Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn er lýðræðiskrafa

Af hverju er hræðsla við atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn? Óttast fylgjendur Evrópusambandsðildar að geta ekki komið málstað sínum á framfæri? Og ef það er spurning um kostnað, væri þá ekki ágætt að nota fáar krónur til þess til að spara þær mörgu sem umsóknarferli kostar? Ef meiri hlutinn samþykkir aðildarumsókn - er það ekki býsna mikill þungi þá í málinu um að standa sig vel í viðræðunum?


mbl.is Atkvæði greidd um ESB-tillögur síðdegis í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Góðan daginn.

Já, af hverju er Evrópu-flokkurinn að flýta sér svona?  Það á að vaða yfir fólkið og lýðræðið og bara sækja um kannski gegn okkar vilja.  Flokkurinn ætlar með okkur inn hvort sem viljum eða ekki!  Og væri 50% vilji þjóðarinnar nóg í svona stóru máli? 

Elle_, 15.7.2009 kl. 15:27

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið og athugasemdina, EE elle

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 15.7.2009 kl. 19:23

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll Ingólfur, ég tel það að fara í atkvæðagreiðslu um umsókn, eins og að gera skoðanakönnun um veðrið fyrir verslunarmannahelgina. Í þessu máli er ég sammála Ögmundi, treystum þjóðinni til að taka afstöðu til samnings. 

Kristín Dýrfjörð, 15.7.2009 kl. 20:31

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Kristín, við getum alveg gert skoðanakönnun um hvernig veður við viljum um verslunarmannahelgina. Ef meiri hluti þjóðarinnar vill ekki fara í viðræður um aðild, af hverju þá að neyða okkur til að afstöðu til samnings? Hmmm .... En það kemur vonandi í ljós í dag í þinginu hver afstaða þingsins er og þá er hægt að snúa sér að næstu deilu. Ef en ef tillagan um aðildarviðræður verður felld í þinginu, mun Samfylkingin una því og snúa sér að mikilvægari viðfangsefnum?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2009 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband