur bókanna Formations of Class and Gender: Becoming Respectable, Class, Self, Culture og Feminism after Bourdieu. Hún hefur fært rök fyrir mikilvægi stéttar í mótun kynjaðra sjálfsmynda og því gildi sem einstaklingum er gefið í samtímamenningu.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við umhverfisráðuneytið, EDDU – öndvegissetur við Háskóla Íslands, Jafnréttisstofu, Kvennasögusafnið, Stofnun Sæmundar fróða, Alþjóðamálastofnun og Alþjóðlegan jafnréttisskóla við Háskóla Íslands.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband