Efni
15.7.2009 | 09:36
Hæfi og vanhæfi, hæfni og vanhæfni
Krafan um að þeir sem semji um þetta mál skilji ensku vel er auðvitað algerlega réttmæt. En þótt Þór Saari sé tvítyngdur hefði hann átt að fletta upp í Ensk-íslensku orðabókinni áður en sagði frá því að hann hefði aldrei heyrt orðið fræga, subrogate. Þar er tiltölulega einföld útskýring á orðinu, skiljanleg, þess efnis að ef ábyrgðarmaður greiðir skuld til kröfuhafa öðlist hann réttindi kröfuhafa gagnvart skuldaranum. Til samanburðar má nefna að ég tel mig nokkuð góðan í mínu eina móðurmáli, íslensku, en vildi ekki án íslenskra orðabóka vera því að það eru mörg blæbrigði málsins sem er gott að geta rannsakað betur. Nú veit ég ekki hvernig subrogate er notað í gögnunum sem liggja fyrir þinginu og því má þingið gjarna flýta sér hægar í málinu - kannski er þetta notað allt öðruvísu þar. Það er líka háskalegt og alveg rétt hjá Þór og félögum hans í Borgarahreyfingunni að vilja leysa þetta mál án þess að einhver einn fundur í lok júlí hjá Evrópusambandinu ráði nú öllu. Það hlýtur að koma fundur eftir þann fund.
Svo sýnist mér í fyrirsögninni ruglað saman hæfi og vanhæfi og um leið og orðið vanhæfur er notað fer það að bera með sér að einstaklingurinn sé lagalega vanhæfur, sem er þriðja merking af þremur í Íslenskri orðabók. Ég held að Þór hafi ekkert ruglað þessu saman - hann talar um hæfni og vanhæfnni - en það þarf að nota önnur orð til að tala um getuleysi og það að einhver sé vanbúinn til verks vegna skorts á þekkingu eða reynslu eða einhverju öðru.
Svavar fullkomlega vanhæfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Við skulum ekki glata heildarsýninni í einhverjum orðhengilshætti, Ingólfur.
Svavar Gestsson er lítið annað rykfallin safngripur í minjasafni íslenzkrar stjórnmálasögu. Það hefðu margir valdið þessu verki betur hann án þess þó að valda því neitt sérstaklega vel.
Æsseif-samkomulagið er eitt stórkostlegt klúður og það er slæmt ef það má ekki benda á það og ræða það án þess að allt fari uppnám vegna þess að vegið sé að heiðri gamla kommans og ráðherrapabbans.
Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 10:37
Sammála þér um orðhengilsháttinn, en finnst Þór Saari, hinn mæti maður, hafa nefnilega misst sig um of í hann. Ég tek ekki undir orð þín um Svavar Gestsson, en á hinn bóginn hef ég heldur ekki tekið að mér að verja að hann hafi verið bestur til að leiða samninganefndina og ég geri ekki ráð fyrir að þú eða aðrir skilji hana þannig. Við sitjum núna uppi með samninginn á ábyrgð næstum allra flokka nema Borgarahreyfingarinnar og eigum fáa vonda kosti aðra en að samþykkja hann og snúa okkur svo að öðrum vandamálum, af nægu er að taka.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 15.7.2009 kl. 10:43
Ég get ekki tekið undir það með þér, Ingólfur, að við sitjum uppi með samninginn. Samninga þarf að samþykkja og undirskriftin á þessum samningi er samþykkt Alþingis. Hún liggur ekki fyrir og má ekki gera það að óbreyttu.
Það hafa ýmis rök komið fram á allra síðustu dögum svo okkur hlýtur að vera frjálst gera gagntilboð á þeim forsendum. Annað væri óeðlilegt.
Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 13:25
Það getur vel verið að þú hafir rétt fyrir þér, Emil, um að það hafi ýmislegt komið fram á síðustu dögum - reyndar svo margt að bersýnilega hafa alþingismenn í fullri vinnu ekki undan, og upplýsingar misvísandi. En ef samningurinn verður ekki samþykktur bíður okkar áframhaldandi óvissa og ég hef því miður litla sannfæringu um að það hefði verið hægt að gera betur í samningunum, því miður. Og óvissan er enn þá meiri ef reynt verður að fara í dómsmál.
Hvað varðar ESB-aðildina þá má bara fella tillöguna um umsókn mín vegna, en ég vil samt þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 15.7.2009 kl. 13:54
Vissulega má fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn þó ég persónulega hafi komist að þeirri niðurstöðu að hag okkar sé bezt borgið utan ESB og að við höfum ekki, afkomenda okkar vegna, neitt leyfi til þess að framselja fullveldi þjóðarinnar um ókomnar kynslóðir.
Hvað Æsseif-samkomulagið varðar þá skiptir öllu máli að halda haus og klúðra ekki neinu í einhverri taugaveiklun. Stundum þarf að taka slaginn og standa og falla með því sem er rétt. Það er líka heimur utan ESB.
Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.