Ein af birtingarmyndum einkavinavæðingarinnar?

Þetta er eitt af þeim málum sem krefst rannsóknar. Hvert var markmiðið? Sum sveitarfélögin seldu eignir og höfðu þá betri rekstrarfjárstöðu; önnur byggðu ekki skólahúsnæðið heldur greiddu leigu. Þegar til lengri tíma er litið getur ekki verið annað en dýrara en reiða sig á þess háttar húsnæði. Auðvitað getur stundum verið hagstætt að leigja húsnæði (t.d. skrifstofuhúsnæði eða geymsluhúsnæði), en tæpast mikið vit í að leigja húsnæði til skólahalds, sundiðkana o.s.frv. Þess háttar hús eru mjög sérhæfð og lítt nothæf til annars. Já, og hvar leynist spilling í formi einkavinavæðingar í einkavæðingu húsnæðis sveitarfélaga og ríkis?


mbl.is 50 milljarða skuldbindingar vegna leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Embættismaður eins sveitarfélags orðaði það svo þegar hinir kjörnu fulltrúar höfðu selt eignir sveitarfélagsins og leig svo aftur:

"Það er glæpur gegn hverju samfélagi að fara svona að."

Jón Óskarsson 31.5.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það væri fróðlegt að skoða hverjir eiga þessi fasteignafélög og hvernig þeir hafa fengið þessi verkefni.  Þá kæmi örugglega margt fróðlegt í ljós.  Spillingin á Íslandi er náttúrulega svo yfirgengileg að hálfan væri nóg.

Guðmundur Pétursson, 31.5.2009 kl. 21:30

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er full ástæða til þess að vera vakandi fyrir kostum og göllum markaðsvæðingar. Þekki allvel til í svona rekstri og held að einkavæðing með ströngum skilyrðum, geti vel gengið t.d. í rekstri, t.d. leikskóla, skóla og  íþróttamannvirkja. Þegar um eigu og leigu mannvirkja hef ég í dag meiri efasemdir. Einkavæðing þýðir fyrir suma sama og sukk. Það er í mínum huga álíka gáfulegt og að halda því fram að opinber rekstur sé ávallt þunglamalegur og óhagkvæmur.

Játa að þegar ég heyri rökræðu byrja á ofhlöðnum orðum eins og græðisvæðing, nýfrjálshyggja, einkavinavæðing  þá hef ég alltaf á tilfinningunni að viðkomandi hafi verið að koma af fundi með auglýsingastofu einhvers af stjórnmálaflokkanna.

Sigurður Þorsteinsson, 31.5.2009 kl. 22:29

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Vikrilega tímabært að takast á við þetta vandamál sem sannarlega er eins og þú segir birtingarmynd einkavæðingar og græðgi.

Mikilvægt að kortleggja ákvarðanaferli einstakra tilvika þar sem fasteignafélögum var afhent áskrift að verðtryggðum hagnaði  og það meira að segja ofurhagnaði og án svokallaðra "sólarlagsákvæða´" í leigusamningum.

Ekki ólíklegt að einhverjir ábyrgðarmenn í stjórnmálum og stjórnsýslu hafi starfað að slíkum ákvörðunum og komið að undirbúningi frá "gráa svæðinu" varðandi eigin hagsmuni og tengsl.  Og ekki bara í Kópavogi eða Reykjanesbæ

Benedikt Sigurðarson, 31.5.2009 kl. 23:00

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sælir og takk fyrir innlitið og ábendingarnar, Jón, Guðmundur, Sigurður og Benedikt. Tek sérstaklega undir það með þér, Bensi, að það væri rétt að kortleggja ákvarðanaferli einstakra tilvika að áskrift. Spillingin, ef til staðar er, liggur þar: hverjir tóku ákvarðanir og hvaða einkavinir þeirra eða flokksfélagar högnuðust á því.

Hver var það aftur sem fattaði upp á orðinu "einkavinavæðing"? Það er alveg snilldarorð til að lýsa - sjá líka fyrra blogg mitt og annað fyrra blogg.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.6.2009 kl. 10:30

6 identicon

Það var Svavar Gestsson sem kom fyrstur með hugtakið "einkavinavæiðng" í stjórnmálaumræðuna.

Man því miður ekk tilefnið en mér finnst það segja sig sjálft.

Jón Óskarsson 1.6.2009 kl. 11:36

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir þetta, Jón

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.6.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband