Efni
26.9.2009 | 12:22
Langaði Þingeyinga til að vinna í álveri?
Það hefði verið óverjandi af ríkisstjórninni að halda áfram þreifingum við Alcoa og með því þeim væntingum hóps fólks heima fyrir sem langar til að vinna við álver eða uppbyggingu þess. Eða langaði Þingeyinga til að vinna í álveri? Það hef ég svo sem aldrei vitað hvort Þingeyinga langaði til að vinna í álveri, en af auglýsingum nokkurra húsvískra og fáeinna annarra norðlenskra fyrirtækja að dæma, langar fyrirtækjaeigendur eflaust til að eiga viðskipti við álverið vegna uppbyggingar og rekstur.
Viljayfirlýsing ekki framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Ég held að Þingeyinga langi til að vinna, og til að geta unnið hefur meginhluti þeirra sem ná þeim aldri að fara út á vinnumarkaðinn flutt suður þar sem fleiri tækifæri eru. Það er kannski ekki endilega að þá langi til að búa á Reykjavíkursvæðinu heldur frekar að þeir vilja vinna og sjá fyrir sér.
Gísli Sigurðsson, 26.9.2009 kl. 13:17
Nei, þá langar auðvitað að verða náttúruverndarforkólfar og háskólakennarar. Þú ert ídol Þingeyinga Ingólfur. Verst að allir geta ekki orðið eins og þú. Því verða Þingeyingar að vinna í álveri og öfunda þig úr fjarska og hugsa til þess hvernig það væri að vera eins miklir hugsuðir og þú. Ætli formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna öfundi þig ekki líka?
Róbert 26.9.2009 kl. 13:23
Takk fyrir innlitið, Gísli og Róbert - og góða þanka frá þér, Gísli, en bendi á að málið er flóknara og það er ekki víst að álver á Húsavík breyti svo miklu um hvers lags atvinna er í boði, t.d. held ég Náttúrustofa Norðausturlands og Þekkingarsetur Þingeyinga eigi þátt í að breyta samsetningu atvinnutækifæranna og laði þannig fólk norður.
Og Róbert: Þingeyingar "verða" ekkert að vinna í álveri og ég veit ekki til að Þingeyingar geri mikið af því að öfundist út í mig eða aðra. Málið snýst mest um náttúruna en harla lítið um persónu mína eða annarra sem tjá sig um málið.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.9.2009 kl. 13:35
Ég tek undir það sem Gísli segir, ég held að Þingeyinga langi mest til að vinna í heimabyggð.
Það er ekki eins og ekkert hafi verið reynt: Timburþurrkun, parketgerð, pappírsverksmiðja, kísilverksmiðja, o.fl. Flest af þessu hefur farið á hausinn, eða hætt.
Og ekki hefur vantað hugmyndaflugið: Krókódílarækt, strútarækt, og svo má lengi telja.
Þingeyingar hafa sýnt áræðni í að búa til störf á svæðinu, og má nefna nokkur sem þóttu harla ólíkleg til hagnaðar í upphafi: Jarðböðin, sem almennt eru talin bera af í samanburði við önnur svipuð fyrirtæki, Hvalaskoðun á Húsavík, almennt talin vera sú besta í N. Evrópu, safnaumhverfið á Húsavík, og nú nýjasta hugmynd Húsvíkinga, að fá leifar Náttúrugripasafns Íslands norður og gjarnan má nefna fisskþurrkun, lengst inni í landi, sem mörgum hefði þótt óhusandi hér áður fyrr.
Ég held að Þingeyingum sé vel treystandi til að velja sinn starfsvettvang sjálfir, og að þeir ættu að fá fullan stuðning og styrk valdhafa, annað eins hefur nú verið gert.
Héðinsfjarðargöng, fokdýr framkvæmd, sem gerir ekkert annað en að kalla á meiri framkvæmdir, og óvíst að muni nokkurn tíma skila hagnaði, eða verða til einhvers verulegs gagns. Og ekki má gleyma Landeyjarhöfn í Bakkafjöru, sem mun ekki búa til nein ný störf, og að margra mati mun aðeins auka slysahættu á hættulegasta og mannskæðasta vegi landsins, en kostar milljarða.
Ég held að álver á Bakka yrði hagkvæmara fyrir þjóðarbúið en margar þær framkvæmdir sem ríkið hefur ráðist í að undanförnu, og held að stjórnin ætti að styðja við bakið á þeim hugmyndum.
Börkur Hrólfsson, 26.9.2009 kl. 13:53
Mig langar að benda á í þessari umræðu að á höfuðborgarsvæðinu hefur verið og er ennþá verið að fórna fallegri náttúru fyrir allskonar byggð, íbúðabyggð, atvinnuhúsnæði, bílastæði og önnur samgöngumannvirki. Umhverfisverndarsinnum á höfuðborgarsvæðinu þykir sjálfsagt að götulýsing sé um allt, aðgengi að interneti, rafmagni og því að komast milli staða sé 100% á hverjum degi.
Ég efast um að mjög margir séu að hugsa númer eitt um umhverfisvernd eða náttúruna þegar þeir mæta til vinnu (þeir sem í dag eru það heppnir að hafa vinnu). Ég held að það að hafa vinnu og tilhugsunin um að eiga fyrir helstu útgjöldum hverju sinni skipti meira máli.
Hins vegar er það að segja um iðnaðarráðherra að því miður er hún að falla á prófinu sem ráðherra iðnar í landinu. Hún virðist ætla að falla í sömu gryfju og Hjörleifur Guttormsson, Jón Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson (svo nokkrir fyrrverandi iðnaðarráðherrar af vinstri vængnum séu nefndir) og stuðla að stöðnun og eilífum frestunum á framkvæmdum sem eru atvinnuskapandi í landinu.
Jón Óskarsson, 26.9.2009 kl. 13:54
Frumskilyrði þess að bæjarfélag geti dafnað er að það sé gott atvinnulíf á staðnum og álver veitir mörgum vinnu og það er mörg afleidd störf sem fylgja álveri. Þingeyingar án ef vilja fá álver til að geta fengið vinnu við það. Það fylgja mörg vel launuð störf álverum sem er gott fyrir lítil bæjarfélög því að landsbyggðin getur ekki lifað á ferðaþjónustu einni saman.
Það er gott að vinna í álveri enda góðir vinnustaðir.
Hannes, 26.9.2009 kl. 13:55
Börku, Jón og Hannes, þakka ykkur innlitið og athugasemdir. Margt er hér til umræðu og eitt er það sem þú nefnir, Jón, að umhverfisverndarsinnum þyki sjálfsagt að eiga aðgang að götulýsingu, interneti o.fl.o.fl. Nú eru þessir hlutir sem þú nefnir misorkufrekir og ég veit til þess erlendis að hægt er að kaupa orku fyrir fartölvu frá fyrirtækjum sem framleiða það með sólarorku. Ég held líka að flestir umhverfisverndarsinnar og ótal margir aðrir Íslendingar hugsi um orkunotkun og framkvæmi jafnvel sumt af því sem sparar hana. En það er alveg áreiðanlegt að við erum mörg sem gætum gert meira og það sem enn meira er að samfélagið getur gert enn þá meira, t.d. við eflingu almenningssamgangna. En sem betur fer er ekki búið að byggja gatnamótin sem kallast "KrimMinn", þ.e. á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.9.2009 kl. 14:06
Hehe, það myndi gerast nákvæmlega sami hluturinn og fyrir austan, fólkinu á austurlandi hefur FÆKKAÐ, þrátt fyrir álver. Og megin undirstaðan í vinnuaflinu eru útlendingar. Íslendingar vilja álver, en vilja ekki vinna í því, þeir vilja bara afleiddu störfin, svo þeir geti spilað sig stóra með skjalatöskur og akandi um á HlandCruser.
Dexter Morgan, 26.9.2009 kl. 14:40
Ég greini fordóma hjá blogghöfundi gagnvart vinnu í álveri. Á Reyðarfirði vinna 450 manns í álverinu, auk þess vinna um 250 manns við önnur störf á álverslóðinni og eru þá ótalin önnur störf utan svæðisins. Tæpur fjórðungur starfsmanna í álverinu er með háskóla eða tæknimenntun.
Einhversstaðar þætti þetta nokkuð gott, ég veit að fólk er ánægt hér eystra.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 14:43
Dexter Morgan, þú lætur hatramma andstæðinga álvera lj´æuga að þér. Hvers vegna leitarðu ekki upplýsinga frá fyrstu hendi?
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 14:44
Þú getur byrjað hér:
http://www.alcoa.com/iceland/ic/pdf/2009-06-30_fjardaalsfrettir.pdf
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 14:46
Tæpl. 20% fjölgun í Fjarðabyggð frá árinu 2002
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 14:47
Kæri Ingólfur. Ekur þú oft um þessi gagnamót ? (Gott nafn "KrimMinn"). Þessi gatnamót eru í hópi allra hættulegustu gatnamóta landsins og því miður er það bara svo að þarna verður ekki hjá því komist að gera umtalsverðar breytingar til að auka öryggi þeirra sem þarna eiga leið um. Smávægilegar lagfæringar sem þarna hafa verið gerðar hafa ekki skilað miklu. Lagningar Miklubrautar í stokk yfir að Hringbraut (umferð komið neðanjarðar í gegnum Hlíðarnar) og lagning hugsanlega hluta Kringlumýrarbrautar í stokk til að koma fyrir gatnamótum sem í raun yrðu á 2-3 hæðum en samt niðurgrafin að hluta, er afar álitleg lausn þó svo sennilega sé ekki til fjármagn í það á næstu misserum.
Í athugasemdum mínum um götulýsingu og fleira var ég að benda á mismunun fólks í þéttbýli og strjálli byggðum sem og í byggjakjörnum út á landi (eins og það er kallað). Hætt er við að Þingeyingar myndu þurfa að keyra á myrkruðum þröngum vegum á leið sinni í vinnu á Bakka ef þar kæmi álver. Slíkt létu höfuðborgarbúar á leið í Straumsvík sér ekki lynda.
Ég tel að langt sé í land að við förum mikið að nota sólarorku hérlendis, en við framleiðum einhverja umhverfsvænustu orku í heimi, með annars vegar jarðvarma og hins vegar vatnsorku. Gallinn er þó að hvorttveggja kallar á allskyns mannvirki og framkvæmdir í náttúrunni. Mér finnst reyndar ekki mikið augnayndi af sólarorkuverum erlendis og ekki er slík orkuframleiðsla að taka minna pláss en t.d. jarðvarmavirkjanir.
En ég er algjörlega sammála þér um það að efla má verulega almenningssamgöngur og eins því að sem betur fer huga sífellt fleiri að orkunotkun sinni og sparnaði. En stundum hendum við steinum úr glerhúsi. Ég sá um daginn mann koma á jeppa með v8 bensínvél að verslun til að kaupa "sparljósaperur" Spurning er hversu lengi þær sparperur verða að borga fyrir bensínið á bílinn frá heimili hans og aftur til baka.
Jón Óskarsson, 26.9.2009 kl. 14:50
Það er misskylningur að málið snúist fyrst og fremst um verndun á náttúrinni. Öllu heldur snýst þetta um misnotkun á henni. Hvað ætla menn að gera þegar búið er að binda mestan hluta orkuauðlinda í að framleiða hráefni sem nú þegar er offramleitt, að nýta orku í það að gera fyrirtækjum út í heimi enn auðveldara um vik að nota nýtt ál í einnota umbúðir sem eru síðan grafin ofan í jörðina eftir að hafa verið nýtt einusinni sem pepsídós. Því með áframhaldandi álverum er verið að breyta náttúrinni í einskis nýtar pepsídósir þegar hægt væri að breyta henni í gott lestarkerfi eða vetnisbáta.
Annað sem málið snýst um er arðrán. Því álver (og stórar verksmiðjur almennt) auka enn á það arðrán sem fyrir er milli stétta. Verkamenn sem vinna alla vinnuna og ættu þar með rétt á ÖLLUM arðinum fá aðeins smáa prósentu af honum. Því mestur fer arðurinn í skrifstofublækur lengst vestur um haf sem í mesta lagi drekka pepsí úr dós framleiddri úr álinu sem aðrir unnu fyrir þær. Með því að reisa álver í nafni erlendra kapítalista er verið að auka enn á þá fjarlægð milli stétta sem grundvallar hið vaxandi bil ríkra og fátækra í heiminum.
Sem sé: Kapítalistarnir fá í fyrsta lagi að binda auðlindirnar okkar í eitthvað heimskulegt sem gæti verið notað í eitthvað viturlegt. Í öðru lagi fá þeir að binda tíma verkamanna í að gera eitthvað heimskulegt sem annars gætu verið að gera eitthvað viturlegt. Og í þriðja lagi fá þeir að lifa af arði sem aðrir sjá um að framleiða.
En stundum getur verið erfitt að hugsa út fyrir kassan, og í heimi þar sem lífið snýst um að láta aðra arðræna sig og bítast um það sem er skilið eftir (mylnslurnar) þá held ég að Þyngeyingar (svo og stór hluti almúgans) vilji jú alltaf vinna fyrir vinsælustu arðræningjana, og álver eru þar engin undantekning
Rúnar Berg Baugsson 26.9.2009 kl. 14:55
Rúnar. Þetta minnir helst á yfirlýsingar Bubba og fleiri "farandverkamanna" rétt fyrir og um árið 1980. Það vill nú þannig til að ekki eru allir "atvinnurekendur" einhverjir "arðræningjar".
Það er og verður alltaf ákveðið bil á milli þeirra sem vinna sem launþegar og þeirra sem eiga atvinnufyrirtækin. Það er ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eiga og reka fyrirtæki og þess vegna oft betra að vera "áhyggjulausi" starfsmaðurinn heldur en sá sem á allt sitt undir því að fyrirtækið gangi. En hagsmunir beggja varðandi það að fyrirtækið gangi eru þeir sömu því að starfsmaðurinn vill halda vinnunni sinni og það gerist ekki nema að varan eða þjónustan sem fyrirtækið framleiðir, seljist og að fyrirtækið skili arði.
Það er "að hugsa út fyrir kassann" að huga að báðum hliðum í stað þess að gera annan aðila að "glæpamanni".
Jón Óskarsson, 26.9.2009 kl. 15:29
Takk fyrir góða yfirferð yfir samhengi málsins, Rúnar - þetta snýst einmitt um misnotkun náttúrunnar. Og Jón og Gunnar og Dexter fyrir innlitið.
Gunnar: Er nú eitthvað hæft í því að sum störfin í álverinu séu eftirsóttari en önnur? Mig minnir það í Kísiliðjunni sem ég vann í um stuttan tíma forðum hafi sum störf verið mun þrifalegri en önnur. En ég skal vara mig á fordómum sem þú greinir með fordómagreiningartækinu þínu.
Jón: Ek býsna oft um þessi gatnamót, KriMi-gatnamótin, og sé ekki þörf á að búa til þriggja hæða skrímsli eins og ein tillagan var. En er reyndar þeirrar skoðunar að það hafi verið óskynsamleg sparsemi að gera þarna ekki tveggja hæða gatnamót í stað slíkra gatnamóta við Kringluna (götuna) þegar þau voru gerð.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.9.2009 kl. 15:49
Jón: Skilgreiningin á arðráni er einmitt sú að þá laun fyrir annarra manna vinnu. Svo jú, allir atvinnurekendur eru í eðli sínu arðræningjar. Hins vegar þarf það ekki að vera slæmt eða ósanngjarnt í eðli sínu, þar sem atvinnurekendur geta unnið með meðvitað samþyggi allra undirmanna sinna, sem þá ákvarða hversu mikinn hluta af arðinum atvinnurekandinn fær. Með dreifðu, flóknu og framandi eignarhaldi, eins og í álverum, þar sem verkamennirnir hafa ekki einu sinni hugmynd um hvern þeir eru að vinna fyrir getur þessi forsenda fyrir sanngjörnum atvinnurekstri ómögulega verið til staðar. Verkamennirnir vinna bara eins og þeim er sagt, fyrir eins mikin pening og þeim er sagt, og meigi þeir vera sáttir með að halda vinnuni séu þeir eitthvað ósáttir með slíka valdskipan.
Þetta bil sem þú talar um er engin forsenda fyrir atvinnumennsku. Hins vegar kemur það vel fyrir hina valdameiru og auðveldar þeim að arðræna þá valdaminni. Bilið gerir okkur að heilalausum vinnuvélum.
Rúnar Berg Baugsson 26.9.2009 kl. 16:38
Langaði Þingeyinga til að vinna í álveri?
Ég greini fordóma í þessari fyrirsögn.
Að sjálfsögðu eru störf mis þrifaleg í álverksmiðju. Það á reyndar við um marga aðra vinnustaði.
Rúnar Berg Baugsson fer með tómar staðleysur í innleggi sínu og virðist ekki hafa áhuga á upplýsingum nema þær komi frá álversandstæðingum.
Misnotkun á náttúrunni er smekksatriði og erfitt að deila um slíkt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 16:55
Já það skortir alltaf framsýni þegar verið er að skipuleggja lóðir og umferðarmannvirki. Gott dæmi er það sem þú nefndir og einnig það að afreinin af Miklubraut inn á Reykjanesbraut sem er alltof kröpp og varasöm, en þarna eru 1-2 hús einfaldlega fyrir því að hægt sé að leggja aðreinina almennilega hvað þá tvöfalda hana eins og þörf er á. Fjöldamörg gatnamót eru svo þröng að erfitt er að gera breytingar þannig að umferðaröryggi sé tryggt (og með umferðaröryggi á ég við umferð bifreiða, reiðhjóla og gangandi vegfarenda). Þriggja hæða gagnamótin áttu nú ekki að vera eitthvað 3 hæða mannvirki upp í loftið heldur að mestu leiti neðanjarðar og það er jákvætt. Gatnamót þurfa ekki að vera ljót og geta gert hættulega staði að nánast algjörlega hættulausum stöðum. Gott dæmi um þetta er hringtorgið á annarri hæð á gatnamótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar. Framkvæmdir þar voru þar að auki til fyrirmyndar og hvorki töfðu umferð né ullu neinni hættu fyrir vegfarendur.
Umhverfisráðherrar eru gjarna að sinna gæluverkefnum, en svo fara önnur mál í gegn afar hljóðlega. Ég veit ekki hvaða umhverfisráðherra samþykkti þá miklu eyðileggingu sem átt hefur sér stað í Grábrókarhrauni í kringum Bifröst. Þar liggur nú nánast bein hraðbraut þar sem áður var hlykkjótt leið í gegnum hraunið. Óhemju af landsvæði hefur verið rutt vegna þessara framkvæmda.
Jón Óskarsson, 26.9.2009 kl. 17:16
Rúnar. Svona jafnaðarhugsunarháttur varðandi rekstur fyrirtækja er fallegur á blaði en afar lítið hentugur í raun. Atvinnurekstur er jafn ólíkur og fyrirtækin eru mörg. Það sem hentar einni tegund rekstrar eða einu fyrirtæki hentar ekki endalega annarri tegund. Dreift eignarhald getur hentað sumstaðar en alls ekki allsstaðar. Hinn almenni starfsmaður hefur sjaldnast það sem þarf til sem "eigandi" það er að geta gripið inn í með aukið fjármagn. Dæmi um dreift eignarhald sem ekki kom að miklu gagni voru bankarnir en það áttu tugþúsundir manna einhvern hlut í þeim. Ef starfsmaður lítur á eigendur þess rekstrar hann vinnur fyrir sem "arðræningja" þá er eflaust ekki við miklu að búast af viðkomandi starfsmanni. Hann leggur sig ekki fram.
Ingólfur. Vinna í álverum snýst ekki um þrifaleg störf eða ekki. Enda ekkert að því að vinna óþrifaleg störf. Vinna á venjulegu verkstæði en sjaldnast mjög þrifaleg svo dæmi sé tekið en þykir ekki slæm vinna. Álver, hvað sem mönnum finnst um þau, skapa mikinn fjölda starfa bæði í fyrirtækinu sjálfu og ekki síst í alls kyns framleiðslu og þjónustufyrirtækjum.
Jón Óskarsson, 26.9.2009 kl. 17:39
Það er satt, Jón, að þriflegheit starfs eru bara einn mælikvarðinn sem er til staðar. En í flestum tilvikum er reynt að gera þau þrifalegri, og ég tók bara dæmi sem ég þekki úr stóriðjustarfsemi. Ég geri líka fastlega ráð fyrir því að í álverum sé rekin stefna um öryggi starfsmanna. Fyrirtækið sem byggði álverið fyrir austan varð næstum því alræmt hér á landi fyrir strangar öryggiskröfur og mun meiri en hafa líðst og margfaldar miðað við ítalska fyrirtækið við Kárahnjúka.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.9.2009 kl. 17:54
Þakka ykkur annars innlit og athugasemdir, piltar góðir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.9.2009 kl. 17:55
Jón „Ef starfsmaður lítur á eigendur þess rekstrar hann vinnur fyrir sem "arðræningja" þá er eflaust ekki við miklu að búast af viðkomandi starfsmanni. Hann leggur sig ekki fram.“
-segir allt sem segja þarf.
Hins vegar var ég ekki að tala fyrir „dreifðu“ eignarhaldi, né eignarhaldi yfirleitt. Þú leggur mér orð í munn. Hvernig hljómar eign hins vinnandi mans? Eða einskiss eign, að fólk geti ekki slegið eign um afmarkaða óveraldlega hluti eins og rekstur eða vinnu nema það sé sjálft vinnandi. Þetta er kannski of framandi hugsunarháttur, þar sem þú alhæfir að framleiðsla krefjist fjármagns sem „hinn almenni starfsmaður hefur ekki“. Hvað með fullt af almennum starfsmönnum sem leggja fyrir hluta af arðinum í fjárfestingar? Hafa þeir ekkert fjármagn nema að hafa arðræningja. Er arðrán allt í einu orðin forsenda fjármagns? Hvaðan heldurðu að óvinnandi fyrirtækjaeigendur fái fjármagnið til að fjárfesta, ef ekki frá „hinum almenna starfsmanni“?
Þú trúir þínu, og ég trúi mínu. Til dæmis lít ég svo á að hírarkískur valdastrúktur (kallaðu það kapítalískan hugsunarhátt) varðandi rekstur fyrirtækja sé fallegur á blaði, en virki ekki í raunveruleikanum.
Rúnar Berg Baugsson 26.9.2009 kl. 18:53
Það þarf hvorki fordómagreiningartæki né háskólamenntun til að greina tóninn sem hlómar í færslunni. Það gerðu bæði ég og leigubílstjórinn án þessa. Um margt minnir hún á orð drottningar; „af hverju borðar fólkið ekki bara kökur“
Ég held að þeir Gísli og Börkur greini ástandið á Húsavík af meiri næmni og hyggindum en prófessorinn.
Þar er nú brýn þörf fyrir traustan atvinnugrunn til að byggja á eftir að sjávarútvegur og þjónusta, grundvallaratvinnugreinar, hafa að miklu leiti brugðist.
Langskólamenntun hentar ekki öllum og víst er að hún tryggir heldur ekki fordómaleysi né víðsýni.
Sigurjón Pálsson 27.9.2009 kl. 08:35
Hrokinn of fordómarnir ríða ekki við einteyming í þessari færslu. Hvdrnig stendur á því að fólk úr þéttbýli er alveg tilbúið að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu fjarri sér á landsbyggðinni. Landsbyggðin er heimabyggð þeirra sem þar búa og ef þeir hafa að meiklum meirihluta áhuga á að fá álver eru það sterk rök með framkvæmdinni. Það er auðvelt að vera hugsjónamaður þegar afleiðingarnar lenda á öðrum. Álver er hátækniiðnaður, hann skapar mörg störf beint og óbeint, störfin eru vel borguð og stór hluti þeirra er fyrir ómenntaða sem skortir svo mjög. Rétt er það að arðurinn mætti skila meiru og til ráða er þá að halda eftir meira af áli til innlendrar framleiðslu. Það gæti aukið virðisauka starfanna töluvert. Við þurfum að finna ráð til þess að vinna úr því sem við höfum. Fallegar framtíðarhugsjónir setja ekki mat í askana.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.9.2009 kl. 09:15
Algjörlega sammála Öddu!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.9.2009 kl. 11:32
Ég vil vinna í Háskóla til að geta sinnt hugðarefnum mínum og fá að taka myndir og selja síðan öllum sem fá ekki að sjá svæðin MÍN.
Væri óskandi að einhvern tímann væri um málefnalegan málflutning að ræða hjá því fólki sem vinnur gegn atvinnuuuppbyggingu annarra á allan hátt.
Sigurjón Benediktsson, 27.9.2009 kl. 15:44
Eg er asakadur um hroka og fordoma fyrir ad spyrja hvort Thingeyinga hafi langad ad vinna i alveri - medan adrir raeda malid an tess ad haedast og spottast, og eru teim takkir. En enginn hefur komid her sem aetlar ad fara ad vinna i alveri a Husavik.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.9.2009 kl. 16:41
Jamm, ég talaði gegn ákveðinni stýrðri atvinnuuppbyggingu á þremur forsendum:
1. misnotkun á náttúruauðlindum
2. misnotkun á verkamannastéttinni
3. arðrán gegn hinum vinnandi manni
Þessa punkta studdi ég með rökum í umræðunni hér fyrir ofan án þess að rökin voru í raun hrakin.
Sigurjón, Adda og Gunnar Th: Hvar finnið þið e-ð ómálefnalegt í málfærslum mínum?
Rúnar Berg Baugsson 27.9.2009 kl. 18:40
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 19:23
1. Þetta er ekki smekksatriði. Það er óhagstætt að framleiða eitthvað sem nú þegar er offramleitt og nota í eitthvað sem er óþarfi og grafið niður eftir að hafa verið notað einu sinni.
2. og 3. að hrekja rök á þeim forsendum að það sé „komúnistabull“ er ekki mjög málefnalegt.
Svo ég myndi segja að rökin mín standi enn óhrakin.
Rúnar Berg Baugsson 27.9.2009 kl. 23:24
Tvö og þrjú er hægt að rökstyðja það í löngu máli. Við eigum verkalýðssamtök sem gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.