Kæruleysisleg umræða um fjölda lögreglumanna

Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um hversu fáir lögreglumenn séu á vakt á höfuðborgarsvæðinu og birtar tölur þar að lútandi. Ég held að það sé nauðsynlegt að ræða hvernig staðið er að löggæslu og einnig um þann aðbúnað og öryggi sem lögreglumenn hafa í starfi. Ég held samt að það sé óþarflega langt gengið þegar kemur í hádegisfréttum útvarps að aðeins svo og svo margir menn séu á vakt á svo og svo stóru svæði með fjölda íbúa. Gæti einhverjum glannanum dottið í hug að iðka hraðakstur? Ég efast alls ekkert um að stjórnendur lögreglunnar skipuleggi störfin vel þannig að glæpir á borð við hraðakstur uppgötvist í tæka tíð jafnt þótt fáir séu á vakt. En hitt er að ég hef ekki hugmynd um hvenær voru fleiri lögreglumenn á vakt, hvort það var 1980 eða 2001 eða hvenær. Getur ekki líka verið að sameining umdæma á höfuðborgarsvæði auðveldi skipulagið?
mbl.is Stálu ginflöskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband