Bloggfćrslur mánađarins, október 2013

Hinsegin karlmennska međ ólíkum hćtti

Í grein sem byggđ er á erindi sem var flutt á Ţjóđarspeglinum á föstudaginn er sagt frá rannsókn á mótun karlmennsku hinsegin karlmanna. Meginmarkmiđ hennar var ađ draga fram sýn ungra hinsegin karlmanna til karlmennskunnar í ţeim tilgangi ađ svara spurningum um hvađa viđhorf hommar og tvíkynhneigđir karlar hafa til karlmennsku og hvernig laga ţeir hana ađ hinsegin sjálfsmynd sinni og hvort ţeir reyni ađ trufla ríkjandi viđmiđ eđa laga ţeir ímynd sína ađ ríkjandi karlmennskuhugmyndum. Byggt er á viđtalsrannsókn viđ unga samkynhneigđa og tvíkynhneigđa karlmenn ţar sem sumir höfđu tileinkađ sér hinsegin karlmennsku en ađrir hinsegin gagnkynhneigđa karlmennsku. Sjá nánar í Ţjóđarspeglinum 2013.


Fleiri vindar blása - viđhorf reyndra framhaldsskólakennara

Ágrip greinar okkar Árnýjar Helgu Reynisdóttur sem var birt í Netlu í gćr. Hún heitir fullu nafni Fleiri vindar blása. Viđhorf reyndra framhaldsskólakennara til breytinga í skólastarfi 1986–2012.

Lög um framhaldsskóla áriđ 2008 og útgáfa ađalnámskrár áriđ 2011 fólu í sér verulega stefnubreytingu frá fyrri viđmiđum um skólastarfiđ. Höfundar tóku viđtöl viđ  tólf reynda kennara í fjórum framhaldsskólum til ađ varpa ljósi á reynslu ţeirra af breytingum í starfi sínu frá útgáfu fyrstu samrćmdu námskrárinnar fyrir framhaldsskóla áriđ 1986. Niđurstöđur benda til ţess ađ hlutverk kennaranna hafi breyst töluvert, t.d. fylgja ţví fleiri uppeldis- og kennslufrćđilegar áskoranir sem rekja má til  breyttrar samfélagsgerđar og fjölbreyttari nemendahóps. Viđhorf nemendanna hafa breyst, ţeim finnst ekki lengur „merkilegt“ ađ vera í framhaldsskóla, ţeir eru lítt  móttćkilegir fyrir upplýsingum sem hópur, ţeir gera kröfur um athygli sem einstaklingar og eru síđur pólitískt međvitađir. Viđmćlendum okkar kvörtuđu ekki undan breytingunum á nemendahópnum en viđurkenndu ađ ţetta gerđi skólastarfiđ ekki einfaldara. Ţeir nefndu ađ kennsluhćttir hefđu breyst, t.d. ađ verkefnavinna hefđi aukist á kostnađ prófa. Einnig hefđi skrifleg umsýsla aukist, ekki síst  eftir tilkomu upplýsingatćkni. Ađalnámskráin frá 1999 var flestum viđmćlendum  minnisstćđ og ný ađalnámskrá frá 2011 fékk fremur jákvćđa dóma, ţótt ýmislegt  hafi ţótt óljóst um hvernig ćtti ađ útfćra suma ţćtti hennar í skólastarfinu. Sumir  viđmćlenda töldu miklar breytingar fram undan og voru reiđubúnir ađ takast á viđ ţćr en ađrir töldu ekki ástćđu til róttćkra breytinga. Sjá greinina: http://netla.hi.is/greinar/2013/ryn/006.pdf


Eru kennarar einhvers nýtir?

Hér er ágrip - á ensku - af kaflanum mínum í bókinni Fagmennska í skólastarfi. Skrifađ til heiđurs Trausta Ţorsteinssyni  sem barst mér í hendur í dag. Kaflinn nefnist Grunnskólakennarar í aftursćtinu og leikskólakennarar í skottinu? Hlutverk og fagmennska kennara í stefnuskjölum ríkis og sveitarfélaga. Í hnotskurn er kennurum ćtlađ lítiđ hlutverk í stefnuskjölum Sambands íslenskra sveitarfélaga og afar tilviljunarkennt hlutverk í löggjöf ríkisins, t.d. eru einna gleggstu ákvćđin um framhaldsskólakennara ađ ţeir sjái um námsmat! Ekkert tekiđ fram um hvort ţeir eigi ađ kenna.

 

The chapter explores the discourse of the Icelandic Association of Municipalities on the role and professionalism of teachers in early childhood and compulsory schools. Selected documents, appearing on the website of the Association, were studied by applying discourse analysis. Discursive themes and legitimating principles were identified. The discourse is characterized by that little is said about the role and professionalism of teachers in general and almost nothing about early childhood education teachers. The documents discuss the role of compulsory school teachers as more or less bound to teaching and assessment, and it does not seem that the documents expect them to have any particular role in school evaluation or wider policy making. While the documents focus on the improvement of teaching so that students would learn more, eaching and learning seem to be viewed as rather straigth-forward and uncomplicated endeavors if the right methods are chosen. The results of the analysis of the documents were matched to models of teachers professionalism that show a movement from a teacher working alone to working cooperatively and even toward interdendency. This comparison shows a high level of expectations to collaboration in the discourse, not only the documents of the municipalities, but in the school legislation as well. Further it was studied if and how teachers are mentioned in the school legislation; the legislation is consistent with the municality documents‘ discourse in prefering to mention „staff“ rather than teachers. Also what is said about teachers in the legislation seems to be rather coincidental.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband