Verktakalýðræði

Það er verktakalýðræði en hvorki íbúalýðræði, fulltrúalýðræði né nokkurs konar almennt lýðræði ef verktaki fær að gera það sem honum hentar á lóð, sama þótt verktakinn eigi lóðina. Almennir bæjarbúar þurfa að sækja um leyfi til að byggja við húsið sitt eða byggja ofan á húsið sitt, jafnvel einn kvist. Sumt af þessu þarf í grenndarkynningu til að íbúum í nágrenninu gefist kostur á að gera athugasemdir.

Vandinn við verktakalýðræðið er að einn verktaki eða lóðareigandi hefur yfirleitt ekki heildarsýn heldur sér hagsmuni sína, oft til skamms tíma. Þess vegna ráðum við til starfa fólk sem hefur þekkingu á skipulagi og þróun byggðar og þess er freistað að sjá lengra fram tímann með heildarhagsmuni í huga. Margt af því sem hefur verið framkvæmt á höfuðborgarsvæðinu og alls ekkert síður á Akureyri er þessu marki brennt. Þess vegna var t.d. líka efnt til samkeppni um þróun miðbæjar Akureyrar og þótt sumt af því sem hefur verið lagt til í kjölfar þess sé misjafnlega gott var samkeppnin af hinu góða því að þar voru settar fram skemmtilegar tillögur sem gafst kostur á að ræða.


mbl.is Sár í borgarmyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað varð um starf vinnuhóps á vegum Skipulagsráðs Reykjavíkur

um borgar- og  húsverndarstefnu sem væri lögformlegt plagg,

og órjúfanlegur hluti aðalskipulags borgarinnar? 

Guðríður Adda Ragnarsdóttir 14.9.2009 kl. 14:03

2 identicon

Það er EKKERT lýðræði á Íslandi - vonandi ertu búinn að fatta það, Ingólfur. Aðeins lýðræðisrán, sem hefur átt sér stað frá því 1944.

Skorrdal 14.9.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

takk fyrir innlitið, Adda og Skorrdal

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.9.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband