Herslumuninn vantar til að vinna :-)

Skoðanakannanir berast daglega - ríkisstjórnin heldur velli, ríkisstjórnin er fallin. Þetta er eins og úllen, dúllen, doff-leikur: Hvernig verður staðan við kosningarnar? Ég minni á að í vetur hefur það gerst á þriggja mánaða fresti að vinstri græn og Samfylkingin hafa haft hreinan meirihluta skv. slíkum könnunum - og það var í nóvember og febrúar. Nú er kominn tími á það á ný og það ber vel í veiði að það verði einmitt á laugardaginn sem VG og S fái hreinan meirihluta saman. Best er að kjósa vinstri græn því að góð útkoma VG minnir meira á kröfur um breytingar. En það er betra að kjósa Samfylkinguna en að sitja heima eða kjósa aðra flokka; þetta segi ég í trausti þess að Samfylkingin vilji vinna með okkur að því að lagfæra velferðarkerfið eftir 16 ára stjórn íhaldsins og snúa vörn í sókn í náttúruverndarmálum. Já, og bakka frá meiri einkavæðingar- og einkarekstraráformum í mennta- og heilbrigðiskerfunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband