Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Ísbjörninn hans Jóns?

Snjallt hjá Jóni Gnarr - úr því að Birna kemur í ráðhúsið sem forseti þarf ekki ísbjörn í húsdýragarðinn. Auk þess er fyrirsögn fréttarinnar "Hann Birna" sem líkast til verður nú leiðrétt innan stundar. Minnir á fyrirsögnina "Dagur Jóns".
mbl.is Vísir: Hanna Birna þiggur embættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðari siðferðisdómar gagnvart konum?

Ég velti alvarlega fyrir mér hvernig stendur á því að það er forsíðufrétt og á bls. 2 dögum saman (t.d. Fréttablaðið í dag) að kona, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk NOTAÐAN bíl sem hluta af starfskjörum sínum. Reyndar skil ég ekki hvers vegna þarf að sjá forstjórum og fjármálastjórum fyrir ökutækjum. Ég skil að sendill fyrirtækisins þurfi afnot af bíl á vinnutíma. Jón Gnarr þarf "að kynna sér málið" eins og flest sem hann er spurður út í. Sem að vísu er virðingarvert að segja ekki bull um mál sem hann hefur ekki vit á.

Ég held að þetta sé eins og þegar hópur stjórnmálamanna þiggur stóra styrki frá fyrirtækjum að þá segir kona af sér en karlarnir sitja sem fastast. Og konur sem eiga eiginmenn sem hafa verið í stórviðskiptum víkja.

Mér fannst að vísu óþolandi og varð fyrir stórum vonbrigðum þegar ég frétti að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fv. borgarstjóri, hefði þegið stóra styrki frá Landsbankanum og fleirum - en ég skildi heldur ekki hvers vegna Hjálmar Sveinsson tók málið sérstaklega upp tveimur dögum fyrir kosningar. Nema hann hafi viljað gulltryggja að Samfylkingin missti eitt sæti borgarfulltrúa, sætið sem hann var í sjálfur, því að í leiðinni varð hann að útskýra hvers vegna Dagur, sem þáði margar milljónir, ætti ekki að víkja. En eins og alltaf þá minni ég á að það er Guðlaugur Þ. Þórðarson sem er styrkjakóngurinn og ætlar ekki að víkja. Og Sigurður Kári ætlar ekki að segja frá því í boði hverra hann situr á þinginu.


Leysir gefins hrefnukjöt vandann?

Smáfrétt í Fréttablaðinu í dag á síðu 2 þar sem sagt er frá því að mæðrastyrksnefnd hafi verið gefin 800 kg af hrefnukjöti vakti athygli mína: Er hér búið að leysa annars vegar vanda heimilanna um gefins mat og hins vegar ímyndarvanda hvalveiðanna? Gefandinn, hrefnuveiðimaðurinn, tekur nefnilega fram að það sé hluti af tilgangi gjafarinnar að vekja athygli á hvölum sem matarkistu og að "enginn þurfi að svelta ef hann ber sig eftir björginni".


mbl.is Sökkva í skuldafen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má segja hvaða óhróður sem er um femínista?

Ég las í Mogganum að Sóley Tómasdóttir væri að kanna hvort hún ætti að lögsækja einhvern eða einhverja af þeim hafa ausið hana óhróðri. Því miður er það ekki nýlunda að til sé fólk sem telur sér heimilt að tala illa um femínista, telji það einhvern veginn bara sjálfsagt, sbr. blogg frá því fyrir tveimur og hálfu ári: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson/entry/387192/.

Og enda þótt það séu líklega einkum karlar sem láta svona og komu inn á blogg mitt og annarra, þá man ég líka eftir ósvífnum ummælum Agnesar Bragadóttur í Mogganum á kosningadaginn, eða var það daginn fyrir hann?

Það er algerlega mál að linni - en ekki víst að málsókn dugi og ekki víst að það sé rétta leiðin til að vinna femínismanum fylgi. Kannski lögsækir Sóley einhvern óhróðursmanninn og fær hann dæmdan, með réttu. En verður það áminning öðrum um að beita þeim mannasiðum í samskiptum sem flestum voru kenndir heima hjá sér í barnæsku?


Sterkir og sjálfstæðir einstaklingar sem læra meira á skemmri tíma

Efniskynning greinarinnar ‘‘Strong, Independent, Able to Learn More . . .’’: Inclusion and the construction of school students in Iceland as diagnosable subjects eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson: This paper deals with the way the vision of including children with special educational needs into their home school, constituted for instance in UNESCO’s The Salamanca Statement and Framework on Special Needs Education , has merged with other contemporary discourses (ideas and practices) in Icelandic education. In particular, the paper focuses on the historical conjuncture of inclusion politics, individualism, a technological approach to education, and market ideology and practices in Icelandic education. These approaches are analysed as discursive patterns of legitimating principles functioning in Icelandic education at the beginning of the twenty-first century.  (Discourse: studies in the cultural politics of education Vol. 27, No. 1, March 2006, pp. 103119.)

Titill greinarinnar er tekinn úr menntastefnu Björns Bjarnasonar sem birtist í ritinu Enn betri skóla. Í hnotskurn var sú stefna sjö liðir og í þeim fólst að börn ættu að verða sjálfstæðir og sterkir og sterkir einstaklingar sem læra meira á skemmri tíma, öðlast tungumálaþekkingu á heimsmælikvarða og fá öfluga greiningu á sérþörfum. Að ógleymdu einhverju um tölvur og upplýsingatækni. (Liðirnir sjö eru síteraðir hér eftir minni; hægt er að flettaritinu upp á síðu menntamálaráðuneytisins.)


Hugtök um þekkingu kennara sem félagsleg stjórnlist

Efniskynning greinarinnar Concepts of teacher knowledge as social strategies eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson: This article reviews didactical and psychologically based research on teachers’ work and teacher thinking, narrative educational inquiry and studies of change in teachers’ work and places them in the context of sociological theory about expert work and symbolic capital. The work of Abbott on the structure of expert work and knowledge, and Bourdieu on the importance of epistemic reflexivity of researchers, is applied to educational research. In the article, it is argued that the research findings on teachers’ work, teacher thinking, and teacher identity generated as abstractions about expert knowledge of teachers become discursive themes that teachers and researchers. (Pedagogy, Culture & Society Vol. 14, No. 1, March 2006, pp. 19–34 DOI: 10.1080/14681360500487520)

Félagslegur vettvangur fólk með þroskahömlun?

Birst hefur í tímaritinu INTELLECTUAL AND DEVELOPMENTAL DISABILITIES greinin People With Intellectual Disabilities in Iceland: A Bourdieuean Interpretation of Self-Advocacy eftir Kristínu Björnsdóttur og Ingólf Ásgeir Jóhannesson

Efniskynning á ensku

There are many barriers to social participation in Iceland for people with intellectual disabilities. This article builds on qualitative research with young adults with intellectual disabilities. The purpose of this article is to develop an approach where the struggles over the meaning of social participation of people with intellectual disabilities are seen as social strategies. In the article, the authors suggest that people with intellectual disabilities are carving out a space where intellectual disability is gaining higher social status. They also posit that people with intellectual disabilities use several social strategies in the emerging field of self-advocacy for the purpose of improving their social position. Thus, the article contributes to a new social understanding of disability and how people with disabilities gain authority over their lives and experiences. INTELLECTUAL AND DEVELOPMENTAL DISABILITIES VOLUME 47, NUMBER 6: 436–446 | DECEMBER 2009 DOI: 10.1352/1934-9556-47.6.436

Þjálfun geimfara á Íslandi

Í nýjasta hefti tímaritsins Sögu (það er 1. hefti 2010) birtist greinin „Þetta voru ævintýraferðir“. Þjálfun geimfara á Íslands 1965 og 1967 eftir undirritaðan

Efniskynning á íslensku: Hvað voru bandarískir geimfarar að gera á hálendi Íslands sumrin 1965 og 1967? Voru þeir hér að æfa sig fyrir hvernig ætti að ganga á tunglinu – eða voru þeir að nema jarðfræði? Í greininni er sagt frá því hverjir af tunglförunum tólf komu til æfinga á Íslands ásamt frásögn af ferðalögum þeirra á Íslandi, tómstundaiðju þeirra og fjölmiðlaumfjölluninni um ferðalagið. Greinin byggist á rituðum heimildum, svo sem dagblöðum samtímans og gögnum frá Bandarísku geimferðastofnuninni, viðtölum við níu af þeim Íslendingum sem fóru með geimförunum upp á hálendið og viðtali við einn af tunglförunum. 

Efniskynning á ensku: In 1965 and 1967, NASA brought astronauts to Iceland to receive training for the Appollo mission that first brought man to the moon. Of twelve men who have landed on the moon, nine were trained in Iceland in either of the training trips. In the article, it is explained how this training was conducted, and questions about the importance of the training in Iceland and why Iceland was chosen for the training are answered. Further, it is discussed what kind of importance the astronaut training in Iceland had for the country. The article deals with the story in the common discourse in Iceland, often communicated to foreign tourists, that Iceland was chosen for the training because of its moonlike landscape. Sources from NASA and an interview with one of the austronauts who landed on the moon reveal that the training in Iceland was primarily a part of the general geological training where the astronauts were trained to observe and understand a variety of rock types and formations — not because of the particular landscape in Iceland. During the training in Iceland, the astronauts collected specimen and described what they saw, and they discussed their findings in a seminar form after they had spent a day of observations at Askja and some other places in the Icelandic interior. The Icelandic media was highly interested in these events. Several journalists and photographers travelled with the astronauts and wrote stories in the newspapers and for the only radio station in the country. Sources not previously mentioned in the abstract include written material from the newspapers in the 1960s and from NASA, as well as interviews with nine Icelanders—geologists, journalists, bus drivers, chefs—who travelled with the astronauts.


Skemmtilegur borgarstjóri?

Ég sá áðan tvo karlmenn í Sjónvarpinu sem höfðu nýverið skipt með sér valdastöðum í borgarstjórn og þann þriðja sem reyndi að fá þá til að viðurkenna það. Mér fannst þetta líkjast gamalkunnugu ferli frá þeim árum er Davíð og Halldór skiptu með sér völdum á fjögurra ára fresti.

Jón Gnarr segist verða skemmtilegur borgarstjóri - en hann þarf þá að verða dálítið skemmtilegri en hann var í viðtalinu og verulega mikið ólíkur því sem hann er sem skemmtikraftur. Vonin um að hann verði góður borgarstjóri felst þó í því að hann verði betri stjórnmálamaður en grínisti.

Ég las í úttekt DV að hann skynjaði mjög vel hvort fólk væri að segja honum satt eða ljúga. Þetta verður að viðurkennast að er heppilegur eiginleiki fyrir mann sem tekur fram í viðtölum að hann þurfi að kynna sér málin.


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband