Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
21.1.2010 | 15:14
Að reka heimspeking til að bæta ímynd
Þorsteinn Hilmarsson hefur verið ötull við að framfylgja þeirri stefnu Landsvirkjunar að láta eins og hún hafi valdið. Ekki veit ég þó hvort hann fann upp nafnið Landsvirkjun Power (http://www.lvpower.is/) en eitt er ég alveg viss um að það þarf meira til en að reka einn heimspeking til að bæta ímynd Landsvirkjunar.
Vitanlega er það alveg rétt mat hjá nýjum forstjóra að það "er brýnt að efla og breyta ímynd Landsvirkjunar bæði gagnvart fjármögnunarfyrirtækjum, fjölmiðlum og almenningi" því að ímyndin er slæm eftir aðfarir Landsvirkjunar að íslenskri náttúru á undanförnum árum. Brýnna væri þó að hætta áformum um Norðlingaölduveitu, virkjanir í neðri hluta Þjórsár, virkjun á Þeistareykjum o.fl. o.fl.
Þorsteinn hættur hjá Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2010 | 15:04
Bandaríski herinn verndar auðmennina á Haiti
Sjá jonas.is um ástandið á Haiti þar sem björgunarstarfið líður vegna afskipta bandaríska hersins. Jónas segir:
"Bandaríski herinn hefur tekið völdin á Haiti. Markmiðið er ekki að hjálpa fátæklingum, heldur að verja eignir auðmanna. Flug með hergögn hefur forgang fram yfir flug með hjálpargögn. Flugvélum með hjálpargögn er stundum bannað að lenda á flugvellinum í Port-au-Prince. Auðmenn á Haiti hafa góð sambönd inn í bandaríska stjórnkerfið. Þegar innviðir samfélags rústast, er hætta á, að eignir auðmanna verði fyrir hnjaski. Verkefni bandaríska hersins er að hindra það. Bandaríkin hafa lengi haft mikil áhrif á eyjunni. Hafa yfirleitt stutt einræðisherra, sem kúga almenning. Papa Doc var frægasti leppurinn."
Hálf milljón á vergangi á Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010 | 18:18
Aflsmunur stjórnvalda?
Ég heyrði í útvarpinu áðan að tveir (ónefndir) þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu lýst áhyggjum af því að stjórnvöld myndu beita aflsmunum í kosningabaráttu um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Ekki veit ég meira um málflutning þeirra um þetta efni og spyr hvort ríkisstjórn og Alþingi eigi virkilega að halda sér til hlés þegar forsetinn hefur ákveðið að skjóta til þjóðarinnar lögum sem ríkisstjórnin hafði lagt fram sem frumvarp og Alþingi samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða. Ég hygg að ég skilji þó áhyggjur af þessum toga að hafður verði í frammi af hálfu stjórnvalda einhliða málflutningur - því vissulega væri það í andstöðu við þá lýðræðishugsjón að þjóðaratkvæðagreiðslur ráði úrslitum stórra mála.
Sennilega er þetta mikil klemma, siðferðileg eða hagnýt, eftir því hvort við viljum setja klemmuna upp á háleitt plan eður ei. En miðað við mikilvægi málsins væri að ég tel nokkuð ábyrgðarlaust af ráðherrum ríkisstjórnar að reka ekki áróður fyrir máli sem þegar hefur kostað okkur afsögn ráðherra sem ekki vildi ríkisstjórninni.
Annað mál er að mér finnst að ráðherrarnir geti e.t.v. ekki beitt embættismönnum á pólitískan hátt í málinu. Því miður fannst mér dómsmálaráðherra koma fram sem embættismaður í málinu. Er mál að fara að skipta út ópólitískum ráðherrum og setja aðra sem taka pólitíska ábyrgð? Kannski átti ráðherrann þó einungis við það sem ég nefndi áðan að það er mikilvægt af lýðræðislegum ástæðum að stjórnvöld sinni líka upplýsingarskyldu. Þetta finnst mér reyndar að ríkisstjórnin, sem sat við völd þegar fjölmiðlalögin sem forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar voru afnumin, hefði átt að sinna: að setja rammalöggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur og undirbúning þeirra, hagnýtan sem efnislegan. Einn eitt skammarstrik og aðgerðarleysi íhalds og framsóknar.
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2010 | 11:16
Að hefja sig upp úr þrasinu
60% andvíg Icesave-lögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2010 | 14:51
Og hvað ef lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Ég vona að þeir sem vilja fella Icesavelögin hafi góð ráð ef lögin verða felld. Það er skárra að semja strax um Icesave en láta alla óvissuna hanga yfir sér. Það er fásinna að halda að Bretar og Hollendingar gefi mikið meira eftir en þeir hafa gert.
Enn hef ég engan hitt sem skrifaði undir áskorun til forsetans, en hef þó hitt fólk sem þekkir fólk sem skrifaði undir. Ég hef heldur engan hitt sem langar til að borga Bretum og Hollendingum og heldur ekki hitt fólk sem þekkir fólk sem langar til að borga skuldina. Ég get heldur ekki sagt að mig langi til að borga ótilteknar skuldir, en ég sé ekki hvernig ég kemst hjá því að borga þær.
Sama er með Icesavelögin: Við sem höldum að forsetinn hafi tekið fáránlega vitlausa ákvörðun erum eðli málsins samkvæmt slakir talsmenn Icesavelaganna - en gerum okkur þó grein fyrir því að við erum hluti af samfélagi þjóða þar sem skuldir þarf að greiða. Já, og hver var það sem setti Icesave á stofn? Jú, íslenskt fyrirtæki með fulltingi stjórnvalda. Þannig að þjóðernisremban sem ég verð var þegar ég les fjölmiðla og blogg um málið ætti að beinast að þeim sem ábyrgð bera hér innanlands. Því miður er málið þannig vaxið að við komumst ekki undan því að borga.
Mikil óvissa á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)