Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Netþjónabú - geitungabú

Hvað eiga netþjónar og geitungar sameiginlegt með loðdýrum? Að heimkynni þeirra nefnast . Af hverju er salur fullur af stórum tölvum en verksmiðja full af rafskautum til að "bræða" ál köllum ver? er flott orð - minnir á landbúnað. Ver minnir á verstöð - líka jákvæðara en verksmiðja eða álbræðsla. -- Viðurkenni að mér gest skár að því að selja orku til að setja upp netþjóna en til að setja upp álver, líklega talsvert minna af orku. Í einni af fréttum dagsins kom þó fram að ekki yrðu til mörg störf. Enda Yahoo að sækjast eftir ódýru orkunni - og því að fólkið hér sé gott eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV. Margt smátt gerir hins vegar eitt stórt og því full ástæða til að skoða málið vel.


mbl.is Yahoo kannar möguleika á netþjónabúi hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munurinn minnkar og minnkar ...

Munurinn á fylgi stjórnarflokkanna og vinstri flokkanna, VG og S, minnkar og minnkar ef við tökum mið af skoðanakönnun á visir.is í kvöld; þar eru vinstri flokkarnir með 45,3% og stjórnarflokkarnir með 46,7%. Stjórnin þá kolfallin ef frjálslynd eru tekin með í reikninginn. Í hádeginu í dag var sveiflan í hina áttina - þannig að við verðum að vera dugleg. Kjósum breytingar - kjósum helst af öllu VG!

Herslumuninn vantar til að vinna :-)

Skoðanakannanir berast daglega - ríkisstjórnin heldur velli, ríkisstjórnin er fallin. Þetta er eins og úllen, dúllen, doff-leikur: Hvernig verður staðan við kosningarnar? Ég minni á að í vetur hefur það gerst á þriggja mánaða fresti að vinstri græn og Samfylkingin hafa haft hreinan meirihluta skv. slíkum könnunum - og það var í nóvember og febrúar. Nú er kominn tími á það á ný og það ber vel í veiði að það verði einmitt á laugardaginn sem VG og S fái hreinan meirihluta saman. Best er að kjósa vinstri græn því að góð útkoma VG minnir meira á kröfur um breytingar. En það er betra að kjósa Samfylkinguna en að sitja heima eða kjósa aðra flokka; þetta segi ég í trausti þess að Samfylkingin vilji vinna með okkur að því að lagfæra velferðarkerfið eftir 16 ára stjórn íhaldsins og snúa vörn í sókn í náttúruverndarmálum. Já, og bakka frá meiri einkavæðingar- og einkarekstraráformum í mennta- og heilbrigðiskerfunum.

Traust efnahagsstjórn?!

Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur mælst með ódýrustu auglýsingarnar í kosningabaráttunni, sækir nú í sig veðrið við að auglýsa og leggur áherslu á trausta efnahagsstjórn, t.d. í einni sem sýnir forsætisráðherra í helgarjakka og blárri peysu utan yfir fráhnepptri skyrtu. Fullyrt er að traust efnahagsstjórn sé stærsta velferðarmálið. En fyrir hvern? Í auglýsingunni - sjá t.d. Moggann 6. maí, bls. 41 - er beitt markvissum blekkingum með því að fullyrða að kaupmáttur hafi aukist um 75% frá árinu 1994 og atvinnuleysi „sem áður var mikið vandamál er nú svo að segja óþekkt". Blekkingin felst í að velja upphafsár til samanburðar á hagstæðan hátt - Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega verið óslitið við völd frá 1991. Fyrstu árin eftir valdatöku hans voru heilmikil atvinnuleysisár, sennilega þau mestu frá því í heimskreppunni milli 1930 og 1940. Af hverju velur flokkurinn ekki upphafsárið 1991 til samanburðar? Er sá samanburður ekki nógu hagstæður?

Skuggahliðar velmegunar Sjálfstæðisflokksins eru því miður æði margar: Versnandi tannhirða barna ætti ekki að eiga sér stað í svo ríku landi. Fátækt fólks með börn veldur óþolandi aðstöðumun barna á grunnskólaaldri til tómstundaiðkunar. Aðbúnaður háskólanema hefur ekki batnað í takti við fjölgun þeirra enda eru framlög ríkis á nemanda með þeim lægstu sem þekkist í sambærilegum löndum - og nemendur þurfa að borga þó nokkurt skrásetningargjald. Við sem störfum í Háskólanum á Akureyri munum vel fjárskortinn hér fyrir einu til tveimur árum. Og Háskólinn er líka tilraunastofa einkavæðingar í húsnæðismálum. Lyfja- og lækniskostnaður stórhækkaði, sennilega mest á fyrstu stjórnarárunum. Rányrkja á náttúrunni er gífurleg en síðast en ekki síst hafa auðlindir verið afhentar kvótakóngum og álfurstum - það er ekki bara Framsóknarflokkurinn sem ber ábyrgð á eyðileggingu náttúrunnar, þótt ég ætli nú ekki bera sérstakt blak af honum.

Almenn stefna Sjálfstæðisflokksins felst í því að hygla þeim ríku á kostnað þeirra smáu. Honum hefur orðið ágengt í þessum efnum - það sýnir t.d. þróun skattleysismarka. Þetta þarf að stöðva í kosningunum á laugardaginn þannig að takist að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Atkvæði greitt vinstri grænum - XV - er atkvæði greitt aukinni velferð og meiri jöfnuði, gegn fátækt og með náttúruvernd.


Frístundabyggð í Mývatnssveit

Umhverfisráðherra hefur í trássi við fagstofnanir sínar, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun, veitt heimild til frístundabyggðar í landi Voga í Mývatnssveit, líka í trássi við a.m.k. suma nágrannana ef marka má frétt DV í dag. Undanfarna áratugi hefur verið staðið fast á bremsunni gagnvart slíkri byggð við Mývatn og í nágrenni þess – í þeim tilgangi að vernda vatnið og landið. Lögum um Mývatn og Laxá var breytt 2004 þannig að verndarákvæði um vatnið sjálft, ána og vatnasviðið eru nú mun sterkari en fyrr – þ.e. ef farið væri almennilega eftir lögunum (sjá 4. gr.). Í lögunum er tekið fram að gera skuli verndaráætlun. Þar skal „m.a. fjallað um nauðsynlegar verndaraðgerðir, friðlýsingu náttúruminja, landnýtingu, umferðarrétt almennings og aðgengi ferðamanna að svæðinu. Verndaráætlunin skal gerð í samvinnu við viðkomandi sveitarstjórnir, hagsmunaaðila og umhverfisverndarsamtök á svæðinu og stofnanir sem starfa lögum samkvæmt á sviði náttúruverndar, vatnsverndar og veiðinýtingar” (6. gr.). Þessi verndaráætlun hefur ekki verið gerð. Án þess að það varði meira eða minna þessa tilteknu byggð, hef ég efasemdir um að leyfisveiting yfirleitt til frístundabyggðar eigi rétt á sér því að vatninu stafar hætta af aukinni byggð og umferð – fyrir utan að mikil frístundabyggð getur skert umferðarrétt almennings. Verndaráætlun, sem er sama stjórntækið og á að gilda um Vatnajökulsþjóðgarð, á hins vegar að geta að hluta til komið í veg fyrir deilur um einstakar athafnir stjórnvalda. Því verður að krefjast þess af Umhverfisstofnun að ljúka hið snarasta við verndaráætlunina – og af ráðuneytinu að reka á eftir henni við það. Og varla vilja sveitungar mínir, hvorki Vogungar né aðrir, standa í deilum hver við annan um einstök svæði.

Kynjaverkaskipting stjórnmálaflokkanna

Í gærkvöldi opnaði ég sjónvarpið skömmu áður en umræðum um heilbrigðismál lauk. Þar ræddu fulltrúar sex stjórnmálaflokka og ræddu við fréttakonu Sjónvarpsins - þarna sátu fimm fulltrúar af kvenkyni fyrir flokkana og karlmaður fyrir Frjálslynda flokkinn. Eftir stutt hlé birtist fréttakarl Sjónvarpsins og sex karlar fyrir stjórnmálaflokkana og ræddu um skattamál. Það var eins og flokkarnir hefðu tekið sig saman um að skattamálin væru karlamál; er það kannski vegna þess að karlar hafa hærri laun og borga meiri skatt fyrir vikið? Mér finnst samt ekki að skattamál séu karlamál - frekar en jafnréttismál vera kvennamál. Ungur karlmaður í sal (ég tók ekki eftir því hvað hann heitir en sýndist hann merktur VG [ekki rétt hjá mér,  hann var merktur Samfylkingunni og heitir Steindór Grétar Jónsson]), sem fékk að spyrja spurningar, hafði orð á þessari kynjaverkaskiptingu; honum sé heiður.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband