Staða karlkyns kennara í skólakerfinu

Í boði er fjárstyrkur til meistaranema að vinna lokaverkefni til meistaraprófs á sviði kynjafræðilegra rannsókna á skólastarfi, undir leiðsögn Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar prófessors. Meðal viðfangsefna sem Ingólfur hefur áhuga á að séu unnin er rannsókn á stöðu karlkyns kennara í skólakerfinu en fleiri hugmyndir koma til greina. Um er að ræða styrk allt kr. 750 þús. sem greiddur er út í formi launa og svarar til um tveggja og hálfs mánaðar vinnu. Verkefnið skal unnið á háskólaárinu 2016–2017 en vinnan getur hafist strax.

Viðkomandi þarf að vera kominn vel á veg í meistaranámi í menntavísindum og hafa meðal tekið námskeið í kynjafræði eða taka námskeið á sviði kynjafræði haustið 2016.

Umsóknir ásamt stuttu CV berist til Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar (ingo@hi.is) sem veitir einnig nánari upplýsingar. Umsóknir berist sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband