Ekki-frétt um skoðanir Birgis Ármannssonar

Miklu fremur væri það nú frétt ef Birgir hefði verið þeirrar skoðunar Icesavefrumvarp stæðist stjórnarskrá. En samt hvarflar nú að mér að ef Birgir hefði verið í stjórnarflokki sæi hann litla ástæðu til að láta þetta sjónarmið í ljósi, því að ekki man ég heyrðist múkk í kauða þegar stjórn Geirs Haardes samdi við Breta um að það yrði samið við þá.
mbl.is Telur Icesave-frumvarp brjóta gegn stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er nú enginn annar en Sigurður Líndal sem ég heyrði fyrstan benda á að Icesave-lögin brjóta gegn stjórnarskrá Íslands.

Ekki að stjórnarskráin skipti ríkisstjórnina miklu máli.

Það sem varið "samið" um fyrir ári síðan skiptir nákvæmlega engu máli í þessu samhengi, frekar en að áætlað hækkun seinustu ríkisstjórnar á persónuafslættinum skipti þessa ríkisstjórn máli.

Geir Ágústsson, 10.12.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, hefur líka bent á þetta.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.12.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan samdi ríkisstjórn Geirs Haarde aldrei við einn eða neinn. Það var hins vegar ákveðið að láta reyna á samningaleiðina. En það er svo merkilegt með samninga að þeir geta verið með ýmsu móti. Fyrirliggjandi samningar kveða t.d. m.a. á um að dómsvald yfir innlendum málum verði framselt til erlendra dómstóla. Það er Birgir aðallega að gagnrýna. Mér er ekki kunnugt um að slíkt hafi einu sinni verið viðrað af ríkisstjórn Geirs Haarde.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.12.2009 kl. 15:33

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Geir og Hjörtur - takk fyrir innlitið

Icesave-málið er búið að halda stjórnmálum í gíslingu í marga mánuði. Icesave-klúðrið er hluti af bankahruninu og þeirri stefnu fv. ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að taka í burtu sem mest af eftirliti með bönkunum. Um þetta er hægt að hafa mörg og miklu stærri orð - en ég nenni því ekki núna. Víst skiptir það máli, Geir, að það sem var samið um fyrir ári skiptir máli, en ég er hins vegar ekki viss um að það hafi verið það vitlausa, ég hef einfaldlega skárri trú á samningaleiðinni, þótt við séum alveg örugglega að hlíta afarkostum - og það sé bæði sorglegt og fyndið þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur spila sig hálfpartinn saklausa af þessu: Hefðu þeir náð betri nauðarsamningum? Varla! Hefðu þeir keyrt málið í gegnum Alþingi? Já, ég býst við því.

Icesave-málið og erlendir dómstólar: Mér hefur virst það mjög algengt með erlenda dómstóla að þeir hafi yfir ísl. málum að segja allar götur síðan við gerðumst aðilar að EES-samningnum. Þetta er að sjálfsögðu einn hluti vandans að við vorum löngu búin að framselja þetta dómsvald.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.12.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband