Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Tímabundið verndargildi?

"Skipulagsstofnun telur jarðfræðilega sérstæðni Gjástykkissvæðisins á landsvísu  og heimsvísu óumdeilanlega og verndar- og fræðslugildi þess hátt. Stutt er frá því að eldsumbrot voru á svæðinu og ummerki um gliðnun jarðskorpufleka eru óvenju skýr. Svæðið nýtur verndar skv. 37. gr. náttúruverndarlaga um eldhraun og Umhverfisstofnun hefur gert tillögu um friðlýsingu svæðis sem nær m.a. til fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Þá kemur fram í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um mat á verndargildi háhitasvæða, sem unnin var í tengslum við Rammaáætlun 2, að Gjástykki sé eitt þeirra 9 svæða af alls 39 háhitasvæðum sem metin voru af stofnuninni sem að ætti að njóta hámarksverndar vegna sérstöðu sinnar. Fyrirhugaðar framkvæmdir við rannsóknaboranir koma til með að hafa nokkuð neikvæð og varanleg áhrif á hraun frá Kröflueldum á afmörkuðu svæði þar sem borkjallari verður fleygaður niður í hraunið á borteig. Á framkvæmdatíma verða nokkuð neikvæð áhrif á svæðið sem hluta af svæði sem skilgreina má sem víðerni.“  Svo hljóðar upphaf úrskurðar frá Skipulagsstofnun sem síðan ályktar: „Skipulagsstofnun telur að fyrirhugaðar framkvæmdir muni þannig tímabundið rýra verndargildi svæðisins en ekki framtíðargildi þess.“Stóra spurningin er þessi: TIL HVERS YRÐU RANNSÓKNARHOLUR BORAÐAR EF SÍÐAN ER ALVEG LJÓST AÐ ÞAR YRÐI EKKI VIRKJAÐ? Því að svo setur stofnunin fyrirvara: „Skipulagsstofnun vill leggja áherslu á að í þessu máli er verið að meta umhverfisáhrif af rannsóknaholum á einum skilgreindum borteig á Gjástykkissvæðinu en ekki af hugsanlegri orkunýtingu á svæðinu með tilheyrandi mannvirkjum, þó að fjallað sé um framtíðarnýtingu ... Ljóst er að neikvæð áhrif virkjunar á svæðinu yrðu allt annars eðlis og mun neikvæðari á marga umhverfisþætti en fyrirhugaðra framkvæmda vegna rannsóknaborana. Skipulagsstofnun tekur að öðru leyti ekki afstöðu til áhrifa af slíkum framkvæmdum enda munu þær fara í ferli mats á umhverfisáhrifum ef til þeirra kemur.“ Vonandi verður búið að friðlýsa Gjástykki áður en að því kemur.
mbl.is Boranir rýra ekki framtíðargildi Gjástykkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlar með umboð

En þótt ég gagnrýni að nefndin sé skipuð tómum körlum fagna ég því að enn sé reynt að semja
mbl.is Hafa umboð til að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn tómir karlar skipaðir í nefnd

Enn hefur verið skipuð nefnd með tómum körlum í, nú nýja Icesavenefndin. Ég vil beina því til fjárrmálaráðherra að fylgja stefnu flokksins sem hann er formaður í um kynjajafnvægi. Sumt fólk í flokknum, t.d. meiri hluti félaga í Reykjavík, að leiðrétta ekki kynjahlutfallið ef það er konum í hag. Ég geri þó ekki kröfu til þess að tómar konur verði skipaðar í nefndina heldur verði skipað í sem jöfnustum hlutföllum.

Fram kom á fundi sem Félag kvenna í atvinnurekstri og Samtök atvinnulífsins héldu ásamt fleiri félögum að konur væru stundum skipaðar í stjórnir félaga sem hefðu lent í vandræðum. Þetta kom fram hjá breskum félagssálfræðingi sem flutti erindi á fundinum. Icesave er auðvitað dæmi um gríðarleg vandræði sem kannski væri táknrænt að setja konur í að bjarga. Hin hliðin er auðvitað sú að láta karlana laga það sem karlar klúðruðu. Málið er þó að þeir karlar sem klúðruðu þessu eru ekki látnir bjarga því!


Veðurfréttir dögum saman

Enda þótt ég hafi ekki áhuga á því að ferðast á jöklum vegna þess að ég veit að það er hættulegt, þá skil ég fólk sem þangað vill ferðast í góðu veðri. En ég skil ekki ferðaskrifstofu sem ekki fylgist betur með veðurfréttum, gerir sér einhvern veginn ekki grein fyrir óveðri sem var búið að spá dögum saman. Við þessar aðstæður er stórkostlegt að eiga björgunarsveitirnar - en mér er samt umhugað um að þeim sé ekki stefnt í hættu.
mbl.is Gerðu skjól úr sleðanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlaslagsíða Besta flokksins

Ekki verður annað sagt en að hreinskilni gæti í markmiðum Besta flokksins. Og í prófkjöri á síðu flokksins eru fyrst og fremst karlar í boði.


mbl.is Ný heimasíða Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómir karlar í vinnuhópi um veggjöld

Lítil frétt í Fréttablaðinu í morgun vakti athygli mína fyrir þá staðreynd að þar eru fimm karlar skipaðir í vinnuhóp um málefni sem varðar jafnt konur og karla, það er um kosti og galla veggjalda og hugmyndir um hvaðeina sem tengist fjármögnun samgönguframkvæmda til frambúðar, eins og það er orðað í fréttinni eftir tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Ég hef ekkert sérstakt út á þá þrjá þingmenn og þann eina bæjarstjóra sem eru auk ráðherrans sjálfs í nefndinni. En er það virkilega þannig að engin kona hafi fengist til að vera í þessum hópi? Því trúi ég ekki með nokkru móti og skora á ráðherrann að endurskipa í starfshópinn.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband