Náttúruvernd og atvinnuástand

Í mótmælum bæjarstjórnar Sandgerðis kemur fram misskilningur um að það eigi að gefa afslátt af umhverfissjónarmiðum vegna hrunsins. Umhverfisráðherra óskaði eftir því að suðvesturlínan yrði undirbúin betur svo að það væri hægt að átta sig á áhrifum hennar á umhverfið. En auðvitað er það álversþráhyggjan, sem ég leyfi mér að nefna svo, sem ræður óánægju með að þurfa að undirbúa framkvæmdir nógu vel. Álverið slapp undan því að þurfa að meta umhverfisáhrif af orkuöflun og raforkuflutningum; ætli hefði ekki verið farsælla fyrir þá sem nú kvarta að stuðla að því heildaráhrifin yrðu metin saman. Nema því sé treyst að partahyggjan komi verkum áfram sem eru umhverfislega óþolandi. Eins og þegar bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hélt að raforka kæmi úr raflínum en ekki virkjunum.
mbl.is Mótmæla ákvörðun umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ingólfur

Mat á umhverfisáhrifum er góðra gjalda vert. Ég á þó enga sérstaka von á öðru en að út úr heildarmatinu komi einhverjar fínpússanir hér og þar. Það eru aðeins voðaverk á borð við Kárahnjúkavirkjun eða Gjástykki sem geta leitt af sér neikvætt umhverfismat og jafnvel þá er íslensk stjórnsýsla þannig að ráðherra getur hunsað það með einfaldri geðþóttaákvörðun.

Auðvitað er stóra málið að það á ekki að byggja fleiri álver né stækka á landinu. Slíkt má rökstyðja án þess að vísa til (beinna) umhverfisástæðna. Það er einfaldlega óskynsamlegt að þurrka upp alla virkjunarkosti sem tiltækir eru næstu áratugi og nýta til að skapa störf fyrir nokkur hundruð manns í tveimur álverum (pús einni stækkun).

Ómar Harðarson 8.10.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Ómar og takk fyrir innlitið og athugasemdina. Er sammála þessu með að við þurfum að eiga virkjunarkosti til framtíðar, og við þurfum að eiga möguleika að hugsa upp á nýtt hvort stað sem við getum verndað í dag verður fórnað síðar. Nú er þetta t.d. ekki lengur hægt með hálendið fyrir austan.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.10.2009 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband