Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
26.2.2012 | 16:58
Kynjajafnréttisfræðsla í skólum. Hindranir og tækifæri
Hér birti ég útdrátt úr grein okkar Þorgerðar Einarsdóttur í sérriti veftímaritsins Netlu, það er greinum í ritrýndum ráðstefnuriti Menntakviku 2011:
"Staða kynjajafnréttisfræðslu í íslenska skólakerfinu er veik þrátt fyrir áratugagamalt ákvæði jafnréttislaga um jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Í greininni er grafist fyrir um ástæður þessa og staðan metin. Því er haldið fram að margir þættir hafi virkað hamlandi á jafnréttisfræðslu, svo sem óskýr markmið, áhugaleysi, veikburða aðalnámskrár og sterk námsgreinaskipting. Þá hefur ofmat á stöðu jafnréttis almennt á Íslandi aukið á tregðuna. Jafnréttisfræðsla í skólum hefur aðallega byggst á frumkvæði einstaklinga án stofnanalegrar ábyrgðar. Áhrif átaksverkefna hafa reynst skammvinn og oft á tíðum er áhugi á kynjajafnrétti sprottinn af áhyggjum af slakri stöðu drengja. Í lögum um grunnskóla frá 2008 og nýjum aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla er kveðið á um jafnrétti í víðum skilningi en jafnframt er lögð áhersla á að kyn fléttist saman við alla aðra þætti mismununar. Niðurstaða greinarhöfunda er sú að ef kynjajafnrétti verði miðlægur þáttur í jafnréttismenntun í skólakerfinu geti staðan falið í sér sóknarfæri."
Og á ensku:
Gender equality education in Iceland: Obstacles and opportunities
Abstract: In Iceland, legal requirements about education on gender equality have been in place for decades without being fulfilled. The article explores the reasons for this and evaluates the prospects for education on gender equality. The current situation is due to many causes, such as a vague legal framework, lack of interest and overestimation of gender equality in society. Education on gender equality has relied on individual initiative without institutional responsibility. The impact of positive action measures has been short-lived, and the most visible interests have been worries about boys. The Compulsory School Act from 2008 and the new national curricula contain clauses on education about equality. The term refers to equality in a broad sense while gender is assumed to be intertwined with other diversity markers. The authors conclude that the current situation contains opportunities if gender equality will be established as the core of equality education.
Þorgerður Einarsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2011). Kynjajafnréttisfræðsla í skólum: Hindranir og tækifæri. Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af http://netla.hi.is/menntakvika2011/030.pdf |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2012 | 16:46
Nám fyrir alla - í skóla margbreytileikans.
Er að fletta núna afskaplega áhugaverðri bók sem heitir Nám fyrir alla. Undirbúningur, kennsla og mat í skóla margbreytileikans. Hún er skrifuð af Dianne L. Ferguson og samstarfsfólki hennar í Oregonháskóla rétt um síðustu aldamót og upphaflega gefin út árið 2001 í Bandaríkjunum. Meðal höfunda bókarinnar er Hafdís Guðjónsdóttir sem um þær mundir var í doktorsnám þar í landi. Ásta Björk Björnsdóttir þýddi bókina og að mér sýnist á lipurt mál og aðgengilegt. Háskólaútgáfan gaf bókina út í síðustu viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2012 | 12:17
Hugvísindalegar menntarannsóknir og fleira góðmeti
Þema: Rannsóknafjölbreytni og rannsóknapólitík
13:00 Inngangsorð frá doktorsskóla Menntavísindasviðs
13:10 Rannsóknafjölbreytni rannsóknapólitík menntarannsókna Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor segir frá viðmiðum Bandarísku menntarannsóknasamtakanna (AERA) um menntarannsóknir byggðar á hugvísindalegum rannsóknaraðferðum (humanities-oriented research), en þau eru birt í ágústhefti tímaritsins Educational Researcher 2009 (38. árgangur, bls. 481486): http://edr.sagepub.com/content/38/6/481.full.pdf+html. Einnig segi ég frá bók Lyn Yates, What does good education research look like?, frá 2005.
13:50 Þekkingarsköpun með aðferðum listrannsókna Gunnhildur Una Jónsdóttir doktorsnemi ræðir um rannsóknir með aðferðum lista, einkum hvaða eða hvers konar þekkingu má ná fram með þess háttar aðferðum. Hún segir meðal annars frá hugmyndum finnska fræðimannsins Juha Vartu og CAVIC-rannsóknarnetinu (CAVIC stendur fyrir contemporary art and visual culture education). Vefslóð þess er http://www.cavic.dk/.
KAFFIHLÉ
14:30 Er rýmið í íslenskum framhaldsskólum gagnkynhneigt? Jón Ingvar Kjaran doktorsnemi segir frá erindi sínu á ráðstefnu Bandarísku menntarannsóknasamtakanna (AERA) í Vancouver í apríl nk. Erindið er byggt á afmörkuðum þáttum úr doktorsrannsókn hans. Hann ræðir sérstaklega nokkrar af þeim áskorunum sem felast í því að rannsaka vettvang sem hann sjálfur starfar á og hvernig hann notar fjölbreytt gögn af vettvangi.
15:00 Hugmyndir barna um útiumhverfi sitt Kristín Norðdahl lektor og doktorsnemi segir frá öðru af tveimur erindum sínum á ráðstefnu Bandarísku menntarannsóknasamtakanna (AERA) í Vancouver í apríl nk. Hún mun ræða áskoranir sem felast í rannsóknum með ungum börnum, meðal annars þær sem felast í því að hafa áhrif á breytingar með slíkri rannsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2012 | 19:21
Málstofur um rannsóknir á framhaldsskólastarfi
Námsbraut um kennslu í framhaldskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs boða til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar verða í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu K207 kl. 16:2017:05 á miðvikudögum í febrúar og mars 2011.
Næstu málstofur:
29. febrúar 2012 fellur niður fyrirlestur Gests Guðmundssonar
7. mars 2012: Þorlákur Axel Jónsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Hvað einkennir nýnema sem bæta sig í upphafi framhaldsskólagöngu?
Lýsing: Kynntar verða niðurstöður spurningakönnunar sem gerð var í tveimur framhaldsskólum á því hvað einkennir þá nýnema sem bæta námsárangur sinn í upphafi skólagöngunnar. Spurningalisti var lagður fyrir 145 nemendur sem flestir voru 16 ára. Könnunin er af ætt skilvirknirannsókna. Spurt var ma. um bakgrunn nemenda, námsáhuga, tengsl við mikilvæga fullorðna í umhverfi þeirra og framtíðarsýn. Rætt verður um hvaða lærdóm skólafólk megi draga af niðurstöðunum um þá kennslufræði sem geti haft áhrif á þá þætti sem virðast segja til um það hvort nýnemar bæta námsárangur sinn. Einnig hvort sjónarhorn umbótaverkfræði sé vænlegur grunnur frekari rannsókna.
21. mars 2012: Þórunn Blöndal, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Um rannsóknir á íslenskukennslu í framhaldsskólum
Lýsing: Athugunin sem hér er greint frá er unnin út frá spurningunum: Hvaða þættir íslenskukennslu í framhaldsskólum hafa verið rannsakaðir? Hvaða þáttum kennslunnar hefur lítill gaumur verið gefinn? Hvaða þróunarverkefni hafa verið unnin í tengslum við íslenskukennslu á skólastiginu? Hafa niðurstöður rannsókna og þróunarstarfs haft áhrif á íslenskukennslu í framhaldsskólum? Til að svara spurningunum er leitað fanga í háskólaritgerðum, greinaskrifum og skýrslum um niðurstöður þróunarstarfs auk þess sem lagt er út af nýlegri skýrslu, Úttekt á íslenskukennslu í framhaldsskólum, sem unnin var fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið á síðasta ári.
28. mars 2012: Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Heilsueflandi framhaldsskólar líkamsástand og fæðuval 16 ára unglinga
Lýsing: Undir stjórn Lýðheilsustöðvar/Landlæknis hefur verið innleitt verkefnið Heilsueflandi framhaldsskólar í flestum framhaldsskólum landsins. Hér verða kynntar helstu niðurstöður sem snúa að mælingum á líkamsástandi og fæðuvali við upphaf verkefnisins í einum íhlutunarskóla og samanburðarskóla, en rannsóknarhópurinn er annars vegar að meta verkefnið sem slíkt og hins vegar að safna upplýsingum um heilsuhegðun unglinga og þeim breytingum sem verða á aldursbilinu 1620 ára.
Haustið 2011 voru fluttir nokkrir fyrirlestrar í sömu röð af málstofum. Upptökur frá fjórum þeirra eru nú aðgengilegar á slóðinni: http://www.hi.is/menntavisindasvid/upptokur_fra_radstefnum_og_fyrirlestr.... Þar verða jafnframt birtar upptökur af völdum fyrirlestrum úr þessari málstofuröð.
Bloggar | Breytt 24.2.2012 kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2012 | 20:02
Aumur málstaður
Og eitt af því sem er óþolandi að félög sem starfa með opinberum styrk geti verið með hatursáróður gegn hópi fólks sem hefur átt undir högg að sækja.
Já, gætu þá þau félög sem vildu berjast fyrir auma málstað að samkynhneigð sé synd, gert það. Þau munu þó ekki geta gert það óáreitt, ætli sé ekki þökk málfrelsinu til að skamma þau. En það er samt þannig að skerðing á rétti til hatursáróðurs, sérstaklega gagnvart minnihlutahópum og hópum sem eiga undir högg að sækja, er viðleitni til að verja málfrelsið.
Er ég með þessu að gera homma og lesbíur að fórnarlömbum hatursáróðurs trúfélaga sem kalla sig kristin? Ég hef verið að lesa fréttir um að samkynhneigð ungmenni séu í 25 sinnum meiri hættu á að fyrirfara sér en aðrir á sama aldri. Skyldu slíkar tölur vera í einhverju samhengi við hatursáróður og fjas um samkynhneigð sé synd? Félaga sem boða boðskap sem er ekkert í líkingu við þá kristni sem ég ólst upp við eða þá kristni sem flest kristin trúfélög boða nú á 2. áratug 21. aldar. Því að kristin þjóðkirkja boðaði aldrei fjandskap gagnvart hommum eða lesbíum, þótt hún hún væri lengi að því að viðurkenna jafnrétti; hún var bara ekkert ein um það í samfélaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)