Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ályktun SUNN um ísbjarnardrápið

SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hafa sent frá sér ályktun sem hljóðar svo: "SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, harma ísbjarnardrápið í Skagafirði í gærmorgun sem virðist ekki hafa verið sérlega vel ígrunduð ákvörðun. Af fréttum að dæma og frásögnum sjónarvotta er ósennilegt að slík hætta hafi verið fyrir hendi að ekki mætti bíða útbúnaðar til að fanga ísbjörninn. Ísland er aðili að fjölmörgum alþjóðasamþykktum um dýravernd og líffræðilegan fjölbreytileika og þessar samþykktir leggja okkur skyldur á herðar að drepa ekki dýr í útrýmingarhættu. Ef sú hætta stafar af ísbjörnum, sem látið er af, er það aftur á móti sinnuleysi af stjórnvöldum að ekki skuli vera til aðgerðaáætlun því að ísbirnir koma til landsins öðru hverju. Vonandi verður slík aðgerðaáætlun gerð í kjölfar þessa atburðar og fagna ber þeirri yfirlýsingu umhverfisráðherra að farið verði rækilega yfir atburðarásina í gær." Undir þetta ritar stjórn SUNN, 4. júní 2008".


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarmálastofnun óþörf

Mér sýnist Varnarmálastofnun gersamlega óþörf úr því að norðlenskar skyttur duga til að verjast árás ísbjarnarins.
mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband