Skjálfandafljót friðað eða friðlýst

Það eru góðar fréttir að Þingeyjarsveit ætli sér að leggja fram aðalskipulag þar sem ekki er gert ráð fyrir virkjunum í Skjálfandafljóti. Ég fagna því og vona að Þingeyjarsveit geti staðið við það. En verði haldið áfram með álversáformin á Húsavík eru samt sem áður öll vatnsföll fyrir norðan í hættu, munum það, því að það er ekki næg orka á Þeistareykjum og við Kröflu. Ég get alveg tekið undir með Þingeyjarsveit að það sé ljómandi gott að frumkvæði að friðun þess komi úr sveitinni - en með lögformlegri friðlýsingu mun samfélagið allt taka ábyrgð á því að Skjálfandafljót verði ekki skemmt fyrir skammtímagróða. Sem sé: Ég fagna frumkvæði Þingeyjarsveitar og vil að samfélagið taki ábyrgð á Skjálfandafljóti.
mbl.is Leggjast gegn friðun alls Skjálfandafljóts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvita eiga heimamenn að sinna sínum málum enda lögformlegur réttur þeirra.

Meðan öllum orku "frekum" iðnaði var komið fyrir höfuðborgarsvæðinu þá heyrðust ekki ábendingar um óæskileg áhrif.

"Náttúruleysingjarnir" fengu fyrst málið þegar staðsetning atvinnutækifæranna var fjarlægð því svæði.

Kannski er þetta allt slagur um fjármuni fremur öðru, þessi umræða þarf að komast af þrætustigi yfir á hærraplan svæðisbundina ábyrgðar.

ErlingGarðar Jónasson 11.12.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er líka lögformlegur réttur og það sem meira er skylda ríkisstjórnar að stuðla að verndun náttúruverðmæta, þar með talið að friðlýsa. Samvinna við sveitarfélög er í mörgum tilvikum árangursrík. En "heimamenn" fremur en aðrir mega ekki að ráða því að náttúruverðmætum verði spillt.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.12.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband