Tvítugt tímarit

Í tilefni af 20 ára afmæli tímaritsins Uppeldis og menntunar þann 26. nóvember nk. er boðið til stuttrar dagskrár í húsakynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þann dag og hefst dagskráin kl. 17.00. Þegar dagskránni er lokið er gestum boðið í afmælisköku. Heiðursgestur er Jónas Pálsson, fyrrverandi rektor Kennaraháskóla Íslands, en fyrsta hefti tímaritsins var á sínum tíma afmælisrit honum til heiðurs á sjötugsafmæli hans þann 26. nóvember 1992.

Dagskrá:

Opnun Ingólfur Ásgeir Jóhannesson ritstjóri Uppeldis og menntunar

Ávarp Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Ávarp Ragnhildur Bjarnadóttir fyrsti ritstjóri Uppeldis og menntunar

Heiðursgesturinn ávarpaður Börkur Hansen prófessor

Fyrsta eintak nýjasta heftis tímaritsins afhent heiðursgestinum Ritnefnd Uppeldis og menntunar

Heiðursgesturinn ávarpar samkomuna

Að dagskrá lokinni er boðið í afmælisköku í Fjöru – til kl. 18:30

http://www.hi.is/vidburdir/uppeldi_og_menntun_20_ara


Hvernig verður jafnrétti allra best tryggt?

Föstudaginn 23. nóvember flytur Þorgerður Þorvaldsdóttir, nýdoktor hjá EDDU – öndvegissetri við HÍ og ReykjavíkurAkademíunni, fyrirlestur sem byggir á niðurstöðum doktorsritgerðar hennar sem hún varði í júní síðastliðinn við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið „Hvernig verður jafnrétti allra best tryggt?“ og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12.00-13.00.

Í erindinu verður fjallað um hvernig áherslur í jafnréttisstarfi hafa verið að breytast frá því að horfa á kynjajafnrétti í einangrun og yfir í það að sinna einnig jafnrétti ýmissa minnihlutahópa og „margþættri mismunun“. Togstreita hefur einkennt umræðuna um útvíkkun jafnréttisstarfs. Femínískar kenningar um „samtvinnun“ (e. intersectionality), verða því kynntar til sögunnar sem aðferðafræði til þess að skoða hvernig kyngervi samtvinnast við aðrar samfélagsbreytur. Niðurstaðan er skýr. Kynjajafnrétti verður ekki að fullu náð nema einnig sé tekið á misrétti sem byggist á stétt, kynþætti, þjóðerni, kynhneigð, aldri, fötlun, o.s.frv. Áskorunin sem nú blasir við felst í því að finna lagalegan og stofnanalegan farveg til þess að sinna „jafnrétti allra“, án þess að missa sjónar á kynjajafnrétti.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

http://www.hi.is/vidburdir/hvernig_verdur_jafnretti_allra_best_tryggt


Frambjóðendur VG í Reykjavík á morgun, laugardag 17. nóvember

Fundur með frambjóðendum í forvali VG í Reykjavík verður haldinn á morgun, laugardaginn 17. nóvember klukkan 14.00 að Vesturgötu 7. Tólf hafa boðið sig fram til þátttöku í forvalinu.  

Fyrirkomulag fundarins verður á þann hátt að  fundargestum verður skipt upp á jafn mörg borð og frambjóðendur eru. Frambjóðendur munu svo færa sig milli borða og svara fyrirspurnum fundargesta. Með þessu fyrirkomulagi er vonast eftir því að skapa skemmtilega stemmningu og að frambjóðendur geti náð betur til fundargesta og rætt við þá á persónulegum nótum. Boðið verður upp á kaffi og bakkelsi.

Félgasmenn VGR eru hvattir til að mæta og kynna sér frambjóðendur en forvalið fer fram laugardaginn 24. nóvember milli 10 og 18 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Kynningarrit um frambjóðendur er komið í dreifingu en hægt er að nálgast það hér.

Er hægt að bjóða kynjakerfinu birginn?

Ágrip greinar Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur og Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar í Netlu, birt 16. október 2012:

Í greininni er fjallað um birtingarmyndir kynjakerfisins í reynslu kvenna af námi og störfum í húsasmíði og tölvunarfræði. Tekin voru viðtöl við átta konur í greinunum tveimur. Allar höfðu þær lokið námi á síðastliðnum sex árum áður en viðtölin voru tekin. Húsasmiðirnir höfðu stundað nám í þremur framhaldsskólum og tölvunarfræðingarnir í þremur háskólum á ólíkum stöðum á landinu. Í greininni er leitast við að svara því hvort kynjakerfið í formi útilokunar, aðgreiningar og undirskipunar kvenna komi fram í reynslu þeirra, hvaða teikn séu skýrust og hvort kynjakerfið leiti nýrra leiða til að halda jafnvægi þegar tilraunir eru gerðar til að vinna í trássi við það.

Meginniðurstaðan er sú að þótt einstaka konum takist að bjóða kynjakerfinu birginn dugi það skammt þar sem birtingarmyndir kynjakerfisins eru ekki persónuleg sérviska heldur kerfislægt fyrirbæri. Margt af þessu var ekki augljóst fyrr en skyggnst var undir yfirborðið og hlustað á raddir kvennanna. Þá kom í ljós að ýmsir þættir kynbundinnar menningar í reynslu þeirra eru mjög lúmskir og í flóknu samspili við launavinnu, heimili, kynverund, ofbeldi og þátt ríkisins. Þær niðurstöður eru í samræmi við kynjakerfiskenningu breska félagsfræðingsins Sylvia Walby.

Can the patriarchal system be challenged? The experience of eight women as carpenters and computer scientists.

Abstract: The article deals with how the patriarchal system of power appears in the experience of women in two types of jobs, the building industry and computer science. Eight women in the two types of jobs were interviewed. The carpenters had studied their vocation in three different secondary schools and the computer scientists in three different universities across the country. The inquiry focused on if and how the patriarchal system in the forms of exclusion, segregation or subordination tends to seek equilibrium when there are attempts to break it down.

The main finding is that even though individual women can challenge the system it keeps on because it is not based on personal eccentricities. Many of the findings did not become apparent until the researchers looked under the surface and listened to the voices of the women. This revealed that many elements of gendered culture and experiences are hidden and in a complex relationship with different layers of everyday life. These findings are in line with Sylvia Walby’s theory of the patriarchal system.

By Katrín Björg Ríkarðsdóttir & Ingólfur Ásgeir Jóhannesson


Ríkisstjórnin leitar lausna

Ég tek undir með Guðbjarti: Ríkisstjórnin hefur leitað lausna á erfiðum málum með hagsmuni almennings í huga og í ríkisrekstri hefur verið náð jöfnuði. Það er ekki að kostnaðarlausu og við erum ekki laus við erfiðleikana - en dettur einhverjum í alvöru í hug að það væri vit í því að kjósa aftur Sjálfstæðisflokkinn til valda
mbl.is Tekur ekki þátt í umræðu um „úrræðaleysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinna opinberra háskóla á Íslandi - frétt af heimasíðu HÍ

Fastráðinn kennari við einn af opinberu háskólunum fjórum getur nú uppfyllt kennsluskyldu sína við aðra háskóla en þann sem hann er ráðinn til samkvæmt samkomulagi sem skólarnir undirrituðu á dögunum.

Tilgangur samningsins er að nýta betur mannauð opinberu háskólanna á sviði kennslu og að efla samstarf þeirra á milli. Þá er samningnum ætlað að fjölga og viðhalda störfum á sérhæfðum fræðasviðum. Þeir háskólar sem eru aðilar að samningnum eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli - Háskólinn á Hólum.

Samstarf opinberu háskólanna hófst að frumkvæði ráðherra mennta- og menningarmála sumarið 2010. Það miðar að eflingu íslenskra háskóla, aukinni hagkvæmni og því að halda uppi háskólastarfsemi úti um landið. Rektorar háskólanna fjögurra sitja ásamt fleirum í sjö manna verkefnisstjórn sem leiðir verkefnið.

Samstarfið hefur þegar borið ríkulegan ávöxt. Má nefna að gerður hefur verið samningur á milli skólanna um gagnkvæman aðgang nemenda að námskeiðum og þá hafa skólarnir fjórir tekið upp sama upplýsingakerfi, svokallaða Uglu, fyrir skráningu nemenda og samskipti nemenda og kennara.http://www.hi.is/frettir/haskolar_samnyta_krafta_kennara


Raddir vorsins þagna - í 50 ár

Miðvikudaginn 17. október 2012 heldur Joni Seager, prófessor í hnattrænum fræðum við Bentley-háskóla, erindi sem ber heitið „Fimmtíu ár frá útgáfu bókarinnar „Raddir vorsins þagna“ eftir Rachel Carson. Skilaboð móttekin en án viðbragða?” [„The Fiftieth Anniversary of Rachel Carson‘s “Silent Spring”: Message heard, not really acted on”]. Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.15. Hann fer fram á ensku og er öllum opinn.

Andri Snær Magnason, rithöfundur, stýrir fundinum.

Raddir vorsins þagna er tímamótaverk sem hafði á margan hátt djúpstæð áhrif. Bókin hrinti af stað almennri vakningu í umhverfismálum og var aflvaki þeirrar umhverfishreyfingar sem við þekkjum í dag. Rachel hafði rétt fyrir sér á sínum tíma og hún hefur það enn. Við nánari skoðun á notkun skordýraeiturs í Bandaríkjunum í dag kemur í ljós að notkunin er óheft og í raun farin úr böndunum. Í fyrirlestri sínum mun Joni Seager fara yfir stöðuna og spyrja spurninga um brýn málefni umhverfisbaráttunnar í dag og hvernig beri að bregðast við. Hvað höfum við lært? Hvað hefur breyst?

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Alþjóðlega jafnréttisskólann við Háskóla Íslands.

Öll velkomin!

—–

On Wednesday 17 October 2012, Joni Seager, Professor of Global Studies at Bentley University, will give a public talk entitled “The Fiftieth Anniversary of Rachel Carson’s “Silent Spring”: Message heard, not really acted on”. It will take place in the Askja Building, room 132, University of Iceland at 12.25-13.15. The lecture will be in English and is open to all free of charge.

The lecture is held in collaboration with the Gender Studies and Equality Training Programme at the University of Iceland.

Synopsis:

Silent Spring 50 Years Later:

Message heard, not really acted on

In many profound ways, Rachel Carson’s central message in “Silent Spring” was “heard” and acted on. “Silent Spring” was enormously influential in policy circles and is credited with starting the modern environmental movement. She provoked environmental consciousness and environmental activism. Rachel was right, then, and she still is today.

But a closer look at pesticides in contemporary America reveals that we still use pesticides with wanton indifference to human and environmental health. A campaign in summer 2012 to spray much of Massachusetts to eradicate disease-carrying mosquitos provides a case study that shows how little information most citizens are given about pesticides, how much acquiescence there is when officials say spraying is necessary for public health, and how little those officials themselves know.

Rachel Carson worried about the “over 200 chemicals that have been created for use in killing… pests” and the “500 new chemicals that annually find their way into actual use in the US alone.” The U.S. Environmental Protection Agency has by now approved over 1400 pesticides for use, and maintains a list of about 87,000 chemicals in its Toxic Substances Inventory. Pesticide use is out of control — we’re just more worried about it now.

https://rikk.hi.is/?p=1927#more-1927


Menntakvika, rannsóknir, nýbreytni og þróun

Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands verður haldin í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð þann 5. október 2012 undir heitinu Menntakvika: rannsóknir, nýbreytni og þróun. Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsókna og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins. Ráðstefnan er nú haldin í 15. sinn. http://vefsetur.hi.is/menntakvika/


Er til ófullkominn trúnaðarbrestur?

Ég var að hlusta á fréttir og fór að velta því fyrir mér hvaða munur væri á fullkomnum trúnaðarbresti og trúnaðarbresti. Þetta kemur til af orðum formanns fjárlaganefndar um "fullkominn trúnaðarbrest" sem reyndar, að mínu mati, óorðheppinn fréttamaður Ríkisútvarpsins lagði honum í munn. Er þá til ófullkominn trúnaðarbrestur? (Ég myndi líklega nota lýsingarorðið "alger" ef mér fyndist að það þyrfti að útskýra orðið trúnaðarbrestur eitthvað meira en orðið felur í sér.)

Eru þeir að fela eitthvað eða gefa langt nef?

Ég spyr hverjum í ósköpunum hafi dottið í hug að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins myndu skila upplýsingum um hver jós í þá peningum. En svo er spurning hvort þeir séu engin sérstök hagsmunatengsl að fela  heldur viljandi að virða að vettugi reglur sem eiga að stuðla að betra siðferði í stjórnmálum og meira gagnsæi um hverjir styðja þá fjárhagslega. Ég held að það sé hvorttveggja!

Lærum hvert af öðru - virkjum grunnþættina

Málþing haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 31. ágúst, frá kl. 13:30-16:30.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið heldur í samstarfi við Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga málþing um grunnþætti í nýrri menntastefnu.

Grunnþættirnir eru kynntir í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011. Grunnþættir í menntun eru: Læsi í víðum skilningi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Þeir snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru, einnig um framtíðarsýn, getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa. Þeim er ætlað að undirstrika meginatriði í almennri menntun og stuðla að meiri samfellu í öllu skólastarfi.

Á málþinginu verður fjallað um innleiðingu grunnþáttanna í skólastarf og þar gefst tækifæri til að miðla hugmyndum og reynslu milli skóla og skólastiga. Má geta þess að á málþinginu verða túlkar sem munu sjá um táknmálstúlkun á inngangserindum.

Drög að dagskrá:

kl. 13:30- 13:50 Setning og innleiðing mennta- og menningarmálaráðherra

kl. 13:50- 15:00 Kveikjur – fjögur inngangserindi um innleiðingu grunnþátta

– Lærdómssamfélagið á Höfn Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri Hornafjarðar

– Hvað hefur verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli með grunnþætti menntunar að gera ? Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari í Flensborg

– Sköpun og sjálfbærni í skólastarfi Jónína Lárusdóttir og Þóra Þorvaldsdóttir, skólastjórnendur í leikskólanum Klömbrum

– Þáttur stjórnenda Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness

Inngangserindin verða send út vefsíðunni www.gaflari.is Táknmálstúlkunin verður einnig í útsendingu.

kl. 15:00 – 16:30 Kaffi og málstofur Málstofur: 1. Jafnrétti í skólastarfi 2. Lýðræði og mannréttindi í skólastarfi 3. Heilbrigði og velferð í skólastarfi 4. Sköpun í skólastarfi 5. Sjálfbærni í skólastarfi 6. Læsi í skólastarfi 7. Þáttur nemenda 8. Þáttur stjórnenda 9. Áhrif á námsmat 10. Grunnþættir á yngra stigi og í leikskólum 11. Grunnþættir á unglingastigi og í framhaldsskólum 12. Grunnþættir í leikskólastarfi 13. Grunnþættir í grunnskólastarfi 14. Grunnþættir í framhaldsskólastarfi.

Sjá líka http://namskra.is/malthing/


Stjörnufyrirtækin (svo!) og háskólarnir

Í skýrslu frá árinu 2009, sem var gerð af nefnd skipaðri erlendum sérfræðingum, er þessi kafli:

Perception of government by some of Iceland’s ‘star’ companies

Various studies point towards the excellent general framework conditions for innova-tion in Iceland. However, it seems that the perception in the "field" is different. As a result of our company visits, we conclude that there is a widespread perception that the government does little to facilitate industrial development and competitiveness. The innovative and competitive companies visited, pointed out that they expected, and still expect, the government to be more active in approaching these companies to see what support can be provided (direct or indirect) to better deal with the effects of the economic crisis. They have indicated to us that they perceive a lack of real interest from government authorities.

   It is clearly important for a government to have a good relationship with the private sector, and particularly "star" companies, during difficult economic times. It is essential to maintain a strong private sector in Iceland and to ensure local employment. Companies expect good and stable framework conditions that involve good logistical/ICT infrastructure, availability of well-educated human resources, and a good and taxation friendly investment climate.

   Iceland may wish to consider following the example of other small countries that ef-fectively have designated "account managers" in government for key established firms and gazelles who take responsibility for day to day contact with particular firms and act as the interface with government.

http://www.oecd.org/innovation/researchandknowledgemanagement/42846300.pdf


Skiptir stærðin máli II?

Tillögur um afdrif rannsóknarstofnana, birtar í skýrslunni Einföldun á vísinda- og nýsköpunarkerfinu, sl. vor:

" o   Raunvísindastofnun, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Tilraunastöðin að Keldum sameinuðust Háskóla Íslands.

o   Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn sameinaðist Háskóla Íslands.

o   Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sameinaðist Háskólanum á Akureyri.

o   Hafrannsóknastofnunin, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands og Veiðimálastofnun sem allar hafa skýrt hlutverk um vöktun og rannsóknir sameinuðust í eina rannsóknastofnun á sviði umhverfis og auðlindanýtingar. Þessi rannsóknastofnun sameinaði rannsóknir og vöktun á náttúru og eðliseiginleikum hvort heldur sem um er að ræða láð, lög eða loftslag. Þessi öfluga rannsóknastofnun gæti orðið mikilsvert framlag íslenskra vísindasamfélags til aukins skilnings á loftslagsbreytingum á norðurslóðum."

http://www.vt.is/visinda&taeknirad/einfoldun-visinda--og-nyskopunarkerfisins/


Skiptir stærðin máli?

"In our view, the level of competitive funding is too low (14%) to allow for manage-ment of research and science in a dynamic and cost-efficient way. The 86% of block funding needs to be redistributed by e.g. carefully analysing the type of research and its value added carried out in the research institutes. It has been argued before that competition in funding most often benefits the quality of research carried out as it keeps all actors „sharp". We are also of the opinion that the size of competitive grants is in general too small to provide the support required for cutting edge new ideas." Úr skýrslu sérfræðinganefndar menntamálaráðuneytisins í maí 2009: http://www.oecd.org/innovation/researchandknowledgemanagement/42846300.pdf

Einum fundinum færra - hvaða fundi?

339 reyndust fundirnir vera síðan um fyrstu helgi í ágúst í fyrra, að vísu aðeins styttra ár þar sem helgin færðist fram um tvo daga, einum fundi færri en á sambærilegum tíma næsta háskólaár ár undan ... þetta er sagt í trausti þess að enginn fundur verði haldinn það sem eftir er dagsins eða á morgun. Mannfundir komandi helgar á sæludögum í Vatnaskógi verða ekki taldir með hvort sem er.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband