Hvaða óvissa? Þetta er heitt pólitískt mál

Það er eitt af einkennum orðræðu nútímans að láta eins og spurningin um uppbyggingu álvers sé tæknileg spurning um vissu eða óvissu en ekki hápólitískt hitamál. Því að svo lengi sem einhverjir halda uppi baráttu fyrir því að fá álver neyðumst við náttúruverndarsinnar til að berjast fyrir verndun náttúrunnar. Annað einkenni er að kvarta og kveina undan því að mat á umhverfisáhrifum tefji framkvæmdir. Því miður hefur mat á umhverfisáhrifum ekki reynst neitt sérstaklega vel sem náttúruverndartæki, sem stafar nú kannski af því að mat á umhverfisáhrifum var aldrei og átti aldrei að verða slíkt tæki, heldur ferli til að greiða fyrir framkvæmdum með því að meta umhverfisáhrifin, meðal annars til að geta valið á milli kosta. En ef búið er að ákveða fyrir fram hvað á að gera er það auðvitað svo að umhverfisáhrif mega ekki stöðva nokkurn veginn hversu alvarleg sem þau eru. Eins og þegar Siv sneri við úrskurðinum um of mikil umhverfisáhrif Kárahnjúka. Á að verðlauna þá sem verja fé sínu óskynsamlega og undirbúa framkvæmdir skaðlegar náttúrunni?


mbl.is Áhyggjur af óvissu um álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband