Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography on gendered school space in an Icelandic compulsory school

This article focuses on how students make use of different spaces in one compulsory school in Iceland and how gender is produced through activities in these spaces. Ethnographic fieldwork was conducted for three months in 2016 among 8th and 9th graders at one public school in Iceland. Our analysis is based on poststructural and material theorisation in a country with one of the most progressive curricula in the world. It indicates that the school environment favours dividing practices between boys and girls in both overt and subtle ways, with a relative lack of resistance to gender division. The division and gender order are maintained through discourse and practices that support particular forms of masculinity with an emphasis on athletic embodiment and sports knowledge. This gender division affects power relations in the classroom, hindering the facilitation of gender-inclusive environments and gender-sensitive practices that are obligatory in Icelandic education policy.

Sjá grein


Slegið af menntunarkröfum til kennara

Lagt var fram á Alþingi fyrir skemmstu nýtt frumvarp til laga um menntun kennara. Í því er með skipulegum og markvissum hætti dregið úr þeim kröfum sem voru mótaðar til kennarastarfsins í löggjöfinni frá 2008 – eða er sumt af því óvart?

Ágallana sem ég fundið rek ég ekki hér í einhverri sérstakri röð eftir því hversu slæmir þeir eru heldur eftir því hversu mikla athygli mér hefur sýnst þeir vekja:

1. „Eitt leyfisbréf“ er orðasamband sem hefur verið notað um þá tilhögun, sem lögð er til, að gefa út leyfisbréf fyrir starfsheiti kennari, fremur en þrjú bréf, eitt hvert skólastig: Leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. En af hverju eitt leyfisbréf. Svo segir í greinargerð með frumvarpinu:

„Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 87/2008 kom fram sú fyrirætlan að gildissvið leyfisbréfa leik-, grunn- og framhaldsskólakennara skyldi útvíkkað til aðliggjandi skólastiga þannig að viðkomandi kennari hefði einnig heimild til að kenna tilteknum aldurshópi nemenda eða sinna kennslu á sérsviði sínu. Tilgangurinn var að þannig yrði stuðlað að ákveðnum sveigjanleika milli skólastiga. Markmiðum laganna um sveigjan­leika og samfellu milli skólastiga hefur þó ekki verið náð. Kennarar sem valið hafa að starfa á aðliggjandi skólastigi á grundvelli sérstakrar heimildar, öðru en leyfisbréf þeirra tilgreinir, hafa verið ráðnir til kennslu sem leiðbeinendur og starf þeirra auglýst árlega. Hefur þetta m.a. haft í för með sér að heimild þeirra til að kenna á aðliggjandi skólastigum hefur ekki verið viðurkennd við ráðningar sem leitt hefur til þess að þeir búa við óviðunandi starfsöryggi. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hafa borist upplýsingar um að hæfir og reynslumiklir kenn­arar hafi kosið að láta af störfum sem leiðbeinendur því ekki sé unnt að greiða þeim laun í samræmi við stöðu þeirra, auk þess sem starfsöryggi þeirra sé óviðunandi. Brýnt er að bregðast við ofangreindum vanda og ágalla á lögunum, standa vörð um réttindi og starfsöryggi kennara, auka flæði milli skólastiga, fjölga tækifærum til starfsþróunar kennara og fjöl­breyti­leika í menntakerfinu.“ – Ég fæ ekki betur séð af þessari lýsingu, sem ég tel reyndar að sé alls ekki máluð of dökkum litum að löggjöfin frá 2008 hafi einfaldlega verið brotin af þeim sem réðu til dæmis framhaldsskólakennara til grunnskólakennslu í 8.–10. bekk og á launum sem leiðbeinendur. Það á ekki að kollvarpa kerfi til að stöðva lögbrot – þetta er ofdráp eins og sagt er (eða er það ekki íslenska orðið fyrir „overkill“) og: Afsláttur.

2. Dregið er úr einingafjölda í kennslufræði í 60 einingar úr 120–150 fyrir leik- og grunnskóla – og finn ekki að það sé kveðið á um að vettvangsnám hafi farið fram á viðkomandi skólastigi, enda er það óþarfi ef leyfisbréfið á að gilda úti um allt, hvort sem er. (Það er skilgreind sérhæfing fyrir skólastig – en leyfisbréfið er það sama skv. frumvarpinu.) Reynslan af kennaranámi þeirra sem koma með bakkalárpróf í grunnskólakennaranám er þess eðlis að það veitir ekki af tveimur árum í kennslufræði. Ég skal reyndar samþykkja að leyfisbréf megi veita þeim sem áður tóku meistarapróf eftir eins árs diplómu – sex ára háskólanám. En þetta er þegar á heildina er litið Afsláttur.

3. Þá er lögð til ný prófgráða, Master of Teaching, sem þarf samt ekki að vera fullgilt meistaraprófsverkefni með a.m.k. 30 eininga lokaverkefni. Nú geta allir sem hafa lokið námskeiðunum sínum „en eiga ritgerðina bara eftir“ fengið að taka nýja tegund af prófi á lægra þrepi kerfisins, þrepi sem heitir 2.1 en ekki 2.2. Ég var reyndar á því á sínum tíma 2008 að það hefði átt að gefa færi á slíku prófi sem kennaraprófi, en það var ekki gert. Núna tel ég réttara að styðja við þá leið sem var valin 2008 Aftur og enn er hér þó Afsláttur.

4. Lokaatriðið af þeim sem ég hef kynnt mér og set og á móti eru samræmd hæfniviðmið fyrir kennara sem háskólunum ber að fara eftir. Í gildi eru almennar reglur um gæðaviðmið fyrir prófgráður háskóla og starf þeirra er tekið út undir umsjón Gæðaráðs íslenskra háskóla (https://www.rannis.is/starfsemi/gaedarad/). Þar með talið er kennaranámið tekið út á reglubundnum fresti og það er engin þörf á sérstöku kerfi utan um þá hæfni sem kennarar eiga að öðlast að loknu kennarapróf, umfram þá hæfni sem háskólarnir hafa skilgreint, og stjórnvöld hafa úttektir gæðaráðsins til að geta fylgst með því hvort háskólarnir standa sig. Stendur til að setja svona hæfniramma um lögfræði, hjúkrun, viðskiptafræði og fleiri greinar sem eru kenndar í fleiri en einum háskóla? Háskólarnir ættu ekki að sætta sig við að sumar deildir þeirra þurfi að sæta sérstöku eftirliti. Ég veit ekki fyrir víst hvort orðið afsláttur á við hér - sennilega því að gæðamatið af hálfu gæðaráðsins er jafningjamat en tillögur um hæfniviðmið fela ekki í sér jafningjamat.


Rannsóknir á framhaldsskólastarfi

Út er komið nýtt sérrit um rannsókni á framhaldsskólastarfi. Í því eru 11 ritrýndar greinar og 2 ritstýrðar. Greinarnar nefnast: Kennsluhættir speglaðir í ljósi sjálfræðis: Virðing, ábyrgð og traust; Building brigdges and constructing walls: Subjects hierarchies as reflected in teachers‘ perspectives towards student influence; Kvika menntabreytinga: Viðbrögð framhaldsskólans við ytri kröfum um breytingar; Frumkvæði nemenda: Innlit í kennslustundir níu framhaldsskóla; Þversagnir og kerfisvillur: Kortlagning á ólíkri stöðu bóknáms og starfsnáms á framhaldsskólastigi; Sköpun skiptir sköpum: Viðhorf tungumálakennara til skapandi kennsluhátta; Kennsluaðferðir í 130 kennslustundum í framhaldsskólum; Samvinna framhaldsskólanemenda: Liður í lærdómi til lýðræðis; Margbreytileiki brotthvarfsnemenda; Ólíkur félagslegur og menntapólitískur veruleiki íslenskra framhaldsskóla. Þróun náms til stúdentsprófs af sjónarhóli framhaldsskólakennara og stjórnenda í 20 ár; „Bara ekki mínar týpur!“ Sjálfsmyndasköpun og framhaldsskólaval. Hér má nálgast ritið.


Nordic perspectives on disability studies in education

A recent article written with colleagues in Education Inquiry - abstract: "Disability studies in education (DSE) is an interdisciplinary field derived from the need to re-conceptualise special education dominated by a medical perspective on disability. In this article we identify what characterises DSE research and consider whether there is a case for arguing for a specific field of DSE in Finland and Iceland. Our analysis is based on a review of 59 studies published by Finnish and Icelandic scholars during the time period of ratification process of the UN Convention on the Rights of People with Disabilities from 2007 to 2016 in Finland and Iceland. We suggest that DSE has emerged as a dynamic area of research in both countries. It has provoked researchers to analyse disability in social contexts and turn the gaze from individual person with disabilities to the social structures and educational policies and practices. The fields of DSE in Finland and Iceland have not developed in identical ways and both have fluid crossovers to related fields such as disability studies and inclusive education. We argue for the potential of DSE to contribute to the discussion on educational equality and social justice. However, this requires opportunities to bring together scholars across disciplinary borders." - Sjá grein.

https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/20004508.2017.1421390


Medical approach and ableism versus a human rights vision

A new article by Anna Björk Sverrisdóttir & Ingólfur Ásgeir Jóhannesson in International Journal of Inclusive Education - abstract: "Trends towards inclusive education have informed educational policy worldwide although the term is still controversial, and the implementation disputed. In this article, we focus on the discourse in policy documents relating to students within upper secondary schools in Iceland, both at the national level and in selected upper secondary schools. The study is situated within the Disability Studies in Education paradigm. A six-step historical discourse analysis was applied when analysing official documents. Findings indicate different legitimating principles in the discourse: on the one hand, a medical approach to determine students’ abilities in conjuncture with an ableist approach and, on the other hand, a human rights vision which is intolerant of the ableist approach. The findings also suggest that texts present students in general as having every potential to become strong, independent and accountable individuals; while, conversely, texts concerning the education of students labelled as disabled tend to present them as individuals with low self-esteem and with special needs."

Sjá grein.


Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011

Ný grein í Netlu: Sjálfbær þróun sem hugtak komst á dagskrá á síðustu árum 20. aldar á alþjóðlegum vettvangi og hér á landi. Þótt hugmyndir hennar væru kunnar skólafólki var það ekki fyrr en í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla 2011 sem sjálfbærnimenntun komst fyrir alvöru á dagskrá í opinberri skólastefnu með því að sjálfbærni var gerð að einum af sex svokölluðum grunnþáttum menntunar. Í þessari grein er athugað hvernig hugmyndir um sjálfbærni í grunnþáttakafla aðalnámskrár 2011 eru útfærðar í sérnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla til að meta hversu gott samræmi sé milli ólíkra hluta námskrárinnar. Fyrst var lesinn kaflinn um sjálfbærni til að rannsakandi áttaði sig á inntaki hans. Þá var útbúinn greiningarlykill með þremur spurningum og ein þeirra með þremur undirspurningum. Sérhlutar námskrár hvers skólastigs, þar með talinn greinahluti aðalnámskrár grunnskóla, voru lesnir með þessar spurningar í huga. Niðurstöður sýna að hugtökin sjálfbær þróun og sjálfbærni koma sjaldan fyrir í sérhlutum námskránna, oftast þó í greinasviðshluta aðalnámskrár grunnskóla. Hugmyndirnar um sjálfbærni virðast vera útfærðar á ólíkan hátt eftir skólastigum en einnig á ólíkan hátt í mismunandi greinum grunnskóla. Oft virðist útfærslan vera fremur tilviljunarkennd og hugmyndirnar sundurlausar miðað við það sem kemur fram í kaflanum um grunnþætti. Markvissustu dæmin eru í náttúrugreinum í grunnskóla þar sem sérstakur flokkur hæfniviðmiða er nefndur eftir lykilhugtakinu geta til aðgerða. Einnig eru hugmyndir um neytendafræðslu í anda grunnþáttanna víða í ólíkum námsgreinum grunnskólans.


Sjúklingar eða notendur þjónustu

This article examines differences in the discourse from a medical towards a psychosocial approach on mental health problems in Iceland by employing a systematic comparison of the use of terms about mental health in two different time periods: during 1960–1970 and 1971–1985. This is done by analyzing articles and interviews found in newspapers, magazines, and journals. There were differences in the discourse about mental health and it became more about people and individuals instead of patients, and as subjects rather than objects. This was related to the entry of new allied professions into the field of mental health, such as occupational therapists, psychologists and social workers. It is argued that the views of persons with experiences of mental health problems played an important role in the emergence of changing perspectives of persons with mental health issues, methods in mental health services, and location of treatment and psychiatric rehabilitation. Sjá grein.


Leiðsagnarmat og kynlífsmenning - málstofur um framhaldsskólarannsóknir

Hvað á þetta tvennt í fyrirsögninni sameiginlegt? Jú, þetta eru tvö af níu efnum í málstofunum okkar á þessu vormisseri. Ath. að valdar upptökur munu birtast á síðunni http://menntavisindastofnun.hi.is/throun_skolastarfs/forsida þar sem einnig er að finna þrjá af fyrirlestrunum frá í fyrra.

Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs við Háskóla Íslands boða til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar, sem verða átta/níu talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð í stofu K208 kl. 16:20–17:05 á þriðjudögum í febrúar til apríl 2017. Erindin eru að jafnaði um 20 mínútur og jafnlangur tími ætlaður til umræðna. Titill erindis segir til um hvort erindin eru á íslensku eða ensku. (Each talk is 20 minutes and the remaining time is allotted to discussion. The language of the title indicates the language of the talk.)

  1. febrúar 2017 kl. 16:20–17:05: Elsa Eiríksdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Nám í tvískiptu kerfi iðnmenntunar: Hvað lærist í skóla og hvað á vinnustað? Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Nám í iðngreinum á Íslandi er tvískipt og fer hluti námsins fram í skóla og hluti á starfsvettvangi (vinnustaðanám). Í fyrirlestrinum verður fjallað um niðurstöður spurningakönnunar sem lögð var fyrir sveina, meistara og framhaldsskólakennara í iðngreinum og sérstaklega mat þátttakenda á því hvaða almennu og fagtengdu eiginleika nemendur tileinka sér í gegnum námið í skólanum annars vegar og á vinnustaðnum hins vegar.

  1. febrúar 2017 kl. 16:20–17:05 Valgerður S. Bjarnadóttir, framhaldsskólakennari og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Áhrif og raddir nemenda: Reynsla framhaldsskólanema af tækifærum til að hafa áhrif. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Í erindinu verður fjallað um niðurstöður rannsóknar á reynslu framhaldsskólanema af möguleikum til að hafa áhrif á námsumhverfi sitt. Sjónum verður sértaklega beint að reynslu nemenda af formlegum og óformlegum leiðum til áhrifa, meðal annars með hliðsjón af skólamenningu og skipulagi stofnana. Rannsóknin byggist á viðtölum við nemendahópa úr níu framhaldsskólum á Íslandi.

  1. febrúar 2017 kl. 16:20–17:05 Anna Karin Sandal, assistant professor, Western Norway University of Applied Sciences (HVL), Campus Sogndal: Why choose vocational education and training (VET)? Where: Room K208, School of Education, University of Iceland (Stakkahlíð Campus).

Abstract: This presentation reports from a qualitative study of 15-year old students’ transition from compulsory school to vocational programmes in the upper secondary school in Norway. The presentation focuses on students’ reasoning of their choice of vocational education, giving voice to their own stories about the choice and the transition processes.

  1. febrúar 2017 kl. 16:20–17:05 Elín Sif Welding Hákonardóttir, náms- og starfsráðgjafi, Sif Einarsdóttir, prófessor við námsbraut í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins: Aðgengi fullorðinna að námi á framhaldsskólastigi. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Fjallað er um niðurstöður rannsóknar sem byggist á viðtölum við ungt fólk sem hefur nýhafið nám á vegum framhaldsfræðslunnar. Í ljósi þess að aðgengi nemenda 25 ára og eldri hefur verið takmarkað inn í framhaldsskólana var kannað hvernig eldri nemendur upplifa möguleika sína til menntunar. Niðurstöðurnar lýsa flóknu samspili fullorðinna nemenda við lagaleg og stofnanaleg samhengi íslensks menntakerfis sem verið hefur í deiglu breytinga undanfarin ár.

  1. mars 2017 kl. 16:20–17:05 Helga Þórey Júlíudóttir, sérkennari við Tækniskólann: Á jaðri jaðarsins í framhaldsskóla fyrir alla. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Starfsbraut – sérnám innan Tækniskólans er ætlað fötluðum nemendum sem ekki eiga kost á námi á starfsbrautum framhaldsskólanna vegna verulegs hegðunar- og námsvanda ásamt einhverfu. Fjallað verður um uppbyggingu sérnámsins og það sett samhengi við annað nám fyrir nemendur með þroskahömlun og reynslu stefnumótunar- og fagaðila af starfi sínu við það. Rætt verður um framtíðarsýn sérnámsins og lagðar fram tillögur til úrbóta.

  1. mars 2017 kl. 16:20–17:05 Åse N. Bruvik, PhD student, and Grete Haaland, professor, at the Oslo and Akershus University College: Relevant and meaningful vocational education. Where: Room K208, School of Education, University of Iceland (Stakkahlíð Campus)

Abstract: Through the Kunnskapsløftet educational reform in Norway introduced in 2006, the first year at upper secondary school (vg1) became broader in many vocational tracks. Broadening the curriculum in this manner can create challenges in maintaining the students’ interest as research shows that if the first year is not adapted to the pupil's career and interest in the future, it may not be perceived as relevant and meaningful learning. The study focuses on the question how to best safeguard student career plans and interests and ensure motivation during vg1.

  1. mars 2017 kl. 16:20–17:05 Ívar Rafn Jónsson kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Leiðsagnarnám og endurgjöf: Upplifun kennara og nemenda í framhaldsskólum. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Sagt er frá doktorsverkefni sem felst í því að skoða leiðsagnarnám (e. formative assessment) á framhaldsskólastigi. Eitt meginviðfangsefnið er að skoða skilning og upplifun nemenda og kennarar á framkvæmd og notkun á endurgjafar (e. feedback) í námi. Niðurstöður megindlega hluta rannsóknarinnar verða reifaðar og settar í samhengi  við umræðu á Íslandi um innleiðingu og framkvæmd leiðsagnarnáms.

  1. mars 2017 kl. 16:20–17:05 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík: Ungir karlar og kynlíf. Upplifun ungra karla af kynlífsmenningu framhaldsskólanema. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Kynnt er rannsókn af upplifun ungra karla af kynlífsmenningu framhaldsskólanema. Rannsóknin er framhald af rannsókn Kolbrúnar um upplifun ungra kvenna af kynlífsmenningunni. Í báðum rannsóknunum er rýnt í þá þætti sem viðmælendur töldu helst hafa áhrif á kynlífsmenningu ungs fólks, svo sem vinahópinn, samskiptamiðla, klám, útlitsdýrkun og kynlífs- og klámvæðingu.

  1. apríl 2017 kl. 16:20–17:05 Ingvar Sigurgeirsson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Elsa Eiríksdóttir, kennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Kennsluaðferðir framhaldsskólakennara í 130 kennslustundum og leiðir þeirra til að gera kennsluna áhugaverða. Staður: Stofa K208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Erindið er byggt á gögnum sem safnað var á árunum 2013 og 2014 í níu framhaldsskólum. Höfundarnir flokkuðu helstu kennsluaðferðir, sem kennarar notuðu í 130 kennslustundum sem fylgst var með. Athugað var hvað kennarar gerðu í upphafi kennslustunda og hvað væri gert til að gera kennsluna sem fjölbreyttasta. Sagt verður frá áhugaverðum dæmum.

 


Masculinity strategies of young queer men as queer capital

A brand new article by Jón Ingvar Kjaran and Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Abstract:

This article explores how 11 gay and bisexual young men in Iceland, whom we interviewed, have adopted different strategies to deal with the reality of Icelandic masculinity manifestations in the early 2010s. Bourdieuean views of explaining their ideas as social strategies were utilized to interpret how they had adopted behaviors, looks, and ideas in tact with, or contrary to, the hegemonic, heteromasculine views of how men are supposed to act, look, and think in contemporary Icelandic society. In Bourdieu’s view, social strategies can create cultural or social capital. In this case, we discuss how the behaviors, looks, and ideas of these young men seem to constitute a certain type of such capital, that is, queer capital, which helped them to utilize being gay or bisexual to gain social status within the otherwise heterosexually hegemonic field of masculinity.

NORMA: International Journal for Masculinity Studies, 2016
, Vol. 11, No. 1, pp. 52–65, http://dx.doi.org/10.1080/18902138.2016.1143274

 


Staða karlkyns kennara í skólakerfinu

Í boði er fjárstyrkur til meistaranema að vinna lokaverkefni til meistaraprófs á sviði kynjafræðilegra rannsókna á skólastarfi, undir leiðsögn Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar prófessors. Meðal viðfangsefna sem Ingólfur hefur áhuga á að séu unnin er rannsókn á stöðu karlkyns kennara í skólakerfinu en fleiri hugmyndir koma til greina. Um er að ræða styrk allt kr. 750 þús. sem greiddur er út í formi launa og svarar til um tveggja og hálfs mánaðar vinnu. Verkefnið skal unnið á háskólaárinu 2016–2017 en vinnan getur hafist strax.

Viðkomandi þarf að vera kominn vel á veg í meistaranámi í menntavísindum og hafa meðal tekið námskeið í kynjafræði eða taka námskeið á sviði kynjafræði haustið 2016.

Umsóknir ásamt stuttu CV berist til Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar (ingo@hi.is) sem veitir einnig nánari upplýsingar. Umsóknir berist sem fyrst.


Málstofur um rannsóknir á framhaldsskólastarfi

Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs við Háskóla Íslands boða til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar, sem verða níu talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð í stofu K206 kl. 16:20–17:05 á miðvikudögum í febrúar til apríl 2016. Erindin eru að jafnaði um 20 mínútur og jafnlangur tími ætlaður til umræðna. Erindin eru flutt á íslensku nema annað sé tekið fram.

 

  1. febrúar 2016 kl. 16:20–17:05: Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Sigrún Harpa Magnúsdóttir, verkefnisstjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar: Um námsumhverfi í framhaldsskólum. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Fjallað er um niðurstöður rannsóknar sem lýsa viðhorfum nemenda í framhaldsskólum til umhverfis í skólastofum, þ.e. hvort það hentar vel eða illa til náms að þeirra mati.  Hugmyndir þerra eru bornar saman við það umhverfi sem er ríkjandi í framhaldsskólum. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn um starfshætti í framhaldsskólum. Gerðar voru vettvangskannanir í kennslustundum og tekin viðtöl við nemendahópa og notaðar myndir til að hvetja til umræðu. Helstu niðurstöður benda ákveðins misræmis mill þess sem er og þess sem nemendur kjósa helst.

 

  1. febrúar 2016 kl. 16:20–17:05: Kristján Jóhann Jónsson, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Bókmenntakennsla og sköpun merkingar. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Lagt verður út af upplýsingum um bókmenntakennslu í framhaldsskólum úr gögnum rannsóknarinnar Íslenska sem námsgrein og kennslutunga (2012–2015), bæði viðtölum og vettvangslýsingum. Leitað verður eftir því hvernig bókmenntakennslu er lýst í rannsókninni og almennt gildi bókmenntakennslu íhugað. Dæmi verða tekin af ýmiss konar bókmenntum og orðræðu þeirra um mikilvæg málefni eins og til dæmis gildi skólagöngu, tengsl kynslóðanna og líf og dauða. –­ Þessi málstofa er í samvinnu við Rannsóknarstofu í íslenskum fræðum og íslenskukennslu.  

 

  1. febrúar 2016 kl. 16:20–17:05: Magnús Ingólfsson, kennari við Borgarholtsskóla: Traust, stefnumótun og lýðræði á framhaldsskólastiginu á Íslandi frá 1970 fram á nýja öld. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Í þessar kynningu eru hugtökin eða þemun traust, stefnumótun og lýðræði skoðuð út frá nokkrum fræðilegum skilgreiningum og um leið hlutverk þeirra í þróun framhaldsskólans á Íslandi. Byggt er á doktorsritgerð um efnið við Nottingham University frá árinu 2014 sem nefnist The development of Icelandic secondary school policy: The contribution of school administrators between 1970 and 2004.

 

  1. febrúar 2016 kl. 16:20–17:05: Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor: „Ofboðslega mikið njörvað niður“. Viðhorf framhaldsskólakennara til kennsluhátta. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Fyrirlesturinn er hluti rannsóknarinnar Starfshættir í framhaldsskólum  2013–2016. Fjallað verður um viðhorf kennara í bóklegum greinum til nemendamiðaðra (learner-centred) kennsluhátta. Byggt er á 20 viðtölum og jafnmörgum vettvangsathugunum. Íslenskir framhaldsskólar hafa meira frelsi til að skipuleggja nám og kennslu en víða þekkist en það virðist almennt ekki hafa verið kennurum hvatning til að til að nýta það frelsi, m.a. með því að taka upp  nemendamiðaðar  aðferðir. Í fyrirlestrinum verður leitað skýringa kennara á þessu og þær skoðaðar í ljósi kenninga um þróun í starfi.

 

  1. mars 2016 kl. 16:20–17:05: Karen Dögg Bryndísar- og Karlsdóttir, kennari við Hraunvallaskóla og MA í félagsfræðikennslu: Druslustimplun. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Druslustimplun beinist að stúlkum þar sem þeim er gert að skammast sín fyrir sig sem kynveru. Erindið er byggt á viðtölum við stúlkur, sem höfðu lent í slíkri stimplun, og rýnihópaviðtölum við nemendur í framhaldsskóla. Megintilgangurinn var að varpa ljósi á þá tvöfeldni sem stúlkur búa við í dag. Mikil pressa er á stúlkur að vera kynferðislega aðlaðandi en þegar þær gangast undir þessa kröfu eiga þær í mikilli hættu að verða stimplaðar sem druslur.

 

  1. mars 2016: Lára Huld Björnsdóttir, framhaldsskólakennari: Sýna framhaldsskólakennarar nemendum sínum umhyggju í kennslu og samskiptum? Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Í rannsókninni var gengið út frá umhyggjuhugtaki Nel Noddings og fleiri um að umhyggja sé kjarni skólastarfs á öllum skólastigum og lykillinn árangursríkri menntun. Rætt var við átta framhaldsskólanema á lokaári framhaldsskóla. Þeir lögðu áherslu á virðingu af hálfu kennara, að kennarar láti nemendur sig varða, jafnt velferð og gengi í námi, að kennarar styddu nemendur, t.d. með hrósi, og einnig að umhyggja gæti falist í fjölbreyttum kennsluaðferðum.

 

  1. apríl 2016 kl. 16:20–17:05: Anh-Dao Tran, postdoctoral fellow at the University of Iceland, School of Education: Upper secondary school teachers‘ kindness and helpfulness towards immigrant students: Is it sufficient? Place: K206 at the School of Education, University of Iceland, at the Stakkahlíð Campus. In English. Flutt á ensku.

Abstract: This presentation is based on the doctoral study Deficient “foreigners” or untapped resources: Students of Vietnamese background in Icelandic upper secondary schools. The objective of this specific paper is to explore the perceptions and the practices of eight teachers. Findings from interviews indicate that due to the lack of resources and knowledge about pedagogical practices informed by multicultural education philosophy, these teachers resorted to doing the best they could. Despite the kindness and helpfulness towards the students, they did not take into account the students’ cultural and educational background.

 

  1. apríl 2016 kl. 16:20–17:05: Ásgrímur Angantýsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Íslenskt mál sem menningarauðmagn í framhaldsskólum. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Markmiðið með erindinu er að varpa ljósi á viðhorf nemenda og kennara í framhaldsskólum til máls og málfræði með hliðsjón af kenningum um tungumálið sem menningarlegt auðmagn. Rýnt verður í viðtöl sem tekin hafa verið í tengslum við rannsóknarverkefnið „Íslenska sem námsgrein og kennslutunga“. Gögnin gefa vísbendingar um að ákveðnir kunnáttu- og færniþættir tengdir menningarlegum bakgrunni nemenda séu taldir mikilvægir og komi við sögu í námsmati í íslensku án þess að þeir séu markvisst á dagskrá í íslenskutímum. –­ Þessi málstofa er í samvinnu við Rannsóknarstofu í íslenskum fræðum og íslenskukennslu.

 

  1. apríl 2016 kl. 16:20–17:05: Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Þrengt að opnu framhaldsskólavali árin 2010–2012: Forsendur og saga málsins. Staður: Stofa K206 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Ágrip: Opið skólaval er miðlægt hugtak innan markaðsvæddra menntakerfa og byggir á þeirri hugmyndafræði að menntun sé fyrst og fremst vara sem metin er út frá skiptigildi hennar innan þekkingarhagkerfisins. Hér á landi hafði opið val verið við lýði í framhaldsskólum frá 2006 en reglum var breytt fyrir skólaárin 2010–2012 þannig að 45% nýnema á fyrsta ári áttu að koma frá skilgreindu upptökusvæði skóla. Í erindinu er sjónum beint að forsendum breytinganna, viðbrögðum og afdrifum málsins innan skólavettvangsins.


Returning-to-school students

Dropout from upper secondary education in Iceland is higher than in the neighboring countries, but varied options to re-enter school have also been on offer. This article focuses on how students, who had returned to a selected upper secondary school after having quit in one or more other schools, benefited from an innovative pedagogical approach used in the school. The article draws upon interviews, in which the interviewees expressed their pleasure with the school, reporting three main assets of its pedagogy: firstly, a supportive school ethos and student–teacher relationships expressed by the ways in which teachers worked, and also in teachers’ views towards students; secondly, an online learning platform, used by all teachers, which the students could use to structure their studies; and thirdly, the use of formative assessment and no final end-of-term examinations. This pedagogy comprises a whole school approach, and the article concludes that such a school culture and practice enables teenagers and young adults to exercise their right to re-enter academic upper secondary education, which prepares for college, rather than directing them to an industry vocational or practical study program they take little or no interest in.

Article published in Critical Studies in Education:

http://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1080/17508487.2016.1102754?journalCode=rcse20


Hinn háværi minnihluti samtaka atvinnulífsins

Í nýútkominni bók, The Finnish Education Mystery, segir Hannu Simola frá því að tveimur vikum áður en fyrstu niðurstöður PISA voru birtar í desember 2001 hafi finnsku samtök atvinnulífsins, hávær minnihluti í samfélaginu um skólastarf, haldið ráðstefnu þar sem finnski almenningsgrunnskólinn var harðlega gagnrýndur fyrir meðalmennsku og óskilvirkni í alþjóðlegum samanburði. Þetta var 24. nóvember, en það var 7. desember sem fyrsta skýrsla PISA var birt þar sem Finnland kom vægast sagt vel út í alþjóðlegum samanburði. Eftir það stilltu þessi samtök atvinnulífsins á "mute" (bls. xiv í inngangi að bókinni sem er úrval fræðigreina Hannus). 

(Hannu Simola, 2015: The Finnish Education Mystery. Historical and Sociological Essays on Schooling in Finland. London og New York, Routledge.)


Yfirlýsing um kynjajafnréttisfræðslu

Til þeirra er málið varðar

Á Íslandi hefur verið kveðið á um kynjajafnréttisfræðslu í skólakerfinu allt frá setningu fyrstu jafnréttislaganna árið 1976. Þetta ákvæði jafnréttislaga hefur verið styrkt jafnt og þétt og er 23. grein núverandi laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 um menntun og skólastarf yfirgripsmikil og leggur umtalsverðar skyldur á skólakerfið. Þessar skyldur eru sérstaklega undirstrikaðar í aðalnámskrá allra skólastiga frá 2011 þar sem kynjajafnrétti er sterkur þáttur í grunnþættinum jafnrétti.

Engu að síður sýna rannsóknir að staða kynjajafnréttisfræðslu í skólum er veik og á það við um öll skólastig. Árangur af fjögurra áratuga sögu jafnréttislaga á þessu sviði virðist því allsendis ófullnægjandi og brýn þörf á fræðslu. Rannsóknum í kynjafræði og skyldum fræðigreinum hefur fleygt fram og úr miklu efni er að moða.

Við undirrituð, kennarar og sérfræðingar í kynjafræði, hvetjum til þess að 23. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla um að nemendur á öllum skólastigum skuli hljóta fræðslu um jafnréttismál verði virt.

Reykjavík 23. febrúar 2015

Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor við uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands

Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor við uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands

Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við kennaradeild Háskóla Íslands

Steinunn Helga Lárusdóttir, dósent við uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands

Þórdís Þórðardóttir, lektor við uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands

Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands


Let's go outside

Here is the abstract for the article ‘Lets go outside: Icelandic teachersviews of using the outdoors by Kristín Norðdahl and Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, published in Education 313, Published online: 29 Sep 2014.

This article discusses the views of 25 Icelandic preschool and compulsory school teachers who were interviewed on the role of the outdoor environment in childrens learning. The teachers reported not being afraid to take children outside. These teachers valued the learning potentials of the outdoors more than they feared the possible risks. They believed that the outdoors could provide opportunities for (a) enhancing childrens play and learning (b) promoting childrens health, well-being, and courage, and (c) affecting childrens views, knowledge, and actions towards sustainability.  http://dx.doi.org/10.1080/03004279.2014.961946 http://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1080/03004279.2014.961946#.VC0uW01yaUk 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband