Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
25.1.2014 | 17:19
Rannsóknir á framhaldsskólastarfi - málstofur á vormisseri 2014
Málstofur um framhaldsskólarannsóknir í febrúar til apríl 2014
Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs boða til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi og í unglingabekkjum grunnskóla sem hafa þýðingu fyrir framhaldsskólastarf. Málstofurnar, sem verða sjö talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu K206 kl. 16:2017:05 á miðvikudögum í febrúar til apríl 2014. Erindin eru um 20 mínútur og jafnlangur tími ætlaður til umræðna. Upptökur frá fyrirlestrum í fyrri málstofuröðum um framhaldsskólarannsóknir eru aðgengilegar á slóðinni: http://www.hi.is/menntavisindasvid/upptokur_fra_radstefnum_og_fyrirlestrum. Þar verða jafnframt birtar upptökur af völdum fyrirlestrum úr þessari málstofuröð.
5. febrúar 2014: Atli V. Harðarson skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og nýdoktor frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands: Lýðræði og skólar
Ágrip: Rætt verður um eftirtaldar spurningar: 1. Hvað af því sem einkennir farsælt lýðræði á heima í framhaldsskóla? 2. Hverju þarf að breyta svo skólar verði lýðræðislegri? 3. Hvaða hindranir eru í vegi slíkra breytinga? Hindranir sem verða ræddar eru annars vegar tæknihyggja og þröng sýn á gildi menntunar og hins vegar skipulag sem gerir nemendur að neytendum skólaþjónustu fremur en þátttakendum í skólasamfélagi.
12. febrúar 2014: Susan E. Gollifer doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: An untapped resource: Examining upper secondary school teachers commitment to human rights education in Iceland (erindið er á ensku)
Ágrip: Human rights education (HRE) is a human right in itself, stated in international conventions and reflected in national education policy. Icelands 2011 curriculum reform includes democracy and human rights as one of its six fundamental curricular pillars. In this presentation, the narratives of five upper secondary school teachers commited to issues of social justice will be introduced and discussed.
19. febrúar 2014: Anna Jeeves aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ: Filling in the gaps. Learner views of English at secondary school (erindið er á ensku)
Ágrip: The study explores the concept of relevance in second-language learning. Interviews with present and former secondary-school learners reveal that the relevance of compulsory study of English at Icelandic secondary schools is perceived in a variety of ways. The talk focuses on gaps: perceptions of gaps in the proficiency that learners gain through instruction and through exposure to English outside school, and attitudes to traditional gap-fill activities in the classroom.
26. febrúar 2014: Rósa Björg Þorsteinsdóttir menntunarfræðingur: Úrræði og úrræðaleysi íslenskra og norskra framhaldsskóla gegn brotthvarfi innflytjenda
Ágrip: Gerð verður grein fyrir niðurstöðu rannsóknar þar sem skoðað var hvaða úrræði íslenskir og norskir framhaldsskólar hafa til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda. Byggt er á hálfopnum viðtölum við skólastjórnendur, deildarstjóra, ráðgjafa og kennara. Athugaðir voru eftirtaldir þættir: áherslur skólanna í vinnu með innflytjendum, félagsleg staða innflytjenda í nemendahópnum, stoðþjónusta við innflytjendur, félagsleg mismunun, foreldrasamstarf, fjölmenningarlegur auður og brotthvarf úr framhaldsskóla. Niðurstöður gefa til kynna að framhaldsskólarnir hafi takmörkuð úrræði.
26. mars 2014: Jón Ingvar Kjaran doktorskandidat í hinsegin menntunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kennari við Verzlunarskóla Íslands: Að gera framhaldsskólann hinsegin
Ágrip: Í erindinu eru kynntar hugmyndir um hinsegin uppeldisfræði (e. queer pedagogy) og hvernig hægt er að nýta sér sjónarhorn hinseginfræða til að trufla (e. to queer) ríkjandi orðræðu um kynhneigð og kyngervi. Niðurstöður doktorsrannsóknar Jóns benda til þess að hinsegin framhaldsskólanemendur fari ólíkir leiðir þegar kemur að því að trufla ríkjandi orðræðu kynhneigðar og kyngervis. Í erindinu eru rædd dæmi og raktar breytingar á stöðu hinsegin nemenda í íslenskum framhaldsskólum undanfarin ár.
2. apríl 2014: Steinunn Gestsdóttir dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands: Sjálfstjórnun ungmenna í 9. bekk og tengsl við farsælan þroska og erfiðleika
Ágrip: Á unglingsárum öðlast ungmenni aukna getu til meðvitaðrar sjálfstjórnunar (e. intentional self-regulation) sem gerir þeim kleift að forgangsraða markmiðum og leita margvíslegra leiða til að ná þeim. Sagt verður frá niðurstöðum yfirstandandi langtímarannsóknar, Þróun sjálfstjórnunar íslenskra ungmenna og tengsl við æskilega þroskaframvindu. Þær benda til að sjálfstjórn hafi jákvæð tengsl við æskilegan þroska og neikvæð tengsl við áhættuhegðun eftir að tekið hefur verið tillit til bakgrunnsþátta. Þýðing niðurstaðnanna fyrir skóla- og frístundastarf verður rædd.
9. apríl 2014: Kristján Ketill Stefánsson doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Steinunn Gestsdóttir dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands: Sjálfstjórnun, virkni í skólastarfi og tengsl við námsárangur við lok grunnskóla
Ágrip: Kynntar verðar niðurstöður úr yfirstandandi tveggja ára rannsókn með 561 unglingi þar sem mælingar á sjálfstjórnun nemenda voru tengdar námsárangri á samræmdu prófunum 2013. Niðurstöðurnar benda til þess að gagnlegt sé að vinna með sjálfstjórnun í 9. bekk með tilliti til námsárangurs í 10. bekk og að nauðsynlegt sé að líta til þess hvort að nemandinn sé virkur þátttakandi í því skólastarfi sem boðið er upp á.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)