Bandaríski herinn verndar auðmennina á Haiti

Sjá jonas.is um ástandið á Haiti þar sem björgunarstarfið líður vegna afskipta bandaríska hersins. Jónas segir:

"Bandaríski herinn hefur tekið völdin á Haiti. Markmiðið er ekki að hjálpa fátæklingum, heldur að verja eignir auðmanna. Flug með hergögn hefur forgang fram yfir flug með hjálpargögn. Flugvélum með hjálpargögn er stundum bannað að lenda á flugvellinum í Port-au-Prince. Auðmenn á Haiti hafa góð sambönd inn í bandaríska stjórnkerfið. Þegar innviðir samfélags rústast, er hætta á, að eignir auðmanna verði fyrir hnjaski. Verkefni bandaríska hersins er að hindra það. Bandaríkin hafa lengi haft mikil áhrif á eyjunni. Hafa yfirleitt stutt einræðisherra, sem kúga almenning. Papa Doc var frægasti leppurinn."


mbl.is Hálf milljón á vergangi á Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband