Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hlutverk lögreglunnar

Það kom í ljós í vetur að lögreglan getur ekki varið ríkisstjórn eða þing ef almenningur er kominn jafnalvarlega upp á móti henni eins og þá gerðist. Enda á það ekki að vera hlutverk lögreglunnar að fást við slíkt. Og við eigum ekki að eiga neins konar lið sem getur staðið í þess háttar.
mbl.is Lögreglumenn í búsáhaldabyltingu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær verður hætt að skipa einkynja nefndir?

Hver skipaði þessa nefnd? Stjórnarflokkarnir? Alþingi??? Þessir lögfræðingar, sem í nefndinni sitja, þeir sem ég kannast við, eru mætir menn - en hvenær og hvenær ekki má gleyma þeirri stefnu að hætta að skipa einkynja nefndir?
mbl.is Álit brátt kynnt fulltrúum samninganefndanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið ótrúlega að gerast?

Ef það er rétt að samkomulagi náðst um fyrirvara við Icesave er það ótrúlegt miðað við þann alvarlega ágreining sem hefur verið í samfélaginu, jafnt á þinginu sem annars staðar. Vissulega verður ég að fá að sjá það, svart á hvítu, að sé komið samkomulag til að trúa því, eftir það sem á undan er gengið. En það bannar mér ekki að tjá bjartsýni mína og von.
mbl.is Sátt að nást um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður áfram leynimakk með orkuverðið?

Hörður segist ekki munu breyta stefnu Landsvirkjunar. Eitt af því sem er óþolandi er leyndarmakkið með orkuverðið til stóriðjunnar.
mbl.is Draumastarf fyrir minn bakgrunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnað af því að of fáir þekkja til?

Skyldi það vera þannig að Gjástykki verði fórnað af því að fáir þekkja það, svipað og með Kárahnjúkasvæðið og landið sem fór undir lónið? Sjá frábært blogg Friðriks Dags og myndir frá Kjartani.
mbl.is Vilja friðlýsa Gjástykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðlýsum Gjástykki - röskum því ekki með borunum

SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, vilja að Gjástykki í Þingeyjarsýslu verði verndað fyrir hvers konar raski.

Gjástykki er ásamt svæðinu í kringum Leirhnjúk vestan Kröflu sennilega það svæði í heiminum á þurru landi sem best sýnir hvernig landreksflekarnir færast í sundur. Landrekskenningin sannaðist þarna fyrir augum okkar á 8. og 9. áratug síðustu aldar og allt var vel skoðað og skráð. Á þessum slóðum eru aðstæður til fræðslu og náttúruupplifunar sem hvergi gefast annars staðar og í því felast mikil tækifæri, bæði andleg og efnaleg. Þegar málefni Gjástykkis eru skoðuð í víðu samhengi er ljóst að verðmæti svæðisins er afar mikið og í þeirri orku sem þar kann að vera tæknilega nýtanleg felst minnstur hluti þeirra verðmæta. Auðlegð svæðisins er fólgin í ímynd þess fyrir Ísland, fræðslugildi þess fyrir Ísland og umheiminn og því að þar eru óhemjumiklir möguleikar fyrir útivist og ferðaþjónustu, t.d. í gönguferðum milli Jökulsárgljúfra í Vatnajökulsþjóðgarði og Mývatns. Allt rask, þar með taldar rannsóknarboranir, ógnar þessu gildi og rýrir ímynd og gæði. Stjórnvöld, þar á meðal sveitarfélög í héraðinu, ættu því að berjast fyrir uppbyggingu eldfjallafræðagarðs í Gjástykki og við Leirhnjúk.

SUNN lýsa af ofangreindum ástæðum andstöðu við rannsóknarboranir í Gjástykki sem nú eru í matsferli vegna umhverfisáhrifa. Vissulega var það áfangi á sínum tíma að hafa fengið í gegn að ekki mætti bora í Gjástykki í rannsóknarskyni nema að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Þess háttar boranir kosta hins vegar sitt og það er auðvitað öllum ljóst að virkjunaraðili fer ekki út í þær nema að ætla sér að virkja. Við sem viljum vernda Gjástykki viljum ekkert rask þar og teljum að kostnaður við rannsóknarboranir sé óásættanlegur ef þar verður svo aldrei virkjað. Slíkur kostnaður er svo sem aldrei ásættanlegur - en núna er íslenska ríkið stórskuldugt og Landsvirkjun líka.

Af sömu ástæðum lýsa SUNN yfir andstöðu við hvers konar breytingar á skipulagi, svo sem aðalskipulagi sveitarfélaga eða skipulagi miðhálendisins, sem heimila orkuvinnslu í Gjástykki.

Friðlýsing Gjástykkis er forsenda þess að gæði svæðisins verði ekki skert. SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi nota tækifærið og beina því til ráðherra umhverfismála að hefjast þegar handa við undirbúning friðlýsingar svo tryggja megi eftir föngum að svæðið verði lyftistöng fyrir Ísland í samræmi við þáær einstöku aðstæður sem þar eru fyrir hendi.

Stjórn SUNN í ágúst 2009


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband