Efni
31.5.2009 | 20:37
Ein af birtingarmyndum einkavinavæðingarinnar?
Þetta er eitt af þeim málum sem krefst rannsóknar. Hvert var markmiðið? Sum sveitarfélögin seldu eignir og höfðu þá betri rekstrarfjárstöðu; önnur byggðu ekki skólahúsnæðið heldur greiddu leigu. Þegar til lengri tíma er litið getur ekki verið annað en dýrara en reiða sig á þess háttar húsnæði. Auðvitað getur stundum verið hagstætt að leigja húsnæði (t.d. skrifstofuhúsnæði eða geymsluhúsnæði), en tæpast mikið vit í að leigja húsnæði til skólahalds, sundiðkana o.s.frv. Þess háttar hús eru mjög sérhæfð og lítt nothæf til annars. Já, og hvar leynist spilling í formi einkavinavæðingar í einkavæðingu húsnæðis sveitarfélaga og ríkis?
50 milljarða skuldbindingar vegna leigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Embættismaður eins sveitarfélags orðaði það svo þegar hinir kjörnu fulltrúar höfðu selt eignir sveitarfélagsins og leig svo aftur:
"Það er glæpur gegn hverju samfélagi að fara svona að."
Jón Óskarsson 31.5.2009 kl. 20:42
Það væri fróðlegt að skoða hverjir eiga þessi fasteignafélög og hvernig þeir hafa fengið þessi verkefni. Þá kæmi örugglega margt fróðlegt í ljós. Spillingin á Íslandi er náttúrulega svo yfirgengileg að hálfan væri nóg.
Guðmundur Pétursson, 31.5.2009 kl. 21:30
Það er full ástæða til þess að vera vakandi fyrir kostum og göllum markaðsvæðingar. Þekki allvel til í svona rekstri og held að einkavæðing með ströngum skilyrðum, geti vel gengið t.d. í rekstri, t.d. leikskóla, skóla og íþróttamannvirkja. Þegar um eigu og leigu mannvirkja hef ég í dag meiri efasemdir. Einkavæðing þýðir fyrir suma sama og sukk. Það er í mínum huga álíka gáfulegt og að halda því fram að opinber rekstur sé ávallt þunglamalegur og óhagkvæmur.
Játa að þegar ég heyri rökræðu byrja á ofhlöðnum orðum eins og græðisvæðing, nýfrjálshyggja, einkavinavæðing þá hef ég alltaf á tilfinningunni að viðkomandi hafi verið að koma af fundi með auglýsingastofu einhvers af stjórnmálaflokkanna.
Sigurður Þorsteinsson, 31.5.2009 kl. 22:29
Vikrilega tímabært að takast á við þetta vandamál sem sannarlega er eins og þú segir birtingarmynd einkavæðingar og græðgi.
Mikilvægt að kortleggja ákvarðanaferli einstakra tilvika þar sem fasteignafélögum var afhent áskrift að verðtryggðum hagnaði og það meira að segja ofurhagnaði og án svokallaðra "sólarlagsákvæða´" í leigusamningum.
Ekki ólíklegt að einhverjir ábyrgðarmenn í stjórnmálum og stjórnsýslu hafi starfað að slíkum ákvörðunum og komið að undirbúningi frá "gráa svæðinu" varðandi eigin hagsmuni og tengsl. Og ekki bara í Kópavogi eða Reykjanesbæ
Benedikt Sigurðarson, 31.5.2009 kl. 23:00
Sælir og takk fyrir innlitið og ábendingarnar, Jón, Guðmundur, Sigurður og Benedikt. Tek sérstaklega undir það með þér, Bensi, að það væri rétt að kortleggja ákvarðanaferli einstakra tilvika að áskrift. Spillingin, ef til staðar er, liggur þar: hverjir tóku ákvarðanir og hvaða einkavinir þeirra eða flokksfélagar högnuðust á því.
Hver var það aftur sem fattaði upp á orðinu "einkavinavæðing"? Það er alveg snilldarorð til að lýsa - sjá líka fyrra blogg mitt og annað fyrra blogg.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.6.2009 kl. 10:30
Það var Svavar Gestsson sem kom fyrstur með hugtakið "einkavinavæiðng" í stjórnmálaumræðuna.
Man því miður ekk tilefnið en mér finnst það segja sig sjálft.
Jón Óskarsson 1.6.2009 kl. 11:36
Takk fyrir þetta, Jón
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.6.2009 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.