Hvað segja Samfylking og VG?

Ég verð að játa að ég hef ekki sett mig inn í málefni þeirra flóttamanna sem nú er verið að vísa úr landi - en það hlýtur að vera áfall fyrir fyrsta ráðherra sérstaks mannréttindaráðuneytis að vera öskruð burt úr ræðustóli við hátíðlegt tækifæri.

Ragna situr í ráðuneytinu á ábyrgð stjórnarflokkanna tveggja, Samfylkingar og vinstri grænna; hún hefur ekki svo ég viti til nokkurn tíma verið kjörinn fulltrúi í lýðræðislegum kosningum. En hún kann að hafa rétt fyrir sér í málinu, engu að síður. Æskilegt væri hins vegar að formenn flokkanna tveggja, þau Jóhanna og Steingrímur, skýrðu afstöðu sína í þessu máli, hvort þau telja verknaðinn að vísa fólkinu úr landi réttan. Eða forystumenn flokkanna í mannréttindamálum á þinginu.


mbl.is Gerðu hróp að ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Ingólfur. Auðvitað er þetta afleitur gjörningur. Byggður á hinu alræmda Dyflinnarsamkomulagi. Svo mikið veit ég þótt ég hafi ekki frekar en þú sett mig inn í þessi mál. Svo það er út frá því Grikkland sem á að taka afstöðu til þessa fólks og þá þurfa aðrar þjóðir ekki að hugsa...

En auðvitað á maður að skoða þessi mál betur en maður afsakar sig með tímaleysi. En mér finnst nú samt að ráðherrann eigi að fá að tjá sig upp í Háskóla en það er annað mál... Kveðja Erling

Erling 17.10.2009 kl. 12:26

2 identicon

Þetta  var  hárrétt  ákvörðun  hjá  ráðherranum.

 

 

SÝNISHORN  AF  FJÖLÞJÓÐAMENNINGUNNI  Í  SVÍÞJÓÐ.

 

 

http://www.youtube.com/watch?v=twyVJJZ_A3c&feature=related 

 

 

   TRÚ  FRIÐARINS   HEIMTAR  HÖFUР GEERT  WILDERS  FYRIR  FRAMAN  BRESKA  ÞINGIР OG  BRESKA  LÖGREGLAN  GERIR  EKKI  NEITT.

 

 

 

http://www.youtube.com/watch?v=det7TUsLy8U&feature=player_embedded

Skúli Skúlason 17.10.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Erling og Skúli, takk fyrir innlitið og ábendingarnar

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.10.2009 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband