Málstofur um rannsóknir á framhaldsskólastarfi

Námsbraut um kennslu í framhaldskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs boða til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar verða í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu K207 kl. 16:20–17:05 á miðvikudögum í febrúar og mars 2011.


Næstu málstofur:

29. febrúar 2012 fellur niður fyrirlestur Gests Guðmundssonar

7. mars 2012: Þorlákur Axel Jónsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Hvað einkennir nýnema sem bæta sig í upphafi framhaldsskólagöngu?

Lýsing: Kynntar verða niðurstöður spurningakönnunar sem gerð var í tveimur framhaldsskólum á því hvað einkennir þá nýnema sem bæta námsárangur sinn í upphafi skólagöngunnar. Spurningalisti var lagður fyrir 145 nemendur sem flestir voru 16 ára. Könnunin er af ætt skilvirknirannsókna. Spurt var ma. um bakgrunn nemenda, námsáhuga, tengsl við mikilvæga fullorðna í umhverfi þeirra og framtíðarsýn. Rætt verður um hvaða lærdóm skólafólk megi draga af niðurstöðunum um þá kennslufræði sem geti haft áhrif á þá þætti sem virðast segja til um það hvort nýnemar bæta námsárangur sinn. Einnig hvort sjónarhorn „umbótaverkfræði“ sé vænlegur grunnur frekari rannsókna.

21. mars 2012: Þórunn Blöndal, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Um rannsóknir á íslenskukennslu í framhaldsskólum

Lýsing: Athugunin sem hér er greint frá er unnin út frá spurningunum: Hvaða þættir íslenskukennslu í framhaldsskólum hafa verið rannsakaðir? Hvaða þáttum kennslunnar hefur lítill gaumur verið gefinn? Hvaða þróunarverkefni hafa verið unnin í tengslum við íslenskukennslu á skólastiginu? Hafa niðurstöður rannsókna og þróunarstarfs haft áhrif á íslenskukennslu í framhaldsskólum? Til að svara spurningunum er leitað fanga í háskólaritgerðum, greinaskrifum og skýrslum um niðurstöður þróunarstarfs auk þess sem lagt er út af nýlegri skýrslu, Úttekt á íslenskukennslu í framhaldsskólum, sem unnin var fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið á síðasta ári.

28. mars 2012: Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Heilsueflandi framhaldsskólar – líkamsástand og fæðuval 16 ára unglinga

Lýsing: Undir stjórn Lýðheilsustöðvar/Landlæknis hefur verið innleitt verkefnið Heilsueflandi framhaldsskólar í flestum framhaldsskólum landsins. Hér verða kynntar helstu niðurstöður sem snúa að mælingum á líkamsástandi og fæðuvali við upphaf verkefnisins í einum íhlutunarskóla og samanburðarskóla, en rannsóknarhópurinn er annars vegar að meta verkefnið sem slíkt og hins vegar að safna upplýsingum um heilsuhegðun unglinga og þeim breytingum sem verða á aldursbilinu 16–20 ára.

Haustið 2011 voru fluttir nokkrir fyrirlestrar í sömu röð af málstofum. Upptökur frá fjórum þeirra eru nú aðgengilegar á slóðinni: http://www.hi.is/menntavisindasvid/upptokur_fra_radstefnum_og_fyrirlestr.... Þar verða jafnframt birtar upptökur af völdum fyrirlestrum úr þessari málstofuröð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband