Efni
11.7.2009 | 11:49
Gróðursetjum birki og grávíði í stað Valhallar
Bruninn á Þingvöllum kemur minna á óvart þegar maður fréttir af því að brunavarnir voru ekki í lagi - og fyrir nokkrum árum man ég eftir því að frárennslismál voru líka í ólagi. Húsið hefur verið dæmt næstum því ónýtt og ekki metið vera menningarverðmæti sem ætti að varðveita þess vegna. Húsið hefði því vísast átt að vera búið að rífa fyrir alllöngu. Það ber að fagna að ekki varð manntjón við þessar aðstæður, aðstæður sem lá fyrir að væru ekki í lagi, en ég harma tjón persónulegra muna starfsmanna hótelsins.
Ég tek undir með Sigurði Oddssyni um að best væri að tyrfa yfir reitinn - eða gróðursetja eitthvað af birki og grávíði ef það passar við umhverfið þarna á eyrum Öxarár. Ekki kemur til greina að endurbyggja húsið og það þarf að fara að gera gangskör að því að fækka sumarbústöðum broddborgara við vatnið. Það kemur líka fram í ýmsu sem ritað hefur verið í gær og í morgun að framtíðargistisvæði fyrir Þingvelli á að vera við Skógarhóla.
Best að tyrfa yfir reitinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 161113
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Lagði á flótta eftir árekstur og grunaður um ölvun
- Tíu bækur tilnefndar til Hagþenkis
- Boðar ekki fund og verkföll fram undan að óbreyttu
- Gjöldum dembt á í blindni
- Þörf á fleiri læknum
- Skriður kominn á viðræðurnar
- Heimilisbrauð helmingi ódýrara í Prís en Bónus
- Mál skipverjanna fellt niður og rannsókn hætt
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
Fólk
- Friends-leikari nældi sér læknanema
- Chris Brown vill fá 500 milljónir bandaríkjadala
- Deilur Lively og Baldoni ná nýjum hæðum
- Hverjar eru bestu hljóðbækur ársins?
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
Athugasemdir
Á Þingvöllum stóð lögréttuhús til 1801 þegar það var rifið og niðurlæging staðarins varð alger. Í stað Valhallar ætti að reisa lítið Alþingishús í svipuðum stíl og húsið í Reykjavík, þar sem þingmenn gætu komið saman á hátíðarstundum við þingsetningu og þingslit og hægt væri að hafa fundi og móttökur með erlendum og innlendum gestum.
Í húsinu væri auk þess aðstaða til lágmarks þjónustu við gesti og gangandi og upplýsingamiðstöð og nokkurs konar safn sem notaði nýjustu tækni til að varpa ljósi á sögu og eðli staðarins.
Þetta hús þyrfti ekki að verða eins stórt og Valhöll var. Vísa á blogg mitt um þetta efni, en þessi tillaga mín er mjög í anda þeirra ábendinga sem fengust hjá UNESCO þegar Þingvellir komust á heimsminjaskrá.
Með bruna Valhallar gefst kærkomið tækifæri til að endurskipuleggja þetta svæði.
Ómar Ragnarsson, 11.7.2009 kl. 20:53
Takk fyrir innlitið og ábendingarnar, Ómar. Mér finnst sú hugmynd að hafa hús sem nota mætti til samkomuhalds vissulega ekki slæm, svo fremi að frárennslismál verði höfð í lagi. En aftur varðandi upplýsingamiðstöð og safn að þá er nú slík starfsemi komin á annan stað, það er við efri enda Almannagjár og ekki þörf á henni þarna niður frá. Eru ekki húsin við hlið kirkjunnar núna notuð fyrir móttökur erlendra höfðingja?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.7.2009 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.