Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Gott að hafa eitthvað að gera

Mér finnst hárrétt hjá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, að taka sér íhugunarfrest áður en hann skrifar undir Icesave-lögin. Það er svo sjaldan sem forsetinn hefur eitthvert raunverulegt hlutverk í stjórnskipuninni að því ber að fagna að hann fái verðug verkefni.
mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vernharður Linnet alltaf jafn frábær

Ríkisútvarpið hefur á að skipa frábæru fólki í mörgum útvarpsþáttum. Einn af þeim bestu er Vernharður Linnet sem einmitt núna er að spila jólalög í djassbúningi.

Græðum við á því að gera sjálfbæra þróun að sýnilegu viðmiði?

Út er komin, í Netlu – Veftímariti um uppeldi og menntun, greinin Hvað græðum við á því að gera sjálfbæra þróun að sýnilegu viðmiði í grunnskólastarfi? (Sjá http://netla.khi.is.)

Höfundar hennar eru: Auður Pálsdóttir, Allyson Macdonald og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Útdráttur: "Í nútíma samfélögum er lögð vaxandi áhersla á sjálfbærni og samkvæmt stefnu Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærrar þróunar gegna fjöldi stofnana og samtaka mikilvægu hlutverki, þar á meðal skólar. Þegar aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi er athuguð með tilliti til sjálfbærrar þróunar koma í ljós mörg teikn. Í greininni er rætt hvernig hægt er að þróa skólastarf þannig að það þjóni markmiðum sjálfbærni. Menntun til sjálfbærrar þróunar dafnar ekki þegar viðfangsefni eru slitin í sundur eftir margskiptri stundaskrá eða þar sem þröng sjónarmið einstakra fræðigreina ráða ferðinni. Þegar einkenni sjálfbærrar þróunar eru gerð að viðmiðum við val á viðfangsefnum í mörgum námsgreinum og í skólastarfi er mögulegt að árangur náist. Markmiðið er að skapa heildstæða sýn á menntun sem er til sjálfbærrar þróunar, menntun sem skapar réttlátara samfélag, menntun sem leiðir til þekkingar, virðingar og ábyrgðar, ekki bara einhvern tíma í framtíðinni heldur strax í dag"


Skjálfandafljót friðað eða friðlýst

Það eru góðar fréttir að Þingeyjarsveit ætli sér að leggja fram aðalskipulag þar sem ekki er gert ráð fyrir virkjunum í Skjálfandafljóti. Ég fagna því og vona að Þingeyjarsveit geti staðið við það. En verði haldið áfram með álversáformin á Húsavík eru samt sem áður öll vatnsföll fyrir norðan í hættu, munum það, því að það er ekki næg orka á Þeistareykjum og við Kröflu. Ég get alveg tekið undir með Þingeyjarsveit að það sé ljómandi gott að frumkvæði að friðun þess komi úr sveitinni - en með lögformlegri friðlýsingu mun samfélagið allt taka ábyrgð á því að Skjálfandafljót verði ekki skemmt fyrir skammtímagróða. Sem sé: Ég fagna frumkvæði Þingeyjarsveitar og vil að samfélagið taki ábyrgð á Skjálfandafljóti.
mbl.is Leggjast gegn friðun alls Skjálfandafljóts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki-frétt um skoðanir Birgis Ármannssonar

Miklu fremur væri það nú frétt ef Birgir hefði verið þeirrar skoðunar Icesavefrumvarp stæðist stjórnarskrá. En samt hvarflar nú að mér að ef Birgir hefði verið í stjórnarflokki sæi hann litla ástæðu til að láta þetta sjónarmið í ljósi, því að ekki man ég heyrðist múkk í kauða þegar stjórn Geirs Haardes samdi við Breta um að það yrði samið við þá.
mbl.is Telur Icesave-frumvarp brjóta gegn stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugasögur í björtu? Reglur um atvinnustarfsemi í kirkjugörðum

Voru þessar "draugasögur" sagðar í björtu? Þeir sem fara um kirkjugarðana til að leiðsegja eru náttúrlega ekki einu leiðsögumenn landsins sem segja uppdiktaðar sögur um fólk hvort sem sú iðja nær inn í raðir þjálfaðra leiðsögumanna sem fara eftir siðareglum.

Nú hefur örugglega engum dottið í hug að það þyrfti reglur um hvaða atvinnustarfsemi má fara fram í kirkjugörðum önnur en sú sem snýst um að hirða þá og um þjónustu við afkomendur látins fólks. Kirkjugarðar eru staðir friðar og virðingar fyrir látnu fólki - og ég vona að þeir fái að vera það áfram, jafnvel þótt ég sjái svo sem ekkert gegn því að komið sé á leiðsögn um kirkjugarða. Ef frásögnin af "draugaferðunum" er rétt, þá er þó ljóst að ef einhverjir ætla að taka gjald fyrir að leiðsegja um kirkjugarða þurfa þeir sem fyrir slíku standa að sýna tilhlýðilega virðingu. Leiðsögn um kirkjugarða þarf að fylgja virðingu og góðum siðum. Ef siðareglur Félags leiðsögumanna koma að notum við það er það gott.


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðarhættur við Sundlaugaveg og Reykjaveg

Á þriðjudaginn fóru kennarar og nemendur Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla ásamt nokkrum foreldrum og velunnurum og slógu skjaldborg um Sundlaugaveg og Reykjaveg, en um þessar götur er gríðarmikil umferð á leið sund eða World Class - eða jafnvel að stytta sér leið í gegnum hverfið.

Umferðarátak 1. desember 2009

Myndin hér til hliðar er af nokkrum nemendum Laugalækjarskóla við Sundalaugaveginn - nemendur Laugarnesskóla voru svo við Reykjaveginn. Sorglegt var að sjá suma bílstjóra gefa í og aka hraðar þegar svona mörg börn og unglingar voru á svæðinu. En jafngleðilegt að sjá meiri hluta bílstjóranna hægja sérstaklega á sér og aka gætilega.

Foreldrar í hverfinu fara fram á margvíslegar úrbætur til að auka umferðaröryggi barna og annarra gangandi og hjólandi vegfarenda.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband