Sekur eða saklaus af einhverju misjöfnu?

Ég hef ekki hugmynd um hvort Helgi Sigurðsson fv. yfirlögfræðingur Kaupþings gerði eitthvað af sér í því starfi, hvort hann er sekur vegna einhvers né heldur hvort hann er saklaus af einhverju. Samt sýnist nokkuð ljóst að ýmislegt athugavert átti sér stað þegar Helgi var þar við störf, annars hefði nú hrunið ekki orðið svo óskaplegt sem það var. Hvers vegna þarf DV til að grafa upp upplýsingar sem reynt er að halda leyndum til að yfirmenn segi af sér? Hvers vegna er ekki búið að fara yfir þetta betur í bönkunum sjálfum, næstum níu mánuðum eftir hrunið?

Nú vil ég fá að vita hversu margir af helstu yfirmönnum bankanna gömlu eru þar enn við sömu störf og áður. Í því felst ekki yfirlýsing um að ég telji að þeir séu sekir af einhverju, en ég veit ekki heldur hvort þeir eru saklausir af einhverju. Einhvern veginn virðist bara enginn vilja taka nokkra ábyrgð á því sem gerðist, ekki sjálfviljugur! A.m.k. ekki nefndur Helgi Sigurðsson. Og munum að það að taka ábyrgð felur alls ekki endilega í sér misgjörðir heldur viðurkenningu á því að menn tóku þátt í því sem svo hrapallega mistókst.


mbl.is Helgi hættir hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hvað með framkvæmdastjóra áhættustýringar Glitnis og Landsbankans, Sverri Örn Þorvaldsson og Ársæl Hafsteinsson og aðra ónefnda en álíka vanhæfa framkvæmdastjóra hjá ríkisbönkunum ?

Guðmundur Pétursson, 30.6.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ákaflega varfærin færsla. Fyrir mér blasir ekkert annað en ómenguð glæpastarfsemi sem væntanlega telst löglega á Íslandi.

Finnur Bárðarson, 30.6.2009 kl. 16:37

3 Smámynd: Skarfurinn

Ingólfur þarftu virkilega að velkjast í vafa um hvort Helgi gerði eitthvað ólölegt ? maðurinn afskrifaði 450 milljóna lán til sjálfs sín og lætur almenning mig & þig borga, þú ferð heldur varlega þykir mér.

Skarfurinn, 30.6.2009 kl. 20:10

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka ykkur innlitið og ábendingar, Guðmundur, Finnur og Skarfur! Minni ykkur á, Finnur og Skarfur, að dómstólar dæma um hina formlegu sekt en þeir geta samt aldrei afdæmt dóm götunnar. Nú krefst ég þess af stjórnmálamönnum sem ráða að fara vel yfir hverjir starfa enn í bönkunum af þeim sem tóku ákvarðanir á borð við þær sem nefndur Helgi mælti með.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.7.2009 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband