Þarf að virkja við Þeistareyki?

Þetta er undarleg frétt um afstöðu vinstri grænna til "nýtingar" orkunnar á Þeistareykjum. Á nýlegum flokksráðsfundi vinstri grænna á Hvolsvelli heyrði ég ekki nokkurn ræðumann minnast á að virkja á Þeistareykjum. Þetta hlýtur því að vera misskilningur hjá Mogganum að vinstri græn vilji "nýta" orkuna þar á einhvern hátt annan en til náttúruupplifunar.

Þeistareykir eru nálægt Gjástykki í Þingeyjarsýslu og náttúruverndarsamtök hafa barist fyrir því að rannsóknarboranir þar færu í mat á umhverfisáhrifum. Nú munu hafa verið boraðar þar sex holur vegna "rannsókna" en verði farið út í álver við Húsavík þarf að meta sameiginlega umhverfisáhrif af álverinu og öllum virkjunum sem álverið myndi sækja orku til. Það er því sá munur á Þeistareykjum og Gjástykki að landi hefur verið raskað við Þeistareyki. En þarf samt ekkert að halda áfram þar.


mbl.is Skoða aðra orkunýtingu en til álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

ÞARF að reka háskóla á Akureyri og ala upp svona öfga og illa inmnrætingu gagnvart nágrönnum sínum ?!

Hverjir eiga að halda þessu fári uppi enn um sinn?

Sigurjón Benediktsson, 4.9.2009 kl. 08:30

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Sigurjón, en það er verst ég skil þig ekki: öfgar, ill innræting gagnvart nágrönnum, háskóli á Akureyri. Ég skil ekki samhengið í þessu hjá þér

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.9.2009 kl. 08:54

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Yellowstone í Bandaríkjunum eru mörg háhitasvæði. Sum þeirra standast engan samjöfnuð við Þeystareyki. Samt ráða "öfgamenn" svo miklu þar vestra í mesta orkubruðlsríki veraldar að þessi svæði verða aldrei virkjuð.

Aðeins tvö svæði í Yellowstone standast samjöfnuð við íslensk svæði og þessi 9000 km2 garður kemst ekki einu sinni á blað sem eitt af undrum veraldar þótt hinn eldvirki hluti Íslands geri það.

Samt viljum við Íslendingar fórna okkar náttúruundrum til þess að hjálpa "öfgamönnunum" bandarísku til að varðveita Yellowstone og hafa af því svæði mun meiri tekjur en ef þar væri virkjað sundur og saman eins og tíðkast hér á landi.

"Illvilja" Bandaríkjamenn hafa komið því til leiðar að íbúar Wyoming-ríkis eru stoltir af því að varðveita Yellowstone og hafa af þeim garði 5-6 sinnum meiri ferðamannatekjur en Íslendingar hafa af mun merkilegra landi, sem liggur mun betur við fjölmennustu ríkjum Vesturlanda en Yellowstone.

Eins og er miðast barátta mín við þá forgangsröðun að bjarga Gjástykki-Leirhnjúks-svæðinu en það eru víst líka taldar" öfgar" að aðeins litlum hluta af náttúruundrum Norðausturlands sé þyrmt og hafðar af meiri tekjur og heiður ósnortnum en með virkjun, sem skapar 20 störf í 80 km fjarlægð.

Ómar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 09:12

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk kærlega, Ómar, fyrir gott innlegg. Ég er reyndar sammála þínu mati um forgangsröðun, en í forgangsröðunarumræðum má þó aldrei gleyma því hver eru önnur gæði sem verður fórnað. Vitanlega er búið að fórna miklu svæði við Kröflu og áhugi fyrir hendi á að taka mikla áhættu í Bjarnarflagi, áhættu fyrir Mývatn.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.9.2009 kl. 09:19

5 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Er nú grátkór frekjunnar ekki fallegur. Við sem ætlum að reyna að lifa hér förum fram á að nýta 2 ferkílómetra af OKKAR landi, og nýta þar OKKAR orku . Rísa þá ekki upp sölumenn fallegra myndbanda og merkisberar háskólakaffistofuhjalsins og krefjast að fá í hendur 20 ferkílómetra til að loka af fyrir almenningi (hér er átt við Gjástykki) . Þið kölluðuð vegalagningu að þessu "heimsundri" eyðileggingu. Við fögnum bættu aðgengi.. Hvaða undur eruð þið félagar?

Eruð þið þessu heilögu menn svo alltaf að hugsa um tekjur og aura ..það heyrist mér . Aumingja þið.

Sigurjón Benediktsson, 4.9.2009 kl. 11:18

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er ekki amalegur félagsskapur að vera talinn heilagur maður ásamt Ómari. En hver er frekur? "OKKAR land ... OKKAR orka", er það ekki einmitt sá grátkór frekjunnar sem Sigurjón nefnir. Það hlýtur eiginlega að vera.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.9.2009 kl. 15:07

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég kannast hvorki við "háskólakaffistofuhjal" mitt né gróða af sölu fallegra myndbanda, heldur þveröfugt.

Við Ingólfur væru samt í góðum félagsskap ef við værum settir á sama stað og Fjölnismenn, - á sama tíma og landsmenn þeirra bjuggu í torfkofum flestir við sára fátækt, sátu þeir á kaffistofum í Höfn og voru því mesta "kaffihúsalið" Íslandssögunnar.

Við eigum sem sagt að fyrirlíta þá fyrir það.

Ég minntist á forgangsröðun mína, Ingólfur, ekki vegna þess að ég telji ekki Þeystareyki eiga að verða friðaða sem og mun fleiri sambærilegir staðir, heldur vegna þess að við slíkt ofurefli er að etja, til dæmis í kvikmyndagerð minni um þessi mál, að búið er að hrekja mann út í horn, - annars vegar á háhitasvæðum Norðausturlands, og hins vegar á Hengils-Hellisheiðarsvæðinu.

Í komandi kvikmynd um Norðausturland verður Þeystareykjum hins vegar gerð eins góð skil og knöpp fjárráð mín leyfa.

Ómar Ragnarsson, 5.9.2009 kl. 01:12

8 Smámynd: Zmago

Æ Guð hjálpi þér Ómar

Við þurfum gjaldeyristekjur sem aldrei fyrr. Ríkiskassinn tómur og gott betur. Ef það er arðvænlegt að virkja, þá virkjum við.

Við höfum einfaldlega ekki efni á svona vitleysu.

Hættu þessu vonlausa trúboði þínu og farðu að skoða nátúru landsins sem aldrei verður virkjuð til rafmagns, af nógu er að taka.

Zmago, 5.9.2009 kl. 03:06

9 identicon

Það hefur orðið samdráttur í sumum atvinnugreinum, til dæmis landbúnaði, vegna hækkandi verðs á raforku. Frystihús og sláturhús eru tiltölulega orkufrek en þurfa að kaupa rafmagn á háa verðinu meðan álverin fá rafmagn á verði sem er með því lægsta í heiminum. Það liggur því í augum uppi að hagkvæmasta leiðin til að hleypa lífi í atvinnumál á landbyggðinni er að draga úr álframleiðslu og losa þannig um hræódýra raforku, með sáralitlum tilkostnaði, sem selja má til atvinnugreina sem gefa af sér meiri tekjur og fleiri störf en fæst fyrir samsvarandi orku til stóriðju. Það hlýtur að vera betra en að hækka skuldir þjóðarinnar um tugi eða hundruði milljóna til að byggja fleiri virkjanir. Við erum komin yfir þolmörk í skuldsetningu.

Húnbogi Valsson 5.9.2009 kl. 04:59

10 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka ykkur innlitið, Ómar, Zmago og Húnbogi. Tek undir hvert orð sem þú segir, Húnbogi, um meiri hag af öðrum störfum en áliðnaðinum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.9.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband