Draugasögur í björtu? Reglur um atvinnustarfsemi í kirkjugörðum

Voru þessar "draugasögur" sagðar í björtu? Þeir sem fara um kirkjugarðana til að leiðsegja eru náttúrlega ekki einu leiðsögumenn landsins sem segja uppdiktaðar sögur um fólk hvort sem sú iðja nær inn í raðir þjálfaðra leiðsögumanna sem fara eftir siðareglum.

Nú hefur örugglega engum dottið í hug að það þyrfti reglur um hvaða atvinnustarfsemi má fara fram í kirkjugörðum önnur en sú sem snýst um að hirða þá og um þjónustu við afkomendur látins fólks. Kirkjugarðar eru staðir friðar og virðingar fyrir látnu fólki - og ég vona að þeir fái að vera það áfram, jafnvel þótt ég sjái svo sem ekkert gegn því að komið sé á leiðsögn um kirkjugarða. Ef frásögnin af "draugaferðunum" er rétt, þá er þó ljóst að ef einhverjir ætla að taka gjald fyrir að leiðsegja um kirkjugarða þurfa þeir sem fyrir slíku standa að sýna tilhlýðilega virðingu. Leiðsögn um kirkjugarða þarf að fylgja virðingu og góðum siðum. Ef siðareglur Félags leiðsögumanna koma að notum við það er það gott.


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Helgi Valsson

Tilhlýðileg virðing við staði og fólk lífs og liðið er alltaf við hæfi.

Siðareglur Félags leiðsögumanna voru á sínum tíma samdar af leiðsögumönnum fyrir leiðsögumenn með hagsmuni ferðamanna og atvinnuveitenda leiðsögumanna í huga.

Draugagöngurnar eiga lítið skylt við leiðsögn (e. tourist guiding). Þar er um að ræða útileikhús, uppistand og sagnamennsku (e. outdoor theater, stand up and storytelling).

Stefán Helgi Valsson, 5.12.2009 kl. 19:51

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið og ábendingarnar, Stefán

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.12.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband